Aron frábær og Barcelona í úrslit Meistaradeildarinnar Anton Ingi Leifsson skrifar 28. desember 2020 18:34 Aron var frábær í Köln í kvöld. Martin Rose/Getty Images Aron Pálmarsson átti frábæran leik er Barcelona komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með öruggum sigri á PSG, 37-32. Aron hefur glímt við hnémeiðsli og í Sportpakkanum í gær sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, að óvíst væri hvort hann yrði með í leikjunum gegn Portúgal í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi í næsta mánuði. Það var hins vegar ekki að sjá á Aroni í dag að hann ætti við meiðsli að stríða. Hann raðaði inn mörkum fyrir spænsku meistarana sem leiddu 18-14 í hálfleik. Áfram héldu þeir forystunni í síðari hálfleik og unnu Börsungar að lokum, 37-32. Aron var næst markahæsti leikmaður Barcelona í leiknum með sex mörk úr níu skotum auk þess að gefa fjölda stoðsendinga. Avancen els minuts i el Barça continua per davant! // ¡Avanzan los minutos y el Barça sigue por delante! Barça 27-24 @psghand Semifinal @ehfcl 19/20 Min 45 Lanxess Arena #ForçaBarça pic.twitter.com/P8RmdL7eg9— Barça Handbol (@FCBhandbol) December 28, 2020 Dika Mem var markahæstur Börsunga með átta mörk en Dylan Nahi skoraði níu mörk fyrir PSG og Mikkel Hansen skoraði sjö mörk. Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fer venjulega fram um mánaðamótin maí júní en var frestað um nokkra mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og fer nú fram milli jóla og nýárs. Aron lék áður með Kiel og Veszprém og fór með báðum liðum í úrslit Meistaradeildarinnar. Hann varð Evrópumeistari með Kiel 2010 og 2012 en þessi lið mætast einmitt í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. Barcelona varð síðast Evrópumeistari 2015 þegar Guðjón Valur Sigurðsson lék með liðinu en úrslitaleikurinn fer fram í Köln annað kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Aron hefur glímt við hnémeiðsli og í Sportpakkanum í gær sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, að óvíst væri hvort hann yrði með í leikjunum gegn Portúgal í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi í næsta mánuði. Það var hins vegar ekki að sjá á Aroni í dag að hann ætti við meiðsli að stríða. Hann raðaði inn mörkum fyrir spænsku meistarana sem leiddu 18-14 í hálfleik. Áfram héldu þeir forystunni í síðari hálfleik og unnu Börsungar að lokum, 37-32. Aron var næst markahæsti leikmaður Barcelona í leiknum með sex mörk úr níu skotum auk þess að gefa fjölda stoðsendinga. Avancen els minuts i el Barça continua per davant! // ¡Avanzan los minutos y el Barça sigue por delante! Barça 27-24 @psghand Semifinal @ehfcl 19/20 Min 45 Lanxess Arena #ForçaBarça pic.twitter.com/P8RmdL7eg9— Barça Handbol (@FCBhandbol) December 28, 2020 Dika Mem var markahæstur Börsunga með átta mörk en Dylan Nahi skoraði níu mörk fyrir PSG og Mikkel Hansen skoraði sjö mörk. Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fer venjulega fram um mánaðamótin maí júní en var frestað um nokkra mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og fer nú fram milli jóla og nýárs. Aron lék áður með Kiel og Veszprém og fór með báðum liðum í úrslit Meistaradeildarinnar. Hann varð Evrópumeistari með Kiel 2010 og 2012 en þessi lið mætast einmitt í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. Barcelona varð síðast Evrópumeistari 2015 þegar Guðjón Valur Sigurðsson lék með liðinu en úrslitaleikurinn fer fram í Köln annað kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira