Þurfum við að óttast kuldabola? Guðmundur Óli Gunnarsson skrifar 17. desember 2020 18:44 Sumum brá í brún þegar Veitur virkjuðu viðbragðsáætlun hitaveitunnar nú á dögunum þegar útlit var fyrir mesta kuldakast í tæpan áratug. Sum höfðu áhyggjur af því að við hefðum ekki aðgang að nægilegum jarðhita og önnur óttuðust að við hjá Veitum stæðum okkur ekki í að byggja upp dreifikerfið. Hérna ætla að ég ræða auðlindirnar, vinnslu heita vatnsins og dreifikerfið. Að álag á hitaveituna nálgist afkastamörk er eðlilegt. Uppbygging hennar og aðföng eiga að vera í takti við þróun byggðarinnar. Of hæg uppbygging skapar skort á lífsgæðum og of hröð skerðir líka lífsgæði okkar því uppbygging umfram þörf er dýr og skerðir tækifæri okkar til að gera eitthvað annað við peninginn. Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu varð 90 ára þann 9. nóvember síðastliðinn. Á þessari tæpu öld hefur gengið á ýmsu og oft komið skeið með tíðum vatnsskorti. Fyrir réttum 30 árum fórum við að sækja jarðhita inn á gosbeltið uppi við Hengil með því að Nesjavallavirkjun var byggð. Síðan þá hefur það gerst sífellt sjaldnar að komið hafi að afkastamörkum hitaveitunnar. Á árunum þar á undan kom upp margvíslegur vandi við að útvega nægilegt heitt vatn ekki síst vegna þess að frá olíukreppunni snemma á 8. áratugnum var keppst við að tengja hinar ört vaxandi nágrannabyggðir Reykjavíkur við hitaveituna og leggja almenna olíukyndingu þar af. Því er löngu lokið en fleira hefur líka breyst á síðustu áratugum. Fyrst er að nefna að upplýsingaflæði til íbúa hefur verið stóraukið. Basl veitumanna í gamla daga við að halda hita í húsum fór að mestu fram án vitneskju borgarbúa. Þegar beitt hafði verið öllum brögðum í bókinni til að halda uppi hitaveituþjónustunni en þau dugðu ekki til, kom heitavatnsleysið fólki ef til vill frekar í opna skjöldu en nú. Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur nánast tvöfaldast frá árinu 1990. Til að tryggja afhendingaröryggi horfum við nú til fjölbreyttari uppsprettu vatnsins og til framtíðar erum við farin að horfa til Krýsuvíkur um heitt vatn, einkum fyrir sunnanvert höfuðborgarsvæðið. Það dregur hvort tveggja úr líkum á vatnsskorti eða að dreifikerfið hafi ekki undan. Takmarkanir í hitaveitunni geta nefnilega, í dag eins og áður, verið vegna afkasta í framleiðslu eða staðbundinna flöskuhálsa í dreifikerfunum. Við getum enn aukið heitavatnsvinnsluna á Hengilssvæðinu. Það eru dýr mannvirki, varmastöðvarnar í virkjununum, og að byggja þær áður en þörf er á þeim er enn dýrara. Við þurfum að fara næstum hálfa öld aftur í tímann, aftur í olíukreppuna upp úr 1970, til að sjá viðlíka aukningu á heitavatnsnotkun milli ára og við höfum séð milli 2019 og 2020. Sennilegasta ástæðan er breytt notkun okkar á húsnæði í faraldrinum. Við höfum verið meira heima, meiri umgangur um heimilin, gluggar frekar opnir og svo mætti halda áfram. Þetta hefur hugsanlega líka þýtt það að aukningin í kuldakastinu á dögunum var ekki eins mikil og við óttuðumst. Þá teljum við ljóst að viðskiptavinir okkar hafi svarað kallinu og passað betur upp á opna glugga og gardínur fyrir ofnum meðan á kuldakastinu stóð. Hitaveita Veitna á höfuðborgarsvæðinu hefur, enn sem komið er, reynst í stakk búin að takast á við örasta vöxt í heitavatnsnotkun sem við höfum séð í næstum hálfa öld. Sá vöxtur var í engum takti við uppbyggingu nýs húsnæðis eða tengingu nýrra bæjarhluta við veituna eins og í olíukreppunni forðum. Ráðstafanir sem gripið hefur verið til á síðustu misserum á borð við stækkun varmastöðvarinnar á Hellisheiði, aukningu á flutningsgetu með öflugri dælum, sverun á lögnum og hvíld lághitasvæðanna yfir sumartímann hafa gert okkur kleift að mæta þessum fordæmalausu tímum. Veturinn er enn ungur en við erum líka enn að finna leiðir til að treysta reksturinn frekar. Guðmundur Óli Gunnarsson. Tímabundin forstöðum. hitaveitu Veitna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Reykjavík Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sumum brá í brún þegar Veitur virkjuðu viðbragðsáætlun hitaveitunnar nú á dögunum þegar útlit var fyrir mesta kuldakast í tæpan áratug. Sum höfðu áhyggjur af því að við hefðum ekki aðgang að nægilegum jarðhita og önnur óttuðust að við hjá Veitum stæðum okkur ekki í að byggja upp dreifikerfið. Hérna ætla að ég ræða auðlindirnar, vinnslu heita vatnsins og dreifikerfið. Að álag á hitaveituna nálgist afkastamörk er eðlilegt. Uppbygging hennar og aðföng eiga að vera í takti við þróun byggðarinnar. Of hæg uppbygging skapar skort á lífsgæðum og of hröð skerðir líka lífsgæði okkar því uppbygging umfram þörf er dýr og skerðir tækifæri okkar til að gera eitthvað annað við peninginn. Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu varð 90 ára þann 9. nóvember síðastliðinn. Á þessari tæpu öld hefur gengið á ýmsu og oft komið skeið með tíðum vatnsskorti. Fyrir réttum 30 árum fórum við að sækja jarðhita inn á gosbeltið uppi við Hengil með því að Nesjavallavirkjun var byggð. Síðan þá hefur það gerst sífellt sjaldnar að komið hafi að afkastamörkum hitaveitunnar. Á árunum þar á undan kom upp margvíslegur vandi við að útvega nægilegt heitt vatn ekki síst vegna þess að frá olíukreppunni snemma á 8. áratugnum var keppst við að tengja hinar ört vaxandi nágrannabyggðir Reykjavíkur við hitaveituna og leggja almenna olíukyndingu þar af. Því er löngu lokið en fleira hefur líka breyst á síðustu áratugum. Fyrst er að nefna að upplýsingaflæði til íbúa hefur verið stóraukið. Basl veitumanna í gamla daga við að halda hita í húsum fór að mestu fram án vitneskju borgarbúa. Þegar beitt hafði verið öllum brögðum í bókinni til að halda uppi hitaveituþjónustunni en þau dugðu ekki til, kom heitavatnsleysið fólki ef til vill frekar í opna skjöldu en nú. Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur nánast tvöfaldast frá árinu 1990. Til að tryggja afhendingaröryggi horfum við nú til fjölbreyttari uppsprettu vatnsins og til framtíðar erum við farin að horfa til Krýsuvíkur um heitt vatn, einkum fyrir sunnanvert höfuðborgarsvæðið. Það dregur hvort tveggja úr líkum á vatnsskorti eða að dreifikerfið hafi ekki undan. Takmarkanir í hitaveitunni geta nefnilega, í dag eins og áður, verið vegna afkasta í framleiðslu eða staðbundinna flöskuhálsa í dreifikerfunum. Við getum enn aukið heitavatnsvinnsluna á Hengilssvæðinu. Það eru dýr mannvirki, varmastöðvarnar í virkjununum, og að byggja þær áður en þörf er á þeim er enn dýrara. Við þurfum að fara næstum hálfa öld aftur í tímann, aftur í olíukreppuna upp úr 1970, til að sjá viðlíka aukningu á heitavatnsnotkun milli ára og við höfum séð milli 2019 og 2020. Sennilegasta ástæðan er breytt notkun okkar á húsnæði í faraldrinum. Við höfum verið meira heima, meiri umgangur um heimilin, gluggar frekar opnir og svo mætti halda áfram. Þetta hefur hugsanlega líka þýtt það að aukningin í kuldakastinu á dögunum var ekki eins mikil og við óttuðumst. Þá teljum við ljóst að viðskiptavinir okkar hafi svarað kallinu og passað betur upp á opna glugga og gardínur fyrir ofnum meðan á kuldakastinu stóð. Hitaveita Veitna á höfuðborgarsvæðinu hefur, enn sem komið er, reynst í stakk búin að takast á við örasta vöxt í heitavatnsnotkun sem við höfum séð í næstum hálfa öld. Sá vöxtur var í engum takti við uppbyggingu nýs húsnæðis eða tengingu nýrra bæjarhluta við veituna eins og í olíukreppunni forðum. Ráðstafanir sem gripið hefur verið til á síðustu misserum á borð við stækkun varmastöðvarinnar á Hellisheiði, aukningu á flutningsgetu með öflugri dælum, sverun á lögnum og hvíld lághitasvæðanna yfir sumartímann hafa gert okkur kleift að mæta þessum fordæmalausu tímum. Veturinn er enn ungur en við erum líka enn að finna leiðir til að treysta reksturinn frekar. Guðmundur Óli Gunnarsson. Tímabundin forstöðum. hitaveitu Veitna
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun