Mexíkó hættulegasta land heimsins fyrir blaðamenn Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 10:05 Blaðamenn í Xalapa mótmæltu ofbeldi gegn meðlimum starfsstéttar þeirra í september. Það var eftir að blaðamaðurinn Julio Valdivia var myrtur í borginni. EPA/Miguel Victoria Mexíkó var hættulegasta land ársins fyrir blaðamenn og voru níu slíkir myrtir á árinu. Alls hafa minnst 120 blaðamenn verið myrtir í landinu frá árinu 2000, samkvæmt hópnum Nefnd til verndar blaðamönnum (e. Committee to Protect Journalists) sem vaktar ofbeldi gegn blaðamönnum á heimsvísu. Heilt yfir voru rúmlega tvöfalt fleiri blaðamenn myrtir vegna starfa þeirra á árinu en árið 2019. Minnst 30 blaðamenn voru myrtir og þá allavega 21 vegna starfa þeirra. Að mestu í Mexíkó, Afganistan og Filippseyjum. Þrír dóu í átökum eða annars konar verkefnum sem reyndust hættuleg. Blaðamenn sem deyja í átökum hafa ekki verið færri frá árinu 2000 en þeir þrír sem dóu dóu allir í loftárásum í Idlib í norðurhluta Sýrlands. Í síðasta mánuði voru þrír blaðamenn myrtir í Mexíkó. Þetta er í fyrsta sinn sem flestir blaðamenn eru myrtir vegna starfa þeirra í Mexíkó, frá því CPJ byrjaði að vakta ofbeldi gegn blaðamönnum árið 1992, samkvæmt frétt Guardian. Ástandið versnað í Mexíkó Landið hefur þó lengi þótt hættulegt fyrir blaðamenn og hafa margir slíkir sem hafa verið að rannsaka glæpasamtök og spillingu orðið fyrir árásum. Vonast var til þess að ástandið myndi skána með kjöri Andrés Manuel López Obrador, forseta landsins, árið 2018. Hann hafði heitið því að taka á vandamálinu og vernda blaðamenn. Ofbeldið hefur þó þvert á móti aukist og forsetinn sjálfur notar daglega blaðamannafundi sína iðulega til að gagnrýna blaðamenn og aðgerðarsinna í Mexíkó. Þá hefur ríkisstjórn hans veikt opinberar varnir blaðamanna. Tveir þeirra sem voru myrtir á árinu voru með lífverði á vegum hins opinbera, sem einnig voru myrtir. Guardian segir marga blaðamenn sem hafa verið myrtir í Mexíkó á undanförnum árum hafa verið að rannsaka möguleg tengsl milli glæpasamtaka og embættismanna. Mexíkó Fjölmiðlar Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Heilt yfir voru rúmlega tvöfalt fleiri blaðamenn myrtir vegna starfa þeirra á árinu en árið 2019. Minnst 30 blaðamenn voru myrtir og þá allavega 21 vegna starfa þeirra. Að mestu í Mexíkó, Afganistan og Filippseyjum. Þrír dóu í átökum eða annars konar verkefnum sem reyndust hættuleg. Blaðamenn sem deyja í átökum hafa ekki verið færri frá árinu 2000 en þeir þrír sem dóu dóu allir í loftárásum í Idlib í norðurhluta Sýrlands. Í síðasta mánuði voru þrír blaðamenn myrtir í Mexíkó. Þetta er í fyrsta sinn sem flestir blaðamenn eru myrtir vegna starfa þeirra í Mexíkó, frá því CPJ byrjaði að vakta ofbeldi gegn blaðamönnum árið 1992, samkvæmt frétt Guardian. Ástandið versnað í Mexíkó Landið hefur þó lengi þótt hættulegt fyrir blaðamenn og hafa margir slíkir sem hafa verið að rannsaka glæpasamtök og spillingu orðið fyrir árásum. Vonast var til þess að ástandið myndi skána með kjöri Andrés Manuel López Obrador, forseta landsins, árið 2018. Hann hafði heitið því að taka á vandamálinu og vernda blaðamenn. Ofbeldið hefur þó þvert á móti aukist og forsetinn sjálfur notar daglega blaðamannafundi sína iðulega til að gagnrýna blaðamenn og aðgerðarsinna í Mexíkó. Þá hefur ríkisstjórn hans veikt opinberar varnir blaðamanna. Tveir þeirra sem voru myrtir á árinu voru með lífverði á vegum hins opinbera, sem einnig voru myrtir. Guardian segir marga blaðamenn sem hafa verið myrtir í Mexíkó á undanförnum árum hafa verið að rannsaka möguleg tengsl milli glæpasamtaka og embættismanna.
Mexíkó Fjölmiðlar Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira