PSG staðfestir brottrekstur Tuchel Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2020 10:46 PSG staðfesti loks brottrekstur Thomas Tuchel í dag. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo Franska knattspyrnuliðið Paris Saint-Germain hefur loks staðfest brottrekstur sinn Thomas Tuchel, þýska þjálfara liðsins, sem var rekinn á dögunum eftir tvö og hálft ár við stjórnvölin. Tuchel var rekinn sem þjálfari Paris Saint-Germain eftir sigur liðsins á Strasbourg á miðvikudaginn var. Brottrekstur hans var hins vegar ekki staðfestur fyrr en í dag. Staðfesti PSG þetta á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. Communiqué du club— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) December 29, 2020 „Ég vill þakka Thomas Tuchel og starfsliði hans fyrir allt sem það gerði hjá félaginu. Thomas lagði mikla orku og ástríðu í vinnu sína hjá félaginu og auðvitað verður hans minnst fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu forseta félagsins, Nasser Al-Khelaifi. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Tuchel stýrði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem tapaðist 1-0 gegn þýska stórveldinu Bayern München. PSG fór illa af stað í frönsku deildinni eftir stutt sumarfrí og er sem stendur stigi á eftir bæði Lyon og Lille. Svo virðist sem það hafi kostað hann starfið. Alls vann hinn 47 ára gamli Tuchel sex titla á tíma sínum hjá PSG en hann tók við sumarið 2018. Þar áður stýrði hann Borussia Dortmund og Mainz í Þýskalandi. PSG announce the sacking of manager Thomas Tuchel, with Mauricio Pochettino reportedly lined up to replace him pic.twitter.com/tlCrLB0dPC— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Mauricio Pochettino ku vera næsti þjálfari PSG en Argentínumaðurinn lék með félaginu á sínum tíma og er í miklum metum hjá forráðamönnum Parísarliðsins. Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Tuchel rekinn frá PSG - Pochettino að taka við? Thomas Tuchel hefur verið rekinn úr stjórastól franska stórveldisins PSG eftir dapurt gengi í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið er þó í þriðja sæti, stigi á eftir toppliði Lyon, en það þykir allt annað en ásættanlegt í höfuðborginni. 24. desember 2020 12:00 Neymar leiðréttir misskilning: Bara 150 manna áramótaveisla Neymar vill taka á móti nýju ári í hópi góðra vina og hann á nóg af þeim eins og dæmin hafa sýnt. 29. desember 2020 10:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Tuchel var rekinn sem þjálfari Paris Saint-Germain eftir sigur liðsins á Strasbourg á miðvikudaginn var. Brottrekstur hans var hins vegar ekki staðfestur fyrr en í dag. Staðfesti PSG þetta á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. Communiqué du club— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) December 29, 2020 „Ég vill þakka Thomas Tuchel og starfsliði hans fyrir allt sem það gerði hjá félaginu. Thomas lagði mikla orku og ástríðu í vinnu sína hjá félaginu og auðvitað verður hans minnst fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu forseta félagsins, Nasser Al-Khelaifi. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Tuchel stýrði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem tapaðist 1-0 gegn þýska stórveldinu Bayern München. PSG fór illa af stað í frönsku deildinni eftir stutt sumarfrí og er sem stendur stigi á eftir bæði Lyon og Lille. Svo virðist sem það hafi kostað hann starfið. Alls vann hinn 47 ára gamli Tuchel sex titla á tíma sínum hjá PSG en hann tók við sumarið 2018. Þar áður stýrði hann Borussia Dortmund og Mainz í Þýskalandi. PSG announce the sacking of manager Thomas Tuchel, with Mauricio Pochettino reportedly lined up to replace him pic.twitter.com/tlCrLB0dPC— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Mauricio Pochettino ku vera næsti þjálfari PSG en Argentínumaðurinn lék með félaginu á sínum tíma og er í miklum metum hjá forráðamönnum Parísarliðsins.
Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Tuchel rekinn frá PSG - Pochettino að taka við? Thomas Tuchel hefur verið rekinn úr stjórastól franska stórveldisins PSG eftir dapurt gengi í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið er þó í þriðja sæti, stigi á eftir toppliði Lyon, en það þykir allt annað en ásættanlegt í höfuðborginni. 24. desember 2020 12:00 Neymar leiðréttir misskilning: Bara 150 manna áramótaveisla Neymar vill taka á móti nýju ári í hópi góðra vina og hann á nóg af þeim eins og dæmin hafa sýnt. 29. desember 2020 10:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Tuchel rekinn frá PSG - Pochettino að taka við? Thomas Tuchel hefur verið rekinn úr stjórastól franska stórveldisins PSG eftir dapurt gengi í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið er þó í þriðja sæti, stigi á eftir toppliði Lyon, en það þykir allt annað en ásættanlegt í höfuðborginni. 24. desember 2020 12:00
Neymar leiðréttir misskilning: Bara 150 manna áramótaveisla Neymar vill taka á móti nýju ári í hópi góðra vina og hann á nóg af þeim eins og dæmin hafa sýnt. 29. desember 2020 10:30