Sherwood lenti í svipuðum hremmingum eins og McClaren gegn Íslandi: „Þetta gæti bitið mig í rassinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2020 07:31 Roberto Firmino þaggaði niður í Tim Sherwood þegar hann skoraði sigurmark Liverpool gegn Tottenham. getty/Andrew Powell Tim Sherwood sagðist ekki hafa nokkrar áhyggjur af hornspyrnum Liverpool nokkrum sekúndum áður en Roberto Firmino skoraði sigurmark liðsins gegn Tottenham með skalla eftir horn. Sherwood, sem er fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Tottenham, var sérfræðingur Amazon Prime í leiknum í gær. Þegar Liverpool fékk hornspyrnu á lokamínútunni kvaðst Sherwood vera þess fullviss að ekkert kæmi úr henni. „Annað horn. Ég hef ekki of miklar áhyggjur af því. Það gæti bitið mig í rassinn en ég tel að Tottenham hafi yfirhöndina í loftinu. Ég er ekki viss um að nokkur Liverpool-maður verði fyrstur á boltann,“ sagði Sherwood sem var varla búinn að sleppa orðinu þegar Firmino stangaði boltann í netið og tryggði Liverpool sigurinn. Hinir sérfræðingar Amazon Prime, eins og Robbie Savage, gátu ekki varist hlátri eftir að spádómur Sherwoods gekk alls ekki eftir. Atvikið minnti um margt á svipað atvik frá leik Íslands og Englands á EM 2016. Steven McClaren talaði þá um hversu litla hættu Íslendingar sköpuðu rétt í þann mund sem Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmark íslenska liðsins. Með sigrinum í gær náði Liverpool þriggja stiga forskoti á Tottenham á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace í hádeginu á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Sherwood, sem er fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Tottenham, var sérfræðingur Amazon Prime í leiknum í gær. Þegar Liverpool fékk hornspyrnu á lokamínútunni kvaðst Sherwood vera þess fullviss að ekkert kæmi úr henni. „Annað horn. Ég hef ekki of miklar áhyggjur af því. Það gæti bitið mig í rassinn en ég tel að Tottenham hafi yfirhöndina í loftinu. Ég er ekki viss um að nokkur Liverpool-maður verði fyrstur á boltann,“ sagði Sherwood sem var varla búinn að sleppa orðinu þegar Firmino stangaði boltann í netið og tryggði Liverpool sigurinn. Hinir sérfræðingar Amazon Prime, eins og Robbie Savage, gátu ekki varist hlátri eftir að spádómur Sherwoods gekk alls ekki eftir. Atvikið minnti um margt á svipað atvik frá leik Íslands og Englands á EM 2016. Steven McClaren talaði þá um hversu litla hættu Íslendingar sköpuðu rétt í þann mund sem Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmark íslenska liðsins. Með sigrinum í gær náði Liverpool þriggja stiga forskoti á Tottenham á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace í hádeginu á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira