Ratajski áfram eftir ótrúlegan endi og magnaður sigur Van Gerwen Anton Ingi Leifsson skrifar 29. desember 2020 22:45 Michael van Gerwen var stálheppinn í kvöld. Kieran Cleeves/Getty Dave Chisnall er kominn áfram í sextán manna úrslitin og þeir Krzysztof Ratajski og Michael van Gerwen í átta manna úrslitin eftir þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var á milli Dave Chisnall og Danny Noppert. Hollendingurinn Noppert vann fyrstu tvö settin 3-0 en þá vaknaði Englendingurinn til lífsins. Hann vann þriðja leikinn 3-0, fjórða og fimmta leikinn 3-1 og tryggði sér svo sigurinn í sjötta setti er hann rúllaði yfir Noppert, 3-0. Annar leikur kvöldsins; leikur Gabriel Clemens og Krzysztof Ratajski var algjörlega magnaður. Leikurinn fór í oddalegg þar sem þeir klúðruðu á hverju útskotinu á fætur öðru. Lyginni líkast. Spennan var rafmögnuð en hinn pólski Krzysztof Ratajski vann bug á spennunni og skaut sér áfram í átta manna úrslitin er enn ein tilraun hans fór loksins í réttan reit. Krzysztof Ratajski reaches the Quarter-Finals of the World Darts Championship after pinning D1 with his TENTH match dart after surviving seven match darts in a deciding leg! Now that, was dramatic. pic.twitter.com/0cCs5MV0nH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Þriðji og síðasti leikur kvöldsins var á milli Michael van Gerwen og Joe Cullen. Van Gerwen fór algjörlega á kostum í 16 manna úrslitunum í fyrrakvöld en hann lenti í vandræðum með Cullen í kvöld. Hann lenti 2-1 undir og ekki skánaði það fyrir van Gerwen í fjórða leiknum sem hann tapaði eftir að hafa klúðrað útskoti sjálfur. Staðan orðin 3-1 fyrir Cullen en eftir stutta pásu kom þá Hollendingurinn fljúgandi öflugur til baka. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér oddaleik í rosalegri rimmu. Joe Cullen hitti 180 eins og enginn væri morgundagurinn en í oddaleiknum var hinn magnaði Hollendingur betri og vann 4-3 í leikjum. !JOE CULLEN MISSES A DART FOR A 164 FINISH AND THE MATCH!!!WE'RE GOING ALL THE WAY TO A DECIDING LEG!Cullen is a hold of throw away from the biggest victory of his life! pic.twitter.com/RplyxOm4vL— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Gerwen er því kominn áfram í átta liða úrslitin en mátti hafa mikið fyrir því. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins var á milli Dave Chisnall og Danny Noppert. Hollendingurinn Noppert vann fyrstu tvö settin 3-0 en þá vaknaði Englendingurinn til lífsins. Hann vann þriðja leikinn 3-0, fjórða og fimmta leikinn 3-1 og tryggði sér svo sigurinn í sjötta setti er hann rúllaði yfir Noppert, 3-0. Annar leikur kvöldsins; leikur Gabriel Clemens og Krzysztof Ratajski var algjörlega magnaður. Leikurinn fór í oddalegg þar sem þeir klúðruðu á hverju útskotinu á fætur öðru. Lyginni líkast. Spennan var rafmögnuð en hinn pólski Krzysztof Ratajski vann bug á spennunni og skaut sér áfram í átta manna úrslitin er enn ein tilraun hans fór loksins í réttan reit. Krzysztof Ratajski reaches the Quarter-Finals of the World Darts Championship after pinning D1 with his TENTH match dart after surviving seven match darts in a deciding leg! Now that, was dramatic. pic.twitter.com/0cCs5MV0nH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Þriðji og síðasti leikur kvöldsins var á milli Michael van Gerwen og Joe Cullen. Van Gerwen fór algjörlega á kostum í 16 manna úrslitunum í fyrrakvöld en hann lenti í vandræðum með Cullen í kvöld. Hann lenti 2-1 undir og ekki skánaði það fyrir van Gerwen í fjórða leiknum sem hann tapaði eftir að hafa klúðrað útskoti sjálfur. Staðan orðin 3-1 fyrir Cullen en eftir stutta pásu kom þá Hollendingurinn fljúgandi öflugur til baka. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér oddaleik í rosalegri rimmu. Joe Cullen hitti 180 eins og enginn væri morgundagurinn en í oddaleiknum var hinn magnaði Hollendingur betri og vann 4-3 í leikjum. !JOE CULLEN MISSES A DART FOR A 164 FINISH AND THE MATCH!!!WE'RE GOING ALL THE WAY TO A DECIDING LEG!Cullen is a hold of throw away from the biggest victory of his life! pic.twitter.com/RplyxOm4vL— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Gerwen er því kominn áfram í átta liða úrslitin en mátti hafa mikið fyrir því. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Sjá meira