Innlent

Landsmenn orðnir 368 þúsund talsins

Jakob Bjarnar skrifar
Fjórtán prósent landsmanna eru erlendir ríkisborgarar.
Fjórtán prósent landsmanna eru erlendir ríkisborgarar. visir/vilhelm

Hagststofan hefur gefið út afar upplýsandi myndband þar sem sjá má helstu breytingar sem orðið hafa meðal annars efnahagsstærðum.

Eins og sjá má hér neðar á grafísku myndbandi sem Hagstofan hefur gefið út og fær Sigurð Skúlason til að lesa texta við, þar sem litið er yfir árið, má sjá að árið  hefur verið afar sviptingasamt. Og efnahagsreikningar í verulegum mínus. 

Þarna má sjá að landsmönnum fjölgaði um fjögur þúsund manns á árinu, í 368 þúsund manns.  Og þá fleiri karlar: 189 þúsund á móti 179 þúsund konum. Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi eru 51 þúsund talsins, 14 prósent landsmanna.

Þá kemur fram að Íslendingar er langlífari en gerist og gengur, lifa einna lengst Evrópubúa. Samdráttur var í útflutningi en þó hefur verðmæti útflutnings sjávarútvegsafurða aukist. Veiking krónunnar hjálpar þar til en hefur hins vegar valdið aukinni verðbólgu. 

Fjárhagur hins opinbera hefur versnað til muna vegna kórónuveirufaraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×