Aron frábær og Barcelona í úrslit Meistaradeildarinnar Anton Ingi Leifsson skrifar 28. desember 2020 18:34 Aron var frábær í Köln í kvöld. Martin Rose/Getty Images Aron Pálmarsson átti frábæran leik er Barcelona komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með öruggum sigri á PSG, 37-32. Aron hefur glímt við hnémeiðsli og í Sportpakkanum í gær sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, að óvíst væri hvort hann yrði með í leikjunum gegn Portúgal í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi í næsta mánuði. Það var hins vegar ekki að sjá á Aroni í dag að hann ætti við meiðsli að stríða. Hann raðaði inn mörkum fyrir spænsku meistarana sem leiddu 18-14 í hálfleik. Áfram héldu þeir forystunni í síðari hálfleik og unnu Börsungar að lokum, 37-32. Aron var næst markahæsti leikmaður Barcelona í leiknum með sex mörk úr níu skotum auk þess að gefa fjölda stoðsendinga. Avancen els minuts i el Barça continua per davant! // ¡Avanzan los minutos y el Barça sigue por delante! Barça 27-24 @psghand Semifinal @ehfcl 19/20 Min 45 Lanxess Arena #ForçaBarça pic.twitter.com/P8RmdL7eg9— Barça Handbol (@FCBhandbol) December 28, 2020 Dika Mem var markahæstur Börsunga með átta mörk en Dylan Nahi skoraði níu mörk fyrir PSG og Mikkel Hansen skoraði sjö mörk. Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fer venjulega fram um mánaðamótin maí júní en var frestað um nokkra mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og fer nú fram milli jóla og nýárs. Aron lék áður með Kiel og Veszprém og fór með báðum liðum í úrslit Meistaradeildarinnar. Hann varð Evrópumeistari með Kiel 2010 og 2012 en þessi lið mætast einmitt í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. Barcelona varð síðast Evrópumeistari 2015 þegar Guðjón Valur Sigurðsson lék með liðinu en úrslitaleikurinn fer fram í Köln annað kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Aron hefur glímt við hnémeiðsli og í Sportpakkanum í gær sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, að óvíst væri hvort hann yrði með í leikjunum gegn Portúgal í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi í næsta mánuði. Það var hins vegar ekki að sjá á Aroni í dag að hann ætti við meiðsli að stríða. Hann raðaði inn mörkum fyrir spænsku meistarana sem leiddu 18-14 í hálfleik. Áfram héldu þeir forystunni í síðari hálfleik og unnu Börsungar að lokum, 37-32. Aron var næst markahæsti leikmaður Barcelona í leiknum með sex mörk úr níu skotum auk þess að gefa fjölda stoðsendinga. Avancen els minuts i el Barça continua per davant! // ¡Avanzan los minutos y el Barça sigue por delante! Barça 27-24 @psghand Semifinal @ehfcl 19/20 Min 45 Lanxess Arena #ForçaBarça pic.twitter.com/P8RmdL7eg9— Barça Handbol (@FCBhandbol) December 28, 2020 Dika Mem var markahæstur Börsunga með átta mörk en Dylan Nahi skoraði níu mörk fyrir PSG og Mikkel Hansen skoraði sjö mörk. Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fer venjulega fram um mánaðamótin maí júní en var frestað um nokkra mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og fer nú fram milli jóla og nýárs. Aron lék áður með Kiel og Veszprém og fór með báðum liðum í úrslit Meistaradeildarinnar. Hann varð Evrópumeistari með Kiel 2010 og 2012 en þessi lið mætast einmitt í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. Barcelona varð síðast Evrópumeistari 2015 þegar Guðjón Valur Sigurðsson lék með liðinu en úrslitaleikurinn fer fram í Köln annað kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira