Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 09:16 Mohamed Salah skoraði þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum sem færðu Liverpool fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AP/Peter Powell Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. Liverpool gæti selt Mohamed Salah á næstunni ef marka má fréttir erlendri miðla en Egyptinn hefur lengi verið orðaður við stórlið Real Madrid og Barcelona. Salah hefur oft áður verið orðaður við spænsku liðin en nú þykir óánægja hans hjá Liverpool ýta enn frekar undir þennan orðróm. Það er viðtal við vin hans sem hefur vakið talsverða athygli. Mohamed Aboutrika, fyrrum liðsfélagi Mohamed Salah í egypska landsliðinu og vinur hans, ræddi mál Salah í viðtali við beIN Sport. 'I called Salah about his situation at Liverpool and he is upset. I know that Salah is not happy in Liverpool, he told me the reasons why he is not happy.'https://t.co/u2vtuDWjvR— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2020 Samkvæmt Mohamed Aboutrika þá er Salah óánægður í Liverpool þessa stundina þrátt fyrir gott gengi liðsins og að hann sé markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar með þrettán mörk. „Ég hringdi í Salah og ræddi við hann um stöðu hans hjá Liverpool. Hann er ósáttur en það mun samt ekki hafa nein áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum,“ sagði Mohamed Aboutrika við beIN Sport. „Ég veit að Salah er ekki ánægður hjá Liverpool. Hann sagði mér ástæðurnar fyrir því en þær eru leyndarmál og ég má ekki tala um þær opinberlega. Ein af ástæðunum sem gerðu Salah reiðann var samt sú staðreynd að hann fékk ekki fyrirliðabandið á móti Midtjylland,“ sagði Aboutrika. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Liverpool lék án allra fyrirliða sinna á móti Midtjylland (Jordan Henderson, James Milner, Virgil van Dijk, Georginio Wijnaldum) en Mo Salah fékk ekki fyrirliðabandið heldur Trent Alexander-Arnold. Aboutrika henti líka fram annarri fullyrðingu í viðtalinu. „Ef Salah væri leikmaður Real Madrid eða Barcelona og að spila eins vel og hann gerir hjá Liverpool þá væri hann búinn að vinna Ballon d'Or. Það er því fullkomlega eðlilegt hjá spænskum blaðamönnum að spyrja hann út í Real Madrid eða Barcelona,“ sagði Aboutrika en Mohamed Salah hefur ekki viljað loka á þann möguleika að fara til spænsku stórliðanna. „Ég held að Liverpool sé að hugsa um að selja Salah til að bæta fjárhagsstöðu sína. Ég hef engin áhrif á Salah en hann er vinur minn og ég veit að hann er nógu klár til að vita hvað sé best fyrir sig,“ sagði Mohamed Aboutrika. Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Liverpool gæti selt Mohamed Salah á næstunni ef marka má fréttir erlendri miðla en Egyptinn hefur lengi verið orðaður við stórlið Real Madrid og Barcelona. Salah hefur oft áður verið orðaður við spænsku liðin en nú þykir óánægja hans hjá Liverpool ýta enn frekar undir þennan orðróm. Það er viðtal við vin hans sem hefur vakið talsverða athygli. Mohamed Aboutrika, fyrrum liðsfélagi Mohamed Salah í egypska landsliðinu og vinur hans, ræddi mál Salah í viðtali við beIN Sport. 'I called Salah about his situation at Liverpool and he is upset. I know that Salah is not happy in Liverpool, he told me the reasons why he is not happy.'https://t.co/u2vtuDWjvR— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2020 Samkvæmt Mohamed Aboutrika þá er Salah óánægður í Liverpool þessa stundina þrátt fyrir gott gengi liðsins og að hann sé markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar með þrettán mörk. „Ég hringdi í Salah og ræddi við hann um stöðu hans hjá Liverpool. Hann er ósáttur en það mun samt ekki hafa nein áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum,“ sagði Mohamed Aboutrika við beIN Sport. „Ég veit að Salah er ekki ánægður hjá Liverpool. Hann sagði mér ástæðurnar fyrir því en þær eru leyndarmál og ég má ekki tala um þær opinberlega. Ein af ástæðunum sem gerðu Salah reiðann var samt sú staðreynd að hann fékk ekki fyrirliðabandið á móti Midtjylland,“ sagði Aboutrika. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Liverpool lék án allra fyrirliða sinna á móti Midtjylland (Jordan Henderson, James Milner, Virgil van Dijk, Georginio Wijnaldum) en Mo Salah fékk ekki fyrirliðabandið heldur Trent Alexander-Arnold. Aboutrika henti líka fram annarri fullyrðingu í viðtalinu. „Ef Salah væri leikmaður Real Madrid eða Barcelona og að spila eins vel og hann gerir hjá Liverpool þá væri hann búinn að vinna Ballon d'Or. Það er því fullkomlega eðlilegt hjá spænskum blaðamönnum að spyrja hann út í Real Madrid eða Barcelona,“ sagði Aboutrika en Mohamed Salah hefur ekki viljað loka á þann möguleika að fara til spænsku stórliðanna. „Ég held að Liverpool sé að hugsa um að selja Salah til að bæta fjárhagsstöðu sína. Ég hef engin áhrif á Salah en hann er vinur minn og ég veit að hann er nógu klár til að vita hvað sé best fyrir sig,“ sagði Mohamed Aboutrika.
Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira