Telur kórónuveiruna ekki eiga roð í skötulyktina Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2020 20:35 Boðið var upp á skötu á Múlakaffi í dag. Vísir/Egill Eigandi Múlakaffis hefur vart haft undan við að afgreiða skötu ofan í borgarbúa í aðdraganda jólanna. Gestir létu vel að skötunni í ár og nokkrir sögðust sannfærðir um að kórónuveiran ætti ekki roð í lyktina. Engar fjölmennar skötuveislur voru í ár vegna samkomutakmarkana á Íslandi. Á Múlakaffi var brugðist við því. Jóhannes Guðvarður Stefánsson, eigandi Múlakaffis, stóð sjálfur við dyrnar á veitingastað sínum í Hallarmúla í Reykjavík og taldi gesti inn sem biðu glorsólgnir eftir að komast skötu. Boðið var upp á kæsta köstu á Múlakaffi á á mánudag og þriðjudag og einnig í dag, Þorláksmessu, eins og hefðin segir til um. „Við erum búin að vera með skötu síðan á mánudaginn. Við höfum aldrei gert það áður í sögu fyrirtækisins en gerum það í ár í skjóli Covids,“ segir Jóhannes. Í venjulegu árferði hefði hann mokað skötunni út, ekki bara á veitingastaðnum í Hallarmúla heldur einnig til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hann skipti staðnum niður í þrjú hólf í ár og gat verið með 45 manns inni í einu. Hann reiknar með að geta selt um fjögur hundruð til fimm hundruð skammta af skötu í dag, sem er ekki í nánd við það sem hann selur á venjulegu ári. Gestir létu vel að skötunni. Sér í lagi Kolbrún Karlsdóttir. Faðir hennar var Vestfirðingur og ólst hún upp við að borða skötu á Þorláksmessu. Hún sýður þó aldrei skötuna heima hjá sér, því hún kann illa við lyktina. Bragðið af skötunni er þó henni að skapi. „Og ég er viss um að allar veirur steindrepast ef þeim er haldið við pott sem skata er soðin í. Ég hugsa að það þurfi ekki að kaupa lyf erlendis frá. Það er nóg að sjóða vestfirska skötu og láta fólk anda að sér lyktina. Það ætti að flytja þetta út, það yrðu miklar útflutningstekjur af því,“ segir Kolbrún. Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Engar fjölmennar skötuveislur voru í ár vegna samkomutakmarkana á Íslandi. Á Múlakaffi var brugðist við því. Jóhannes Guðvarður Stefánsson, eigandi Múlakaffis, stóð sjálfur við dyrnar á veitingastað sínum í Hallarmúla í Reykjavík og taldi gesti inn sem biðu glorsólgnir eftir að komast skötu. Boðið var upp á kæsta köstu á Múlakaffi á á mánudag og þriðjudag og einnig í dag, Þorláksmessu, eins og hefðin segir til um. „Við erum búin að vera með skötu síðan á mánudaginn. Við höfum aldrei gert það áður í sögu fyrirtækisins en gerum það í ár í skjóli Covids,“ segir Jóhannes. Í venjulegu árferði hefði hann mokað skötunni út, ekki bara á veitingastaðnum í Hallarmúla heldur einnig til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hann skipti staðnum niður í þrjú hólf í ár og gat verið með 45 manns inni í einu. Hann reiknar með að geta selt um fjögur hundruð til fimm hundruð skammta af skötu í dag, sem er ekki í nánd við það sem hann selur á venjulegu ári. Gestir létu vel að skötunni. Sér í lagi Kolbrún Karlsdóttir. Faðir hennar var Vestfirðingur og ólst hún upp við að borða skötu á Þorláksmessu. Hún sýður þó aldrei skötuna heima hjá sér, því hún kann illa við lyktina. Bragðið af skötunni er þó henni að skapi. „Og ég er viss um að allar veirur steindrepast ef þeim er haldið við pott sem skata er soðin í. Ég hugsa að það þurfi ekki að kaupa lyf erlendis frá. Það er nóg að sjóða vestfirska skötu og láta fólk anda að sér lyktina. Það ætti að flytja þetta út, það yrðu miklar útflutningstekjur af því,“ segir Kolbrún.
Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira