Ratajski áfram eftir ótrúlegan endi og magnaður sigur Van Gerwen Anton Ingi Leifsson skrifar 29. desember 2020 22:45 Michael van Gerwen var stálheppinn í kvöld. Kieran Cleeves/Getty Dave Chisnall er kominn áfram í sextán manna úrslitin og þeir Krzysztof Ratajski og Michael van Gerwen í átta manna úrslitin eftir þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var á milli Dave Chisnall og Danny Noppert. Hollendingurinn Noppert vann fyrstu tvö settin 3-0 en þá vaknaði Englendingurinn til lífsins. Hann vann þriðja leikinn 3-0, fjórða og fimmta leikinn 3-1 og tryggði sér svo sigurinn í sjötta setti er hann rúllaði yfir Noppert, 3-0. Annar leikur kvöldsins; leikur Gabriel Clemens og Krzysztof Ratajski var algjörlega magnaður. Leikurinn fór í oddalegg þar sem þeir klúðruðu á hverju útskotinu á fætur öðru. Lyginni líkast. Spennan var rafmögnuð en hinn pólski Krzysztof Ratajski vann bug á spennunni og skaut sér áfram í átta manna úrslitin er enn ein tilraun hans fór loksins í réttan reit. Krzysztof Ratajski reaches the Quarter-Finals of the World Darts Championship after pinning D1 with his TENTH match dart after surviving seven match darts in a deciding leg! Now that, was dramatic. pic.twitter.com/0cCs5MV0nH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Þriðji og síðasti leikur kvöldsins var á milli Michael van Gerwen og Joe Cullen. Van Gerwen fór algjörlega á kostum í 16 manna úrslitunum í fyrrakvöld en hann lenti í vandræðum með Cullen í kvöld. Hann lenti 2-1 undir og ekki skánaði það fyrir van Gerwen í fjórða leiknum sem hann tapaði eftir að hafa klúðrað útskoti sjálfur. Staðan orðin 3-1 fyrir Cullen en eftir stutta pásu kom þá Hollendingurinn fljúgandi öflugur til baka. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér oddaleik í rosalegri rimmu. Joe Cullen hitti 180 eins og enginn væri morgundagurinn en í oddaleiknum var hinn magnaði Hollendingur betri og vann 4-3 í leikjum. !JOE CULLEN MISSES A DART FOR A 164 FINISH AND THE MATCH!!!WE'RE GOING ALL THE WAY TO A DECIDING LEG!Cullen is a hold of throw away from the biggest victory of his life! pic.twitter.com/RplyxOm4vL— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Gerwen er því kominn áfram í átta liða úrslitin en mátti hafa mikið fyrir því. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins var á milli Dave Chisnall og Danny Noppert. Hollendingurinn Noppert vann fyrstu tvö settin 3-0 en þá vaknaði Englendingurinn til lífsins. Hann vann þriðja leikinn 3-0, fjórða og fimmta leikinn 3-1 og tryggði sér svo sigurinn í sjötta setti er hann rúllaði yfir Noppert, 3-0. Annar leikur kvöldsins; leikur Gabriel Clemens og Krzysztof Ratajski var algjörlega magnaður. Leikurinn fór í oddalegg þar sem þeir klúðruðu á hverju útskotinu á fætur öðru. Lyginni líkast. Spennan var rafmögnuð en hinn pólski Krzysztof Ratajski vann bug á spennunni og skaut sér áfram í átta manna úrslitin er enn ein tilraun hans fór loksins í réttan reit. Krzysztof Ratajski reaches the Quarter-Finals of the World Darts Championship after pinning D1 with his TENTH match dart after surviving seven match darts in a deciding leg! Now that, was dramatic. pic.twitter.com/0cCs5MV0nH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Þriðji og síðasti leikur kvöldsins var á milli Michael van Gerwen og Joe Cullen. Van Gerwen fór algjörlega á kostum í 16 manna úrslitunum í fyrrakvöld en hann lenti í vandræðum með Cullen í kvöld. Hann lenti 2-1 undir og ekki skánaði það fyrir van Gerwen í fjórða leiknum sem hann tapaði eftir að hafa klúðrað útskoti sjálfur. Staðan orðin 3-1 fyrir Cullen en eftir stutta pásu kom þá Hollendingurinn fljúgandi öflugur til baka. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér oddaleik í rosalegri rimmu. Joe Cullen hitti 180 eins og enginn væri morgundagurinn en í oddaleiknum var hinn magnaði Hollendingur betri og vann 4-3 í leikjum. !JOE CULLEN MISSES A DART FOR A 164 FINISH AND THE MATCH!!!WE'RE GOING ALL THE WAY TO A DECIDING LEG!Cullen is a hold of throw away from the biggest victory of his life! pic.twitter.com/RplyxOm4vL— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Gerwen er því kominn áfram í átta liða úrslitin en mátti hafa mikið fyrir því. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira