Leik Manchester-liðanna frekar frestað en ekki aflýst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2020 18:00 Það er ljóst að leik liðanna verður ekki aflýst eins og til að mynda leik Leyton Orient og Tottenham Hotspur var gert fyrr á tímabilinu í sömu keppni. Simon Stacpoole/Getty Images Leik Manchester United og Manchester City í enska deildabikarnum verður ekki aflýst eftir að ljóst var að leikmenn og starfslið Man City greindist með kórónuveiruna. Independent greindi frá. Manchester United tekur á móti nágrönnum sínum í Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins þann 6. janúar. Eftir að í ljós kom að Gabriel Jesus og Kyle Walker - ásamt þremur öðrum tengdum aðalliði City - væru með kórónuveiruna spratt upp sú umræða hvort aflýsa þyrfti leik liðanna. Leik City gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni var frestað aðeins fjórum tímum áður en hann átti að hefjast í gærkvöld. Everton hefur krafist þess að rannsókn fari fram á hvort frestunin hafi verið lögmæt. Leik eyton Orient og Tottenham Hotspur í deildabikarnum var aflýst fyrr á leiktíðinni. Orient gat ekki spilað vegna þess að liðið var í sóttkví og fór Tottenham því áfram. Munurinn þar var að þá var næsta umferð aðeins viku síðar og ekki nægur tími til að spila leikinn. Samkvæmt reglum keppninnar þá datt sú regla úr gildi í 8-liða úrslitum keppninnar. Þá var hægt að fresta leikjum frekar en að aflýsa þeim. Þannig að fari svo að City geti ekki leikið gegn nágrönnum sínum að viku liðinni sökum smitaðra leikmanna þá verður leiknum frestað. Undanúrslit deildabikarsins eru aðeins einn leikur í ár ólíkt undanförnum árum þar sem leikið er heima og að heiman. Þá hefur úrslitaleikurinn verið færður þangað til í apríl í þeirri von um að fá áhorfendur á völlinn en hann fer venjulega fram í febrúar ár hvert. Man City er ríkjandi meistari en liðið sló Man Utd út í undanúrslitum á síðustu leiktíð. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. 29. desember 2020 16:04 Krefjast allra gagna eftir að leik kvöldsins var frestað Everton hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin muni rannsaka hvers vegna leikur Everton og Manchester City, sem átti að fara fram í kvöld, hafi verið frestað. 28. desember 2020 20:34 Leik Everton og Manchester City frestað Leik Everton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Manchester City. 28. desember 2020 16:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Independent greindi frá. Manchester United tekur á móti nágrönnum sínum í Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins þann 6. janúar. Eftir að í ljós kom að Gabriel Jesus og Kyle Walker - ásamt þremur öðrum tengdum aðalliði City - væru með kórónuveiruna spratt upp sú umræða hvort aflýsa þyrfti leik liðanna. Leik City gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni var frestað aðeins fjórum tímum áður en hann átti að hefjast í gærkvöld. Everton hefur krafist þess að rannsókn fari fram á hvort frestunin hafi verið lögmæt. Leik eyton Orient og Tottenham Hotspur í deildabikarnum var aflýst fyrr á leiktíðinni. Orient gat ekki spilað vegna þess að liðið var í sóttkví og fór Tottenham því áfram. Munurinn þar var að þá var næsta umferð aðeins viku síðar og ekki nægur tími til að spila leikinn. Samkvæmt reglum keppninnar þá datt sú regla úr gildi í 8-liða úrslitum keppninnar. Þá var hægt að fresta leikjum frekar en að aflýsa þeim. Þannig að fari svo að City geti ekki leikið gegn nágrönnum sínum að viku liðinni sökum smitaðra leikmanna þá verður leiknum frestað. Undanúrslit deildabikarsins eru aðeins einn leikur í ár ólíkt undanförnum árum þar sem leikið er heima og að heiman. Þá hefur úrslitaleikurinn verið færður þangað til í apríl í þeirri von um að fá áhorfendur á völlinn en hann fer venjulega fram í febrúar ár hvert. Man City er ríkjandi meistari en liðið sló Man Utd út í undanúrslitum á síðustu leiktíð. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. 29. desember 2020 16:04 Krefjast allra gagna eftir að leik kvöldsins var frestað Everton hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin muni rannsaka hvers vegna leikur Everton og Manchester City, sem átti að fara fram í kvöld, hafi verið frestað. 28. desember 2020 20:34 Leik Everton og Manchester City frestað Leik Everton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Manchester City. 28. desember 2020 16:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. 29. desember 2020 16:04
Krefjast allra gagna eftir að leik kvöldsins var frestað Everton hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin muni rannsaka hvers vegna leikur Everton og Manchester City, sem átti að fara fram í kvöld, hafi verið frestað. 28. desember 2020 20:34
Leik Everton og Manchester City frestað Leik Everton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Manchester City. 28. desember 2020 16:00