Arteta styður við bakið á Rúnari Alex | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2020 22:46 Arteta styður við bakið á sínum manni þrátt fyrir ein klaufaleg mistök í kvöld. Því miður geta markmenn ekki leyft sér þann lúxus að gera mistök jafn oft og samherjar þeirra. Catherine Ivill/Getty Images Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, varði íslenska landsliðsmarkvörðinn í viðtali eftir 4-1 tap liðsins gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Arsenal er liðið tók á móti Manchester City. Gestirnir frá Manchester-borg komust yfir strax í upphafi en Arsenal jafnaði þegar hálftími var liðinn og Rúnar Alex átti frábæra markvörslu til að halda stöðunni jafnri þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks. Eftir rúmlega tíu mínútur í síðari hálfleik skoraði svo Riyad Mahrez úr aukaspyrnu af stuttu færi en Rúnar Alex virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið yfir sig og í netið. City bætti svo við tveimur mörkum og vann sannfærandi 4-1 sigur. Mikel Arteta – þjálfari Arsenal – ræddi við Sky Sports eftir leik og sagðist styðja við bakið á Rúnari. „Hann hefur ekki leikið marga leiki fyrir okkur og er enn að aðlagast deildinni. Við gerum öll mistök og við verðum að standa við bakið á honum,“ sagði Arteta aðspurður um mistök Rúnars. „Já en við vitum einnig að Bernd [Leno] er búinn að spila margar mínútur og þurfti á hvíld að halda og við vildum gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Alex hefur staðið sig vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað og svona hlutir gerast í fótbolta,“ sagði Arteta að lokum aðspurður hvort hann hafi íhugað að spila aðalmarkverði sínum í leik gegn jafn góðu liði og Manchester City. "We all make mistakes, we have to support him"Mikel Arteta on Rúnarsson's errors & explains why he played him over Leno pic.twitter.com/Hd9h7xG7Gx— Football Daily (@footballdaily) December 22, 2020 Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55 Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Arsenal er liðið tók á móti Manchester City. Gestirnir frá Manchester-borg komust yfir strax í upphafi en Arsenal jafnaði þegar hálftími var liðinn og Rúnar Alex átti frábæra markvörslu til að halda stöðunni jafnri þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks. Eftir rúmlega tíu mínútur í síðari hálfleik skoraði svo Riyad Mahrez úr aukaspyrnu af stuttu færi en Rúnar Alex virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið yfir sig og í netið. City bætti svo við tveimur mörkum og vann sannfærandi 4-1 sigur. Mikel Arteta – þjálfari Arsenal – ræddi við Sky Sports eftir leik og sagðist styðja við bakið á Rúnari. „Hann hefur ekki leikið marga leiki fyrir okkur og er enn að aðlagast deildinni. Við gerum öll mistök og við verðum að standa við bakið á honum,“ sagði Arteta aðspurður um mistök Rúnars. „Já en við vitum einnig að Bernd [Leno] er búinn að spila margar mínútur og þurfti á hvíld að halda og við vildum gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Alex hefur staðið sig vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað og svona hlutir gerast í fótbolta,“ sagði Arteta að lokum aðspurður hvort hann hafi íhugað að spila aðalmarkverði sínum í leik gegn jafn góðu liði og Manchester City. "We all make mistakes, we have to support him"Mikel Arteta on Rúnarsson's errors & explains why he played him over Leno pic.twitter.com/Hd9h7xG7Gx— Football Daily (@footballdaily) December 22, 2020 Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55 Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55
Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31