Fyrrverandi ritstjóri DV greiðir knattspyrnu- og lögreglumanni bætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2020 21:00 Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt en upprunalega fyrirsögnin var „Lögreglumaður sakaður um hrottalega líkamsárás í miðbænum í nótt – Er leikmaður FH.“ Skjáskot Lilja Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ritstjóri DV, var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur og 1,7 milljónir króna í málskostnað. Það var vegna fréttar sem miðillinn birti um lögreglumann sem sakaður var um að hafa við embættisstörf slasað ungan mann í febrúar síðastliðnum. Lögreglumaðurinn, Þórður Þorsteinn Þórðarson, var nafngreindur og mynd af honum birt í fréttinni, sem birtist klukkan hálf fjögur þann 16. febrúar 2020. Fyrirsögnin var „Lögreglumaður sakaður um hrottalega líkamsárás í miðbænum í nótt – Er leikmaður FH.“ Enginn blaðamaður var merktur fyrir fréttinni og var Lilju því stefnt sem ritstjóri miðilsins. Hún hefur síðan hætt störfum á miðlinum sem er í dag í eigu Torgs, sem gefur jafnframt út Fréttablaðið og Hringbraut. DV birti einnig myndband, sem tekið var upp fyrir atvikið, þar sem lögreglumaðurinn sást „öskra á piltinn,“ eins og segir í frétt DV, og skipa honum að leggjast á jörðina. Þá segir að Þórður hafi ætt að honum, slengt honum í jörðina með þeim afleiðingum að hann skall með andlitið í jörðina. Þórður var síðan nafngreindur og greint var frá því að hann væri leikmaður FH í Pepsi Max-deild karla. Ekki haft samband við aðila máls Í fréttinni var einnig vísað til skýrslu læknis, sem drengurinn hafði birt á Instagram, þar sem sagt var að brotnað hafi upp úr tönnum hans við handtökuna og að grunur væri um kjálkabrot. Í dómnum segir að hvorki hafi verið haft samband við drenginn sem sakaði Þórð um árásina, né Þórð sjálfan. Í kjölfar birtingu fréttarinnar var hún ítrekað uppfærð þar sem meðal annars var bætt í fréttina að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafnaði ásökunum mannsins og hefði komið fram athugasemd um að eftir skoðun á myndefni frá vettvangi yrði ekki annað ráðið en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til og að myndefnið staðfesti það. Þá var myndin af Þórði sem birt hafði verið með fréttinni fjarlægð, nafn hans var fjarlægt úr fréttinni og hlekkurinn á myndband mannsins var fjarlægð. Fyrirsögn fréttarinnar hefur einnig verið breytt, hún er nú „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – Er knattspyrnumaður.“ Þann 1. mars 2020 krafði Þórður DV um afsökunarbeiðni og miskabætur upp á 1,5 milljón króna. Erindi hans var ekki svarað og höfðaði hann því málið gegn Lilju, sem ritstjóra miðilsins. Skapað þau hughrif að Þórður væri hættulegur ofbeldismaður Þórður byggði mál sitt fyrir dómi á því að hann væri embættismaður sem ætti að baki flekklausan feril í starfi sem lögreglumaður. Hann myndi glata starfi sínu hlyti hann dóm fyrir hegningarlagabrot. Þess vegna væru ásakanirnar í frétt DV enn alvarlegri en ella. Með umfjölluninni hefði verið brotið gegn rétti hans til æruverndar og friðhelgi einkalífs. Hann vísaði einnig til þess að hann sem lögreglumaður hefði heimild til valdbeitingar. Í þetta skipti sem fjallað var um í frétt DV hafi hann verið við skyldustörf ásamt öðrum lögreglumönnum og beitt lögmætum aðferðum til þess að ná stjórn á vettvangi og beitt vægustu mögulegu úrræðum miðað við aðstæður. Hann hafi aldrei lagt hendur á drenginn heldur bara skipað honum að leggjast niður sem hann hafi hlýtt. Þá hafi sá sem skrifaði fréttina „ekki sparað lýsingarorðin í umfjöllun sinni en broti stefnanda hafi verið lýst sem hrottalegri árás og fréttin myndskreytt með hauskúpu og ljósmynd af stefnanda þar sem hann hafi verið við skyldustörf á vettvangi með piparúðabrúsa í hendinni.“ Með umfjölluninni og myndskreytingu hafi Lilja Katrín, sem ritstjóri miðilsins, lagt sig fram um að skapa þau hughrif hjá lesendum að Þórður væri hættulegur ofbeldismaður sem hefði framið hrottalega líkamsárás í starfi sínu sem lögreglumaður með því að kjálkabrjóta mann við handtöku í miðbænum. Hálf milljón í miskabætur Lilja Katrín mótmælti öllum málsástæðum og lagarökum Þórðar. Hún byggði sýknukröfu sína á því að ummælin fælu ekki í sér ærumeiðingu, aðdróttanir um refsiverða háttsemi eða brot gegn friðhelgi einkalífsins. Þá væri hún hætt störfum á miðlinum og gæti ekki séð til þess að forsendur dómsins yrðu birtar á vefsíðu DV. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ummælin „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – Er leikmaður FH,“ skyldu ómerkt. Þá hefur Lilju Katrínu verið gert að greiða Þórði 500.000 krónur í miskabætur og greiða honum rúmar 1,7 milljónir í málskostnað. Þá ber DV að birta og gera grein fyrir forsendum dómsins og dómsorðum innan sjö daga og mun sæta 50 þúsund króna dagsektum verði DV ekki við því. Ekki náðist í Lilju Katrínu við vinnslu fréttarinnar og því óljóst hvort Torg, nýr eigandi DV, mun greiða kostnaðinn eða hvort hann lendir á henni persónulega. Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður stefnir fyrrverandi ritstjóra DV vegna umfjöllunar Lögreglumaðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. 30. apríl 2020 07:46 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Lögreglumaðurinn, Þórður Þorsteinn Þórðarson, var nafngreindur og mynd af honum birt í fréttinni, sem birtist klukkan hálf fjögur þann 16. febrúar 2020. Fyrirsögnin var „Lögreglumaður sakaður um hrottalega líkamsárás í miðbænum í nótt – Er leikmaður FH.“ Enginn blaðamaður var merktur fyrir fréttinni og var Lilju því stefnt sem ritstjóri miðilsins. Hún hefur síðan hætt störfum á miðlinum sem er í dag í eigu Torgs, sem gefur jafnframt út Fréttablaðið og Hringbraut. DV birti einnig myndband, sem tekið var upp fyrir atvikið, þar sem lögreglumaðurinn sást „öskra á piltinn,“ eins og segir í frétt DV, og skipa honum að leggjast á jörðina. Þá segir að Þórður hafi ætt að honum, slengt honum í jörðina með þeim afleiðingum að hann skall með andlitið í jörðina. Þórður var síðan nafngreindur og greint var frá því að hann væri leikmaður FH í Pepsi Max-deild karla. Ekki haft samband við aðila máls Í fréttinni var einnig vísað til skýrslu læknis, sem drengurinn hafði birt á Instagram, þar sem sagt var að brotnað hafi upp úr tönnum hans við handtökuna og að grunur væri um kjálkabrot. Í dómnum segir að hvorki hafi verið haft samband við drenginn sem sakaði Þórð um árásina, né Þórð sjálfan. Í kjölfar birtingu fréttarinnar var hún ítrekað uppfærð þar sem meðal annars var bætt í fréttina að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafnaði ásökunum mannsins og hefði komið fram athugasemd um að eftir skoðun á myndefni frá vettvangi yrði ekki annað ráðið en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til og að myndefnið staðfesti það. Þá var myndin af Þórði sem birt hafði verið með fréttinni fjarlægð, nafn hans var fjarlægt úr fréttinni og hlekkurinn á myndband mannsins var fjarlægð. Fyrirsögn fréttarinnar hefur einnig verið breytt, hún er nú „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – Er knattspyrnumaður.“ Þann 1. mars 2020 krafði Þórður DV um afsökunarbeiðni og miskabætur upp á 1,5 milljón króna. Erindi hans var ekki svarað og höfðaði hann því málið gegn Lilju, sem ritstjóra miðilsins. Skapað þau hughrif að Þórður væri hættulegur ofbeldismaður Þórður byggði mál sitt fyrir dómi á því að hann væri embættismaður sem ætti að baki flekklausan feril í starfi sem lögreglumaður. Hann myndi glata starfi sínu hlyti hann dóm fyrir hegningarlagabrot. Þess vegna væru ásakanirnar í frétt DV enn alvarlegri en ella. Með umfjölluninni hefði verið brotið gegn rétti hans til æruverndar og friðhelgi einkalífs. Hann vísaði einnig til þess að hann sem lögreglumaður hefði heimild til valdbeitingar. Í þetta skipti sem fjallað var um í frétt DV hafi hann verið við skyldustörf ásamt öðrum lögreglumönnum og beitt lögmætum aðferðum til þess að ná stjórn á vettvangi og beitt vægustu mögulegu úrræðum miðað við aðstæður. Hann hafi aldrei lagt hendur á drenginn heldur bara skipað honum að leggjast niður sem hann hafi hlýtt. Þá hafi sá sem skrifaði fréttina „ekki sparað lýsingarorðin í umfjöllun sinni en broti stefnanda hafi verið lýst sem hrottalegri árás og fréttin myndskreytt með hauskúpu og ljósmynd af stefnanda þar sem hann hafi verið við skyldustörf á vettvangi með piparúðabrúsa í hendinni.“ Með umfjölluninni og myndskreytingu hafi Lilja Katrín, sem ritstjóri miðilsins, lagt sig fram um að skapa þau hughrif hjá lesendum að Þórður væri hættulegur ofbeldismaður sem hefði framið hrottalega líkamsárás í starfi sínu sem lögreglumaður með því að kjálkabrjóta mann við handtöku í miðbænum. Hálf milljón í miskabætur Lilja Katrín mótmælti öllum málsástæðum og lagarökum Þórðar. Hún byggði sýknukröfu sína á því að ummælin fælu ekki í sér ærumeiðingu, aðdróttanir um refsiverða háttsemi eða brot gegn friðhelgi einkalífsins. Þá væri hún hætt störfum á miðlinum og gæti ekki séð til þess að forsendur dómsins yrðu birtar á vefsíðu DV. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ummælin „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – Er leikmaður FH,“ skyldu ómerkt. Þá hefur Lilju Katrínu verið gert að greiða Þórði 500.000 krónur í miskabætur og greiða honum rúmar 1,7 milljónir í málskostnað. Þá ber DV að birta og gera grein fyrir forsendum dómsins og dómsorðum innan sjö daga og mun sæta 50 þúsund króna dagsektum verði DV ekki við því. Ekki náðist í Lilju Katrínu við vinnslu fréttarinnar og því óljóst hvort Torg, nýr eigandi DV, mun greiða kostnaðinn eða hvort hann lendir á henni persónulega.
Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður stefnir fyrrverandi ritstjóra DV vegna umfjöllunar Lögreglumaðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. 30. apríl 2020 07:46 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Lögreglumaður stefnir fyrrverandi ritstjóra DV vegna umfjöllunar Lögreglumaðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. 30. apríl 2020 07:46