Þungarokkarinn með þungu pílurnar sem sér varla á spjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2020 10:01 Ryan Searle kastar þungu pílunum sínum. getty/John Walton Englendingurinn Ryan Searle er einn skemmtilegasti keppandinn á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann mætir Stephen Bunting í öðrum leik dagsins. Sextán manna úrslitunum á HM lýkur í dag með sex leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast Vincent van der Doort og Daryl Gurney og svo er komið að viðureign Searle og Bunting. Ætla mætti að það væri kostur fyrir pílukastara að sjá vel en Searle býr ekki yfir þeim eiginleika. Þvert á móti. Hann er með sjónskekkju og á oft í vandræðum með að sjá spjaldið og hvar pílurnar lenda. Gælunafn hins síðhærða Searles er Heavy Metal og eins og gefur að skilja er hann mikill þungarokksaðdáandi. Inngöngulag hans er Paranoid með Ozzy Osbourne og félögum í Black Sabbath. Searle er ekki bara hrifinn af þungarokki heldur notar hann þyngri pílur en flestir. Pílurnar sem hann keppir með eru 32 grömm. Searle vann sinn fyrsta titil á PDC mótaröðinni þegar hann vann mót á Players Championship fyrr á þessu ári. Hann bar þá sigur af sjálfum Michael van Gerwen í úrslitaleiknum, 8-6. Searle er að keppa á sínu þriðja heimsmeistaramóti. Árið 2019, á sínu fyrsta móti, komst hann alla leið í sextán manna úrslit þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Michael Smith, 4-1. Í fyrra komst Searle svo í 32-manna úrslit þar hann tapaði fyrir fyrrverandi heimsmeistaranum Gary Anderson í hörkuleik, 3-2. Á HM í ár byrjaði Searle á því að vinna Danny Lauby, 3-2, og bar síðan sigurorð af Jeffrey de Zwaan, 3-0. Í 32-manna úrslitunum sigraði Searle svo Kim Huybrechts, 4-2. Bein útsending frá fyrri hluta HM í dag hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Sextán manna úrslitunum á HM lýkur í dag með sex leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast Vincent van der Doort og Daryl Gurney og svo er komið að viðureign Searle og Bunting. Ætla mætti að það væri kostur fyrir pílukastara að sjá vel en Searle býr ekki yfir þeim eiginleika. Þvert á móti. Hann er með sjónskekkju og á oft í vandræðum með að sjá spjaldið og hvar pílurnar lenda. Gælunafn hins síðhærða Searles er Heavy Metal og eins og gefur að skilja er hann mikill þungarokksaðdáandi. Inngöngulag hans er Paranoid með Ozzy Osbourne og félögum í Black Sabbath. Searle er ekki bara hrifinn af þungarokki heldur notar hann þyngri pílur en flestir. Pílurnar sem hann keppir með eru 32 grömm. Searle vann sinn fyrsta titil á PDC mótaröðinni þegar hann vann mót á Players Championship fyrr á þessu ári. Hann bar þá sigur af sjálfum Michael van Gerwen í úrslitaleiknum, 8-6. Searle er að keppa á sínu þriðja heimsmeistaramóti. Árið 2019, á sínu fyrsta móti, komst hann alla leið í sextán manna úrslit þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Michael Smith, 4-1. Í fyrra komst Searle svo í 32-manna úrslit þar hann tapaði fyrir fyrrverandi heimsmeistaranum Gary Anderson í hörkuleik, 3-2. Á HM í ár byrjaði Searle á því að vinna Danny Lauby, 3-2, og bar síðan sigurorð af Jeffrey de Zwaan, 3-0. Í 32-manna úrslitunum sigraði Searle svo Kim Huybrechts, 4-2. Bein útsending frá fyrri hluta HM í dag hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira