Ráðherra í fjölmennu samkvæmi sem lögregla stöðvaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2020 08:22 Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var í samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi. Vísir/Friðrik Þór Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða. Lögreglu barst tilkynning um brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, og brot á reglum um fjöldasamkomu klukkan 22:25 í gærkvöldi. „Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ segir í dagbók lögreglu. Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir gerir ráð fyrir mega fleiri en tíu ekki koma saman án sérstakrar undanþágu. Þar segir jafnframt að töluverð ölvun hafi verið í samkvæminu og flestir gestir hafi haft áfengi um hönd. Þá hafi enginn gesta verið með andlitsgrímu og að fjarlægðartakmörk hafi „nánast hvergi“ verið virt. Eins hafi lögreglumenn aðeins komið auga á þrjá sprittbrúsa í salnum. „Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu,“ segir jafnframt í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að margir gesta hafi kvaðst með faðmlögum og jafnvel kossum. „Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista,“ segir að lokum um atvikið í dagbók lögreglu. Flestir ráðherrar þegar tjáð sig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist í samtali við fréttastofu ekki hafa verið í samkvæminu. Hún hafi rölt um miðbæinn í gærkvöldi, náð sér í mat og verið komin heim snemma í gærkvöldi. Þá segist Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafa verið hjá foreldrum sínum á Akranesi í gærkvöldi. Guðlaugur Þór Þórðarson kveðst þá vera í Skaftártungum. Hann hafi verið þar síðan í fyrrakvöld. Þá segist Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ekki hafa vitneskju um málið. Samkvæmt frétt RÚV af málinu var Kristján Þór Júlíusson á Akureyri í gærkvöldi og Sigurður Ingi Jóhannsson í sveitinni, samkvæmt aðstoðarmönnum þeirra. Ásmundur Einar Daðason segist þá hafa verið að spila með dætrum sínum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kveðst vera uppi í sveit líkt og Sigurður Ingi. Eins sagðist Lilja Dögg Alfreðsdóttir ekki hafa verið í samkvæminu. RÚV hefur þá einnig fengið þær upplýsingar að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki verið viðstödd gleðskapinn. Þeir ráðherrar sem ekki hefur náðst í eru Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir. Fréttin verður uppfærð eftir því sem nýjar upplýsingar um málið berast. Fréttin var uppfærð klukkan 09:38. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, og brot á reglum um fjöldasamkomu klukkan 22:25 í gærkvöldi. „Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ segir í dagbók lögreglu. Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir gerir ráð fyrir mega fleiri en tíu ekki koma saman án sérstakrar undanþágu. Þar segir jafnframt að töluverð ölvun hafi verið í samkvæminu og flestir gestir hafi haft áfengi um hönd. Þá hafi enginn gesta verið með andlitsgrímu og að fjarlægðartakmörk hafi „nánast hvergi“ verið virt. Eins hafi lögreglumenn aðeins komið auga á þrjá sprittbrúsa í salnum. „Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu,“ segir jafnframt í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að margir gesta hafi kvaðst með faðmlögum og jafnvel kossum. „Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista,“ segir að lokum um atvikið í dagbók lögreglu. Flestir ráðherrar þegar tjáð sig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist í samtali við fréttastofu ekki hafa verið í samkvæminu. Hún hafi rölt um miðbæinn í gærkvöldi, náð sér í mat og verið komin heim snemma í gærkvöldi. Þá segist Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafa verið hjá foreldrum sínum á Akranesi í gærkvöldi. Guðlaugur Þór Þórðarson kveðst þá vera í Skaftártungum. Hann hafi verið þar síðan í fyrrakvöld. Þá segist Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ekki hafa vitneskju um málið. Samkvæmt frétt RÚV af málinu var Kristján Þór Júlíusson á Akureyri í gærkvöldi og Sigurður Ingi Jóhannsson í sveitinni, samkvæmt aðstoðarmönnum þeirra. Ásmundur Einar Daðason segist þá hafa verið að spila með dætrum sínum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kveðst vera uppi í sveit líkt og Sigurður Ingi. Eins sagðist Lilja Dögg Alfreðsdóttir ekki hafa verið í samkvæminu. RÚV hefur þá einnig fengið þær upplýsingar að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki verið viðstödd gleðskapinn. Þeir ráðherrar sem ekki hefur náðst í eru Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir. Fréttin verður uppfærð eftir því sem nýjar upplýsingar um málið berast. Fréttin var uppfærð klukkan 09:38. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira