Leggja til að taka upp úrslitakeppni í Pepsi Max deild karla frá og með 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 16:07 Valsmenn hafa orðið Íslandsmeistarar þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Vísir/Bára Starfshópur um fjölgun leikja í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hefur skilað af sér skýrslu og leggur til róttæka breytingu á Íslandsmóti karla. Íslensku félagsliðin eru að dragast aftur úr félögum frá öðrum þjóðum þegar kemur að árangri í Evrópukeppnum og starfshópur um fjölgun leikja í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu telur að rétta leiðin sé að breyta núverandi keppnisfyrirkomulagi. Í desember 2019 skipaði stjórn KSÍ starfshóp sem átti að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulega útfærslu á breyttu keppnisfyrirkomulagi í Pepsi Max deild karla. Sá starfshópur skilaði af sér niðurstöðu í lok janúar 2020. Starfshópur um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja skilaði af sér skýrslu til stjórnar KSÍ þann 17. desember. Á vef KSÍ má skoða skýrsluna í heild sinni. https://t.co/6CSEeZb86S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 21, 2020 Á ársþingi KSÍ í febrúar 2020 var samþykkt að skipaður yrði starfshópur til að fara ítarlega yfir málið og þá kosti sem reifaðir höfðu verið. Sá starfshópur hefur nú skilað skýrslu um viðfangsefnið og verður sú skýrsla kynnt fyrir félögum í Pepsi Max deild karla á fundi í dag, mánudag. Í skýrslu starfshópsins voru þrjár breytingartillögur á Íslandsmótinu skoðaðar sérstaklega. Það var að fjölga liðum úr tólf lið í fjórtán lið. Að fækka liðum í tíu og leik þrefalda umferð. Sú tillaga sem starfshópurinn leggur til er hins vegar að taka upp úrslitakeppni neðri og efri deildar. Það yrði þá áfram tólf lið í deildinni en það myndu síðan bætast við fimm leikir við hina hefðbundnu 22. Mótinu yrði skipt upp í efri og neðri hluta með sex félögum í hvorum hluta sem leika einfalda umferð. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða en í hinum um að forðast fall. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðu skýrslunnar. Að teknu tilliti til ofangreindra þátta þá leggur starfshópurinn til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt og leikið með 12 liðum sem byrja á því að leika tvöfalda umferð (heima og að heiman). Að því loknu verði mótinu skipt upp í efri og neðri hluta. 6 félög í hvorum hluta sem leika einfalda umferð, þ.e. 5 leiki pr. lið. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutanser leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Röð liða í fyrri hluta mótsins ræður því hvaða félög fá fleiri heimaleiki í úrslitakeppni mótsins. Þannig myndu lið nr. 1,2,3 og 7,8,9 fá þrjá heimaleiki en hin liðin tvo heimaleiki. Það er von starfshópsins að þessi skýrsla skapi umræðu um þróun mótsins og að breið sátt náist um næstu skref. Það má lesa alla skýrsluna hér. Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Íslensku félagsliðin eru að dragast aftur úr félögum frá öðrum þjóðum þegar kemur að árangri í Evrópukeppnum og starfshópur um fjölgun leikja í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu telur að rétta leiðin sé að breyta núverandi keppnisfyrirkomulagi. Í desember 2019 skipaði stjórn KSÍ starfshóp sem átti að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulega útfærslu á breyttu keppnisfyrirkomulagi í Pepsi Max deild karla. Sá starfshópur skilaði af sér niðurstöðu í lok janúar 2020. Starfshópur um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja skilaði af sér skýrslu til stjórnar KSÍ þann 17. desember. Á vef KSÍ má skoða skýrsluna í heild sinni. https://t.co/6CSEeZb86S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 21, 2020 Á ársþingi KSÍ í febrúar 2020 var samþykkt að skipaður yrði starfshópur til að fara ítarlega yfir málið og þá kosti sem reifaðir höfðu verið. Sá starfshópur hefur nú skilað skýrslu um viðfangsefnið og verður sú skýrsla kynnt fyrir félögum í Pepsi Max deild karla á fundi í dag, mánudag. Í skýrslu starfshópsins voru þrjár breytingartillögur á Íslandsmótinu skoðaðar sérstaklega. Það var að fjölga liðum úr tólf lið í fjórtán lið. Að fækka liðum í tíu og leik þrefalda umferð. Sú tillaga sem starfshópurinn leggur til er hins vegar að taka upp úrslitakeppni neðri og efri deildar. Það yrði þá áfram tólf lið í deildinni en það myndu síðan bætast við fimm leikir við hina hefðbundnu 22. Mótinu yrði skipt upp í efri og neðri hluta með sex félögum í hvorum hluta sem leika einfalda umferð. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða en í hinum um að forðast fall. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðu skýrslunnar. Að teknu tilliti til ofangreindra þátta þá leggur starfshópurinn til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt og leikið með 12 liðum sem byrja á því að leika tvöfalda umferð (heima og að heiman). Að því loknu verði mótinu skipt upp í efri og neðri hluta. 6 félög í hvorum hluta sem leika einfalda umferð, þ.e. 5 leiki pr. lið. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutanser leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Röð liða í fyrri hluta mótsins ræður því hvaða félög fá fleiri heimaleiki í úrslitakeppni mótsins. Þannig myndu lið nr. 1,2,3 og 7,8,9 fá þrjá heimaleiki en hin liðin tvo heimaleiki. Það er von starfshópsins að þessi skýrsla skapi umræðu um þróun mótsins og að breið sátt náist um næstu skref. Það má lesa alla skýrsluna hér.
Að teknu tilliti til ofangreindra þátta þá leggur starfshópurinn til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt og leikið með 12 liðum sem byrja á því að leika tvöfalda umferð (heima og að heiman). Að því loknu verði mótinu skipt upp í efri og neðri hluta. 6 félög í hvorum hluta sem leika einfalda umferð, þ.e. 5 leiki pr. lið. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutanser leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Röð liða í fyrri hluta mótsins ræður því hvaða félög fá fleiri heimaleiki í úrslitakeppni mótsins. Þannig myndu lið nr. 1,2,3 og 7,8,9 fá þrjá heimaleiki en hin liðin tvo heimaleiki. Það er von starfshópsins að þessi skýrsla skapi umræðu um þróun mótsins og að breið sátt náist um næstu skref.
Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira