Stóri Sam hefur áhyggjur af heilsu sinni í faraldrinum og vill hlé á deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 09:31 Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Bromwich Albion, grettir sig yfir spilamennsku sinna manna á móti Leeds United í gærkvöldi. AP/Shaun Botteril Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Bromwich Albion, var áhyggjufullur eftir leik liðsins í gærkvöldi, ekki bara vegna þess að liði steinlá 5-0 á móti Leeds heldur einnig vegna stöðunnar á kórónuveirufaraldrinum i Bretlandi. Allardyce sagði eftir skellinn í gær að enska úrvalsdeildin þurfi á hlé að halda en aldrei áður hafa fleiri leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fengið kórónuveiruna í einni og sömu vikunni. Fresta þurfti leik Manchester City vegna hópsmits og það gæti einnig verið komið upp hópsmit hjá Fulham liðinu. Alls greindust átján manns í kringum ensku úrvalsdeildina samkvæmt nýjustu tölum. „Ég hef miklar ahyggjur, bæði vegna heilsu minnar en einnig vegna fótboltans í heild sinni,“ sagði Sam Allardyce. Sam Allardyce hafði í leiknum á undan náð í stig á móti Englandsmeisturum Liverpool á Anfield en hans menn voru heldur betur skotnir niður á jörðina í gær. "I am 66 years old and the last thing I want to do is catch Covid. I'm very concerned for myself and football in general."Sam Allardyce has called for a break in football action to combat rising cases in the game.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 29, 2020 Allardyce segir það rétta í stöðunni að gera nokkra vikna hlé á deildinni á meðan Englendingar nái einhverjum tökum á útbreiðslu veirunnar en það hefur verið lítið um það að undanförnu þar sem hvert smitmetið á öðru hefur fallið. „Öryggi allra er mikilvægara en allt annað. Þegar ég hlusta á fréttirnar um að þetta afbrigði veirunnar smitist hraðar en hinn upphaflegi vírus þá sé ég að það rétta í stöðunni er að gera hlé á keppninni,“ sagði Allardyce. „Ég er orðinn 66 ára gamall og það síðasta sem ég vil lenda í á þessum aldri er að fá Covid,“ sagði Allardyce og bætti við: „Eins mikið og við erum prófaðir þá er eins og veiran sé að leynast meðal okkar. Það skiptir ekki máli hversu mikið við reynum eða hve oft við erum prófaðir, að við séum með grímu eða sótthreinsum hendur okkar. Við erum erum samt að sjá fullt af smitum út um allt landið,“ sagði Allardyce. „Ef það hjálpar að gera hlé þá eigum við að gera það og tímabilið verði þá bara aðeins lengra þegar við erum komin í gegnum þetta,“ sagði Sam Allardyce. Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Allardyce sagði eftir skellinn í gær að enska úrvalsdeildin þurfi á hlé að halda en aldrei áður hafa fleiri leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fengið kórónuveiruna í einni og sömu vikunni. Fresta þurfti leik Manchester City vegna hópsmits og það gæti einnig verið komið upp hópsmit hjá Fulham liðinu. Alls greindust átján manns í kringum ensku úrvalsdeildina samkvæmt nýjustu tölum. „Ég hef miklar ahyggjur, bæði vegna heilsu minnar en einnig vegna fótboltans í heild sinni,“ sagði Sam Allardyce. Sam Allardyce hafði í leiknum á undan náð í stig á móti Englandsmeisturum Liverpool á Anfield en hans menn voru heldur betur skotnir niður á jörðina í gær. "I am 66 years old and the last thing I want to do is catch Covid. I'm very concerned for myself and football in general."Sam Allardyce has called for a break in football action to combat rising cases in the game.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 29, 2020 Allardyce segir það rétta í stöðunni að gera nokkra vikna hlé á deildinni á meðan Englendingar nái einhverjum tökum á útbreiðslu veirunnar en það hefur verið lítið um það að undanförnu þar sem hvert smitmetið á öðru hefur fallið. „Öryggi allra er mikilvægara en allt annað. Þegar ég hlusta á fréttirnar um að þetta afbrigði veirunnar smitist hraðar en hinn upphaflegi vírus þá sé ég að það rétta í stöðunni er að gera hlé á keppninni,“ sagði Allardyce. „Ég er orðinn 66 ára gamall og það síðasta sem ég vil lenda í á þessum aldri er að fá Covid,“ sagði Allardyce og bætti við: „Eins mikið og við erum prófaðir þá er eins og veiran sé að leynast meðal okkar. Það skiptir ekki máli hversu mikið við reynum eða hve oft við erum prófaðir, að við séum með grímu eða sótthreinsum hendur okkar. Við erum erum samt að sjá fullt af smitum út um allt landið,“ sagði Allardyce. „Ef það hjálpar að gera hlé þá eigum við að gera það og tímabilið verði þá bara aðeins lengra þegar við erum komin í gegnum þetta,“ sagði Sam Allardyce.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira