Íslenski boltinn

Svona var fundurinn er Arnar og Eiður voru kynntir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson er nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Arnar Þór Viðarsson er nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. vísir/bára

Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

Fundurinn var á dagskrá klukkan 14:00 en beinu og textalýsingu má sjá hér fyrir neðan.

Á fundinum sátu Arnar Þór, aðstoðarmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen og formaðurinn Guðni Bergsson.

Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í morgun að Arnar Þór hefði verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins til næstu tveggja ára.

Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen sem var einnig aðstoðarþjálfari Arnars Þórs hjá U-21 árs landsliðinu.

Fyrstu leikir Íslands undir stjórn Arnars Þórs verða í undankeppni EM í mars á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×