„Þetta er bara slysagildra“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 22:14 Sjö ára sonur Jóns og Rúnu við opið á holræsinu í dag, þar sem hann var á ferð í fylgd foreldra sinna. Rúna Gunnarsdóttir Foreldrar í Kórahverfi í Kópavogi telja frágangi á svæði í kringum Kórinn, þar sem ung börn eru iðulega að leik, víða ábótavant. Opið holræsi á svæðinu sé til dæmis mikil slysagildra. Sex ára barn féll þrjá metra niður um loftræstistokk á svæðinu í sumar. Jón Björgvinsson og Rúna Gunnarsdóttir gengu fram á umrætt holræsi við Kórinn, skammt frá unglingadeild Höðruvallaskóla og hesthúsunum við Heimsenda, síðdegis í dag. Þau telja ræsið um 1,5 metra djúpt – sem þau meta talsverða dýpt fyrir lítil börn. „Þetta er ekki óskaplega djúpt í sjálfu sér en þetta er meira en nógu djúpt fyrir gutta sem er sjö ára eins og okkar. Og svo er þetta hættulegt, það eru járn þarna sem standa út úr, þetta er bara slysagildra,“ segir Jón. „Svo eru rimlar til að klifra ofan í, ætlaðir fyrir vinnumenn, og þetta er opið og krakkarnir hafa þá í rauninni stiga til að fara þarna ofan í. Þá gera þeir það bara. Og svo er rörið þarna inn úr, þannig að það er hægt að leika sér að því að skríða þar inn,“ segir Rúna. Jón telur þetta síst betra en frágangur við loftræstistokk á svæðinu í sumar, þar sem varð slys í júní. Þá féll sex ára barn þrjá metra niður um stokkinn fyrir utan Kórinn. Ekki hafði verið gengið almennilega frá grind sem barnið gekk yfir, með áðurgreindum afleiðingum. Barnið fékk skurð á höfuð og braut tennur við fallið. Fram kom í frétt Vísis af málinu í sumar að Kópavogsbær liti málið alvarlegum augum og að lögreglan hefði það nú til rannsóknar. Jón telur ekki nógu vel hafa verið gengið frá loftræstistokknum eftir slysið í sumar. Ein málmklemma hafi verið skrúfuð niður en afgangurinn verið festur með plastfestingum, sem Jón segir að hafi strax farið fækkandi í sumar. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki kannað stöðuna á festingunum nýlega. „Það var lagað með því að setja svona rafmagnsbensli úr plasti til að festa ristina, halda grindunum saman. En þetta er allt á hreyfingu hjá þeim og það er sama hvað þeir setja á þetta, þessar ristar eru alltaf lausar nema að farið verði í stærri framkvæmdir, sem ekki hefur verið farið í,“ segir Jón. Loftmynd af svæðinu í kringum Kórinn, íþróttamiðstöð HK í Kópavogi.Skjáskot/google Jón og Rúna segja mikinn umgang ungra barna um svæðið og þau leiki sér þar mjög gjarnan. Þeim þykir öryggi í kringum litla tjörn á svæðinu einnig ábótavant; aðgengi að henni sé ekki takmarkað fyrir utan nokkur skilti. „En það heldur ekki frá þessum guttum sem eru varla farnir að lesa,“ segir Rúna. Jón telur ljóst að betra utanumhald þurfi á svæðinu. „Það virðist einhvern veginn vera með fjandi margt að það er farið af stað að gera eitthvað, eins og þarna. Það er ekki eins og lokið hafi verið tekið af þessu holræsi heldur er allur hlemmurinn, stúturinn og allt saman tekið upp úr, og það er ekki eins og þetta hafi verið gert í gær. Það er eins og enginn sé að fylgjast með, það er ekkert utanumhald um hlutina. Það sama er með þessa tjörn þarna. Jú, jú, það er búið að setja upp skilti en þetta er svona drentjörn og einhvern tímann fyllist hún af vatni og þá er einmitt yfirflæði yfir í holræsið,“ segir Jón. Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Jón Björgvinsson og Rúna Gunnarsdóttir gengu fram á umrætt holræsi við Kórinn, skammt frá unglingadeild Höðruvallaskóla og hesthúsunum við Heimsenda, síðdegis í dag. Þau telja ræsið um 1,5 metra djúpt – sem þau meta talsverða dýpt fyrir lítil börn. „Þetta er ekki óskaplega djúpt í sjálfu sér en þetta er meira en nógu djúpt fyrir gutta sem er sjö ára eins og okkar. Og svo er þetta hættulegt, það eru járn þarna sem standa út úr, þetta er bara slysagildra,“ segir Jón. „Svo eru rimlar til að klifra ofan í, ætlaðir fyrir vinnumenn, og þetta er opið og krakkarnir hafa þá í rauninni stiga til að fara þarna ofan í. Þá gera þeir það bara. Og svo er rörið þarna inn úr, þannig að það er hægt að leika sér að því að skríða þar inn,“ segir Rúna. Jón telur þetta síst betra en frágangur við loftræstistokk á svæðinu í sumar, þar sem varð slys í júní. Þá féll sex ára barn þrjá metra niður um stokkinn fyrir utan Kórinn. Ekki hafði verið gengið almennilega frá grind sem barnið gekk yfir, með áðurgreindum afleiðingum. Barnið fékk skurð á höfuð og braut tennur við fallið. Fram kom í frétt Vísis af málinu í sumar að Kópavogsbær liti málið alvarlegum augum og að lögreglan hefði það nú til rannsóknar. Jón telur ekki nógu vel hafa verið gengið frá loftræstistokknum eftir slysið í sumar. Ein málmklemma hafi verið skrúfuð niður en afgangurinn verið festur með plastfestingum, sem Jón segir að hafi strax farið fækkandi í sumar. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki kannað stöðuna á festingunum nýlega. „Það var lagað með því að setja svona rafmagnsbensli úr plasti til að festa ristina, halda grindunum saman. En þetta er allt á hreyfingu hjá þeim og það er sama hvað þeir setja á þetta, þessar ristar eru alltaf lausar nema að farið verði í stærri framkvæmdir, sem ekki hefur verið farið í,“ segir Jón. Loftmynd af svæðinu í kringum Kórinn, íþróttamiðstöð HK í Kópavogi.Skjáskot/google Jón og Rúna segja mikinn umgang ungra barna um svæðið og þau leiki sér þar mjög gjarnan. Þeim þykir öryggi í kringum litla tjörn á svæðinu einnig ábótavant; aðgengi að henni sé ekki takmarkað fyrir utan nokkur skilti. „En það heldur ekki frá þessum guttum sem eru varla farnir að lesa,“ segir Rúna. Jón telur ljóst að betra utanumhald þurfi á svæðinu. „Það virðist einhvern veginn vera með fjandi margt að það er farið af stað að gera eitthvað, eins og þarna. Það er ekki eins og lokið hafi verið tekið af þessu holræsi heldur er allur hlemmurinn, stúturinn og allt saman tekið upp úr, og það er ekki eins og þetta hafi verið gert í gær. Það er eins og enginn sé að fylgjast með, það er ekkert utanumhald um hlutina. Það sama er með þessa tjörn þarna. Jú, jú, það er búið að setja upp skilti en þetta er svona drentjörn og einhvern tímann fyllist hún af vatni og þá er einmitt yfirflæði yfir í holræsið,“ segir Jón.
Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent