Rannsaka dauðsfall á réttargeðdeild Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. desember 2020 18:31 Ungur karlmaður á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild svipti sig lífi á jóladag. Málið er í rannsókn lögreglu og óháður aðili verður fenginn til að fara yfir verkferla. Yfirlæknir segir að harmleikur sem þessi eigi ekki að geta gerst. Maðurinn var talinn í bráðri sjálfsvígshættu og því á svokallaðri sólarhringsvöktun á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild Landspítalans. Um er að ræða afar strangt eftirlit sem felur í sér vöktun með viðkomandi á fimm til fimmtán mínútna fresti, og samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni á deildinni á svona harmleikur ekki að geta gerst. Hann gat hins vegar ekki tjáð sig nánar um málið að svo stöddu. Málið er á borði lögreglunnar og hafa ekki fengist upplýsingar um hvort eftirliti hafi verið ábótavant, en fenginn verður óháður aðili innan Landspítalans til að fara yfir verkferla. Ráðist var í talsverðar úrbætur á geðdeild Landspítalans árið 2017 eftir að tveir einstaklingar sviptu sig lífi með aðeins tíu daga millibili. Greining á geðdeildum spítalans leiddi í ljóst að ástandið var verra en talið var í upphafi og því ákveðið að gera breytingar á starfseminni. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta samtakanna, segir það þyngra en tárum taki að heyra svona fregnir. Draga þurfi lærdóm af málum sem þessum. „Sjálfsvíg er harmleikur, og sjálfsvíg er slys. Slys geta gerst alls staðar. Ég get ekki ímyndað mér annað en að allir þeir sem sem að þessum einstakling koma, starfsfólk réttargeðdeildar og aðrir, séu gjörsamlega miður sín og í öngum sínum,” segir Kristín. Hún segir að sjálfsvígum hafi því miður fjölgað í ár, þó ástæðurnar séu óvitaðar. Mikilvægt sé að ræða málefnið, halda áfram forvörnum og að upplýsa fólk um að aðstoð sé til staðar. „Það sem gerist þegar einstaklingur tekur lífið sitt er að það hefur áhrif á svo marga. Sorgin flyst yfir á aðra og oft eru heilu kynslóðirnar litaðar af sjálfsvígi sem varð einhvern tímann og fólk er enn að glíma við afleiðingarnar. Þannig að okkur er mjög mikilvægt að fólk viti að það séu til leiðir til að vinna úr sálrænum sársauka, meðal annars hjá okkur í Pieta, og fjöldanum öllum af góðum samtökum sem eru að vinna starf í því að finna vonina.” Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Landspítalinn Fangelsismál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Maðurinn var talinn í bráðri sjálfsvígshættu og því á svokallaðri sólarhringsvöktun á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild Landspítalans. Um er að ræða afar strangt eftirlit sem felur í sér vöktun með viðkomandi á fimm til fimmtán mínútna fresti, og samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni á deildinni á svona harmleikur ekki að geta gerst. Hann gat hins vegar ekki tjáð sig nánar um málið að svo stöddu. Málið er á borði lögreglunnar og hafa ekki fengist upplýsingar um hvort eftirliti hafi verið ábótavant, en fenginn verður óháður aðili innan Landspítalans til að fara yfir verkferla. Ráðist var í talsverðar úrbætur á geðdeild Landspítalans árið 2017 eftir að tveir einstaklingar sviptu sig lífi með aðeins tíu daga millibili. Greining á geðdeildum spítalans leiddi í ljóst að ástandið var verra en talið var í upphafi og því ákveðið að gera breytingar á starfseminni. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta samtakanna, segir það þyngra en tárum taki að heyra svona fregnir. Draga þurfi lærdóm af málum sem þessum. „Sjálfsvíg er harmleikur, og sjálfsvíg er slys. Slys geta gerst alls staðar. Ég get ekki ímyndað mér annað en að allir þeir sem sem að þessum einstakling koma, starfsfólk réttargeðdeildar og aðrir, séu gjörsamlega miður sín og í öngum sínum,” segir Kristín. Hún segir að sjálfsvígum hafi því miður fjölgað í ár, þó ástæðurnar séu óvitaðar. Mikilvægt sé að ræða málefnið, halda áfram forvörnum og að upplýsa fólk um að aðstoð sé til staðar. „Það sem gerist þegar einstaklingur tekur lífið sitt er að það hefur áhrif á svo marga. Sorgin flyst yfir á aðra og oft eru heilu kynslóðirnar litaðar af sjálfsvígi sem varð einhvern tímann og fólk er enn að glíma við afleiðingarnar. Þannig að okkur er mjög mikilvægt að fólk viti að það séu til leiðir til að vinna úr sálrænum sársauka, meðal annars hjá okkur í Pieta, og fjöldanum öllum af góðum samtökum sem eru að vinna starf í því að finna vonina.” Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Landspítalinn Fangelsismál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira