Leggja til að taka upp úrslitakeppni í Pepsi Max deild karla frá og með 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 16:07 Valsmenn hafa orðið Íslandsmeistarar þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Vísir/Bára Starfshópur um fjölgun leikja í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hefur skilað af sér skýrslu og leggur til róttæka breytingu á Íslandsmóti karla. Íslensku félagsliðin eru að dragast aftur úr félögum frá öðrum þjóðum þegar kemur að árangri í Evrópukeppnum og starfshópur um fjölgun leikja í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu telur að rétta leiðin sé að breyta núverandi keppnisfyrirkomulagi. Í desember 2019 skipaði stjórn KSÍ starfshóp sem átti að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulega útfærslu á breyttu keppnisfyrirkomulagi í Pepsi Max deild karla. Sá starfshópur skilaði af sér niðurstöðu í lok janúar 2020. Starfshópur um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja skilaði af sér skýrslu til stjórnar KSÍ þann 17. desember. Á vef KSÍ má skoða skýrsluna í heild sinni. https://t.co/6CSEeZb86S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 21, 2020 Á ársþingi KSÍ í febrúar 2020 var samþykkt að skipaður yrði starfshópur til að fara ítarlega yfir málið og þá kosti sem reifaðir höfðu verið. Sá starfshópur hefur nú skilað skýrslu um viðfangsefnið og verður sú skýrsla kynnt fyrir félögum í Pepsi Max deild karla á fundi í dag, mánudag. Í skýrslu starfshópsins voru þrjár breytingartillögur á Íslandsmótinu skoðaðar sérstaklega. Það var að fjölga liðum úr tólf lið í fjórtán lið. Að fækka liðum í tíu og leik þrefalda umferð. Sú tillaga sem starfshópurinn leggur til er hins vegar að taka upp úrslitakeppni neðri og efri deildar. Það yrði þá áfram tólf lið í deildinni en það myndu síðan bætast við fimm leikir við hina hefðbundnu 22. Mótinu yrði skipt upp í efri og neðri hluta með sex félögum í hvorum hluta sem leika einfalda umferð. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða en í hinum um að forðast fall. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðu skýrslunnar. Að teknu tilliti til ofangreindra þátta þá leggur starfshópurinn til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt og leikið með 12 liðum sem byrja á því að leika tvöfalda umferð (heima og að heiman). Að því loknu verði mótinu skipt upp í efri og neðri hluta. 6 félög í hvorum hluta sem leika einfalda umferð, þ.e. 5 leiki pr. lið. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutanser leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Röð liða í fyrri hluta mótsins ræður því hvaða félög fá fleiri heimaleiki í úrslitakeppni mótsins. Þannig myndu lið nr. 1,2,3 og 7,8,9 fá þrjá heimaleiki en hin liðin tvo heimaleiki. Það er von starfshópsins að þessi skýrsla skapi umræðu um þróun mótsins og að breið sátt náist um næstu skref. Það má lesa alla skýrsluna hér. Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Íslensku félagsliðin eru að dragast aftur úr félögum frá öðrum þjóðum þegar kemur að árangri í Evrópukeppnum og starfshópur um fjölgun leikja í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu telur að rétta leiðin sé að breyta núverandi keppnisfyrirkomulagi. Í desember 2019 skipaði stjórn KSÍ starfshóp sem átti að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulega útfærslu á breyttu keppnisfyrirkomulagi í Pepsi Max deild karla. Sá starfshópur skilaði af sér niðurstöðu í lok janúar 2020. Starfshópur um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja skilaði af sér skýrslu til stjórnar KSÍ þann 17. desember. Á vef KSÍ má skoða skýrsluna í heild sinni. https://t.co/6CSEeZb86S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 21, 2020 Á ársþingi KSÍ í febrúar 2020 var samþykkt að skipaður yrði starfshópur til að fara ítarlega yfir málið og þá kosti sem reifaðir höfðu verið. Sá starfshópur hefur nú skilað skýrslu um viðfangsefnið og verður sú skýrsla kynnt fyrir félögum í Pepsi Max deild karla á fundi í dag, mánudag. Í skýrslu starfshópsins voru þrjár breytingartillögur á Íslandsmótinu skoðaðar sérstaklega. Það var að fjölga liðum úr tólf lið í fjórtán lið. Að fækka liðum í tíu og leik þrefalda umferð. Sú tillaga sem starfshópurinn leggur til er hins vegar að taka upp úrslitakeppni neðri og efri deildar. Það yrði þá áfram tólf lið í deildinni en það myndu síðan bætast við fimm leikir við hina hefðbundnu 22. Mótinu yrði skipt upp í efri og neðri hluta með sex félögum í hvorum hluta sem leika einfalda umferð. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða en í hinum um að forðast fall. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðu skýrslunnar. Að teknu tilliti til ofangreindra þátta þá leggur starfshópurinn til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt og leikið með 12 liðum sem byrja á því að leika tvöfalda umferð (heima og að heiman). Að því loknu verði mótinu skipt upp í efri og neðri hluta. 6 félög í hvorum hluta sem leika einfalda umferð, þ.e. 5 leiki pr. lið. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutanser leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Röð liða í fyrri hluta mótsins ræður því hvaða félög fá fleiri heimaleiki í úrslitakeppni mótsins. Þannig myndu lið nr. 1,2,3 og 7,8,9 fá þrjá heimaleiki en hin liðin tvo heimaleiki. Það er von starfshópsins að þessi skýrsla skapi umræðu um þróun mótsins og að breið sátt náist um næstu skref. Það má lesa alla skýrsluna hér.
Að teknu tilliti til ofangreindra þátta þá leggur starfshópurinn til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt og leikið með 12 liðum sem byrja á því að leika tvöfalda umferð (heima og að heiman). Að því loknu verði mótinu skipt upp í efri og neðri hluta. 6 félög í hvorum hluta sem leika einfalda umferð, þ.e. 5 leiki pr. lið. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutanser leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Röð liða í fyrri hluta mótsins ræður því hvaða félög fá fleiri heimaleiki í úrslitakeppni mótsins. Þannig myndu lið nr. 1,2,3 og 7,8,9 fá þrjá heimaleiki en hin liðin tvo heimaleiki. Það er von starfshópsins að þessi skýrsla skapi umræðu um þróun mótsins og að breið sátt náist um næstu skref.
Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki