Sport

Heims­meistarinn úr leik og MVG lík­legastur eftir ó­trú­lega frammi­stöðu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Wright og Clemens að leik loknum í kvöld.
Wright og Clemens að leik loknum í kvöld. Luke Walker/Getty Images

Peter Wright eða „Snakebite“ datt í kvöld út í 32-manna úrslitum HM í pílukasti í kvöld en hann er ríkjandi heimsmeistari. Michael van Gerwen vann ótrúlegan sigur gegn Ricky Evans en sá síðarnefndi spilaði frábærlega en tapaði samt.

Peter Wright tapaði gegn hinum þýska Gabriel Clemens en viðureignin fór í bráðabana. Clemens vann í hádramatískum leik sem þýðir að „Snakebite“ er fyrsti heimsmeistarinn sem fellur úr leik í 32-manna úrslitum síðan Phil Taylor datt út í keppninni 2013/2014.

Clemens byrjaði vel en Wright kom til baka og því fór leikurinn í bráðabana. Þar hafði Clemens betur og varð fyrsti Þjóðverjinn til að komast í 16-manna úrslit.

„Peter er heimsmeistari, magnaður leikmaður og frábær náungi. Ég er svo ánægður með að sigra hann, þetta er ótrúlegt afrek fyrir mig. Ég er heppinn, hann hitti ekki úr mörgum skotum sem hann hefði venjulega hitt úr en ég er samt stoltur af eigin frammistöðu,“ sagði Clemens að loknum leik í kvöld.

Van Gerwen vann 4-0 sigur á Ricky Evans þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi átt ótrúlegt kvöld. Hollendingurinn tapaði hins vegar í úrslitum síðast og ætlar sér greinilega sigur á HM að þessu sinni.


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×