Sport

Michael Smith datt ó­vænt úr keppni og Gary Ander­son flaug á­fram í næstu um­ferð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anderson flaug áfram í kvöld.
Anderson flaug áfram í kvöld. Adam Davy/Getty Images

Það var nóg um að vera á HM í pílukasti í dag. Michael Smith datt út fyrir nýliða, Gary Anderson flaug áfram og Natan Aspinall var næstum dottinn út eftir hörkuleik gegn Scott Waites.

Smith – sem var í 4. sæti heimslistans fyrir mótið – datt mjög óvænt út í kvöld en hann tapaði 3-1 gegn Jason Lowe. Sá síðarnefndi vann sér inn þátttökurétt í byrjun árs og átt stórkostlegt kvöld.

„Þetta er stærsti sigur ferilsins og það er magnað að hafa gert það á þessu móti gegn einum besta leikmanni í heimi,“ sagði Lowe að lokum.

Gary Anderson vann öruggan 3-1 sigur á Madars Razma frá Lettlandi og Aspinall vann Scott Waited naumlega 3-2. Waites byrjaði frábærlega en Aspinall kom til baka og tryggði sér sæti í næstu umferð.


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×