Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2020 11:00 Hápunktur Bogdan Kowalczyk sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta var þegar liðið vann B-keppnina í Frakklandi árið 1989 en hér má sjá úrklippu úr DV daginn eftir úrslitaleikinn. Skjámynd/Timarit.is/DV Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. Guðjón er landsþekktur íþróttafréttamaður og einn sá reyndasti af þeim sem starf enn í dag en áður en hann fór að vinna í sjónvarpi þá var hann þjálfari og aðstoðarmaður hjá Víkingi og íslenska handboltalandsliðinu. Gaupi var að sjálfsögðu spurður spjörunum úr þegar hann mætti í Sportið í dag á dögunum. Kjartan Atli spurði Guðjón Guðmundsson út í það hvort að það hafi verið straumhvörf í íslenskum handbolta þegar Pólverjinn Bogdan Kowalczyk kom til Íslands. „Hann gjörbreytir handboltanum á Íslandi en reyndar í samvinnu við Boris Bjarna Abkachev sem þjálfaði hjá Val,“ sagði Guðjón og hélt áfram. Boris Bjarni var fyrsti ráðinn til Víkings „Það er svo undarlegt að segja frá því Boris Bjarni Abkachev var fyrst ráðinn til Víkings vegna þess að Bogdan var að hætta. Bogdan fékk ekki leyfi til þess að koma til Íslands aftur því þú þurftir að fara í gegnum pólska utanríkisráðuneytið. Á þessum tíma var Járntjaldið upp á sitt besta og það var erfitt að komast á milli landa á þessum tíma,“ sagði Guðjón. „Matthías Á. Mathiesen heitinn, þáverandi utanríkisráðherra, fór í málið fyrir Víking sem varð til þess að Bogdan kom aftur og gat starfað hér áfram. Þá voru við með Boris Bjarna á kantinum og hann var atvinnulaus á Íslandi. Það var búið að gera við hann samning og hann var sendur til Vals þar sem hann gerði stórkostlega hluti,“ sagði Guðjón. Tveir menn sem gjörbreyttu handboltanum á Íslandi „Þessir tveir menn ullu straumhvörfum í íslenskum handbolta og gjörbreyttu leiknum. Ef Bogdan hefði ekki komið til Íslands þá værum við væntanlega ekki á þeim stað sem við erum í dag og sama er um Boris. Þetta voru og eru algjörir snillingar,“ sagði Guðjón. „Hvað varð það sem Bogdan gerði öðruvísi en aðrir þjálfarar,“ spurði þá Kjartan Atli. „Skipulag og taktík. Hann spilaði bara leikkerfi og hver einasta sókn var útfærð. Hann æfði gríðarlega mikið og gerði miklar kröfur. Við æfðum eins og atvinnumenn,“ sagði Guðjón sem var aðstoðarmaður Bogdan eins og flestir vita. Guðjón rifjaði upp landsleik við Dani þegar Jóhann Ingi Gunnarsson var þjálfari íslenska landsliðsins en þetta var áður en Bogdan Kowalczyk tók við landsliðinu. Setti Víkingana inn á í seinni og þeir unnu Dani „Ég held að þetta hafi verið 1980 eða 1981 en þá voru bara Víkingar og Valsmenn í landsliðinu. Við höfum aldrei unnið Dani áður á útivelli í handbolta. Jóhann Ingi var og er mjög klókur maður. Valsmennirnir spiluðu fyrri hálfleikinn og við vorum undir. Hann ákveður að setja Víkingana inn á í seinni hálfleik. Það var lítið búið að æfa og hvað gerðu Víkingarnir? Þeir spiluðu bara Víkingstaktíkina í landsleiknum á móti Dönum og við unnum okkar fyrsta sigur á Dönum á útivelli,“ sagði Guðjón. „Þarna kviknaði ljós hjá mönnum að það var kannski eitthvað á bak við það sem karlinn var að gera. En auðvitað var hann mjög sérstakur og hann var mjög kröfuharður maður. Það sem hann gerði fyrir landsliðið á sínum tíma var í raun og veru kraftaverk,“ sagði Guðjón. „Hann byrjaði á æfa á hverjum degi klukkan ellefu á kvöldin í Laugardalshöll til eitt. Hann sagði að það verður að æfa og harmónera þetta saman. Þetta var talið galið. Eru menn að fara að æfa á fimmtudagskvöldum klukkan ellefu í Laugardalshöll? Það var gert og þarna er eiginlega upphafið,“ sagði Guðjón. Eftirminnileg æfing í Strandgötu Guðjón sagði líka frá fyrstu kynnum FH-inganna Kristjáns Arasonar og Þorgils Óttar Matthiesen af æfingum Bogdan Kowalczyk en þessir tveir leikmenn áttu eftir að vera lykilmenn landsliðsins öll árin hjá Bodgan. „Ég man eftir því árið 1984 þegar það koma ungir menn í landsliðið. Við vorum að æfa í Strandgötunni í Hafnarfirði. Þorgils Óttar Mathiesen og Kristján Arason voru þá í landsliðinu og einhverjir fleiri úr FH. Þeir voru með gríðarlega efnilegt lið á þessum tíma,“ sagði Guðjón og hélt áfram: „Við byrjum að hita upp. Upphitunin er síðan búin að standa yfir í svona tuttugu mínútur og Óttar kemur hlaupandi á bekkinn og nær varla andanum. Hann segir við Steinar (Birgisson): Þetta er eitthvað klikkaður maður, það er leikur á morgun og hann er bara með þrekæfingu. Þá sagði Steinar og horfði á Óttar: Nei, nei, þetta er nú bara upphitunin,“ sagði Guðjón. Ofar í fréttinni má hlusta á allan þáttinn með Guðjóni Guðmundssyni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Guðjón er landsþekktur íþróttafréttamaður og einn sá reyndasti af þeim sem starf enn í dag en áður en hann fór að vinna í sjónvarpi þá var hann þjálfari og aðstoðarmaður hjá Víkingi og íslenska handboltalandsliðinu. Gaupi var að sjálfsögðu spurður spjörunum úr þegar hann mætti í Sportið í dag á dögunum. Kjartan Atli spurði Guðjón Guðmundsson út í það hvort að það hafi verið straumhvörf í íslenskum handbolta þegar Pólverjinn Bogdan Kowalczyk kom til Íslands. „Hann gjörbreytir handboltanum á Íslandi en reyndar í samvinnu við Boris Bjarna Abkachev sem þjálfaði hjá Val,“ sagði Guðjón og hélt áfram. Boris Bjarni var fyrsti ráðinn til Víkings „Það er svo undarlegt að segja frá því Boris Bjarni Abkachev var fyrst ráðinn til Víkings vegna þess að Bogdan var að hætta. Bogdan fékk ekki leyfi til þess að koma til Íslands aftur því þú þurftir að fara í gegnum pólska utanríkisráðuneytið. Á þessum tíma var Járntjaldið upp á sitt besta og það var erfitt að komast á milli landa á þessum tíma,“ sagði Guðjón. „Matthías Á. Mathiesen heitinn, þáverandi utanríkisráðherra, fór í málið fyrir Víking sem varð til þess að Bogdan kom aftur og gat starfað hér áfram. Þá voru við með Boris Bjarna á kantinum og hann var atvinnulaus á Íslandi. Það var búið að gera við hann samning og hann var sendur til Vals þar sem hann gerði stórkostlega hluti,“ sagði Guðjón. Tveir menn sem gjörbreyttu handboltanum á Íslandi „Þessir tveir menn ullu straumhvörfum í íslenskum handbolta og gjörbreyttu leiknum. Ef Bogdan hefði ekki komið til Íslands þá værum við væntanlega ekki á þeim stað sem við erum í dag og sama er um Boris. Þetta voru og eru algjörir snillingar,“ sagði Guðjón. „Hvað varð það sem Bogdan gerði öðruvísi en aðrir þjálfarar,“ spurði þá Kjartan Atli. „Skipulag og taktík. Hann spilaði bara leikkerfi og hver einasta sókn var útfærð. Hann æfði gríðarlega mikið og gerði miklar kröfur. Við æfðum eins og atvinnumenn,“ sagði Guðjón sem var aðstoðarmaður Bogdan eins og flestir vita. Guðjón rifjaði upp landsleik við Dani þegar Jóhann Ingi Gunnarsson var þjálfari íslenska landsliðsins en þetta var áður en Bogdan Kowalczyk tók við landsliðinu. Setti Víkingana inn á í seinni og þeir unnu Dani „Ég held að þetta hafi verið 1980 eða 1981 en þá voru bara Víkingar og Valsmenn í landsliðinu. Við höfum aldrei unnið Dani áður á útivelli í handbolta. Jóhann Ingi var og er mjög klókur maður. Valsmennirnir spiluðu fyrri hálfleikinn og við vorum undir. Hann ákveður að setja Víkingana inn á í seinni hálfleik. Það var lítið búið að æfa og hvað gerðu Víkingarnir? Þeir spiluðu bara Víkingstaktíkina í landsleiknum á móti Dönum og við unnum okkar fyrsta sigur á Dönum á útivelli,“ sagði Guðjón. „Þarna kviknaði ljós hjá mönnum að það var kannski eitthvað á bak við það sem karlinn var að gera. En auðvitað var hann mjög sérstakur og hann var mjög kröfuharður maður. Það sem hann gerði fyrir landsliðið á sínum tíma var í raun og veru kraftaverk,“ sagði Guðjón. „Hann byrjaði á æfa á hverjum degi klukkan ellefu á kvöldin í Laugardalshöll til eitt. Hann sagði að það verður að æfa og harmónera þetta saman. Þetta var talið galið. Eru menn að fara að æfa á fimmtudagskvöldum klukkan ellefu í Laugardalshöll? Það var gert og þarna er eiginlega upphafið,“ sagði Guðjón. Eftirminnileg æfing í Strandgötu Guðjón sagði líka frá fyrstu kynnum FH-inganna Kristjáns Arasonar og Þorgils Óttar Matthiesen af æfingum Bogdan Kowalczyk en þessir tveir leikmenn áttu eftir að vera lykilmenn landsliðsins öll árin hjá Bodgan. „Ég man eftir því árið 1984 þegar það koma ungir menn í landsliðið. Við vorum að æfa í Strandgötunni í Hafnarfirði. Þorgils Óttar Mathiesen og Kristján Arason voru þá í landsliðinu og einhverjir fleiri úr FH. Þeir voru með gríðarlega efnilegt lið á þessum tíma,“ sagði Guðjón og hélt áfram: „Við byrjum að hita upp. Upphitunin er síðan búin að standa yfir í svona tuttugu mínútur og Óttar kemur hlaupandi á bekkinn og nær varla andanum. Hann segir við Steinar (Birgisson): Þetta er eitthvað klikkaður maður, það er leikur á morgun og hann er bara með þrekæfingu. Þá sagði Steinar og horfði á Óttar: Nei, nei, þetta er nú bara upphitunin,“ sagði Guðjón. Ofar í fréttinni má hlusta á allan þáttinn með Guðjóni Guðmundssyni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn