Kjartan Atli segir að Lars sé algjört „alpha male“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 14:31 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrimsson á æfingu með íslenska landsliðinu. EPA/CHRISTIAN CHARISIUS Kjartan Atli Kjartansson sagði sögu af samskiptum sínum og Lars Lagerbäck í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi en Kjartan rifjaði það upp þegar hann fékk það verkefni að taka ítarlegt viðtal við Lars fyrir Fréttablaðið. Lars Lagerbäck er enn á ný orðaður við íslenska landsliðið eftir að hann var rekinn frá Noregi enda er gamla starfið hans hjá íslenska landsliðinu nú aftur laust. Kjartan Atli gaf hlustendum aðeins innsýn í það hvernig það var að umgangast Svíann. „Þetta er eitt skemmtilegasta viðtal sem ég hef tekið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson sem var þá að vinna á innblaðinu hjá Fréttablaðinu en ekki á íþróttunum. „Ég var að skrifa í helgarblaðið og í öftustu síðurnar, innblaðið eins og það er kallað. Við fengum pláss til að taka viðtal við Lars og þeir vildu mannlífsvinkilinn á honum. Ég fór að hitta hann. Við mæltum okkur mót á Hilton,“ sagði Kjartan Atli. Sat lengi með Lars „Við sátum þar lengi saman og þar rann upp fyrir mér að gæinn sem hann sýnir í fjölmiðlum er, ég segi ekki passífur, en ótrúlega mikill herramaður sem hann er náttúrulega. Hann er þar ekki þessi töffari sem hann er í raun og veru. Þegar þú situr með þessum gæja þá hugsar þú að þetta er algjört ‚alpha male'. Hann er bara svo ótrúlega dannaður og er ekki að ‚flexa' því í fjölmiðlum,“ sagði Kjartan Atli. „Maður fann það að vera í kringum hann að hann sé alvöru töffari. Þetta er gæi sem lét Zlatan Ibrahimovic heyra það og rak hann úr liðinu,“ sagði Kjartan Atli. Reyndi að læra af honum „Við sátum saman í einn og hálfan klukkutíma og ég sem þjálfari var að læra af honum. Ég spurði: Hvernig talar þú við leikmennina? Hvenær hittist þið? Hvað gerið þið? Ég tók mjög ítarlegar spurningar um þetta. Hann er með plan á þessu öllu þegar hann fer í landsliðsverkefni og það er ekki Covid. Hvenær menn hittast og hvenær er fyrsti fundur. Hvað er sagt á þeim fundi og hversu langur er hann. Hvernig nálgastu erfiðara karaktera eða menn sem eru ekki í hóp. Allir þessir litlu punktar skipta ekkert minna máli en taktík í landsliðinu. Þú ert að reyna að búa til einhverja stemmningu á stuttum tíma og þetta eru afmörkuð verkefni. Það er ákveðin kúnst og það eru fáir í heiminum sem kunna það jafnvel og Lars Lagerbäck,“ sagði Kjartan Atli. Þjálfari sem þú vilt ekki bregðast Rikki G. velti því fyrir sér hvort að Lars Lagerbäck notaði sömu hræðslutaktík á leikmenn og Sir Alex Ferguson gerði á sínum tíma. „Ég les hann meira eins og ég horfi á Rúnar Kristinsson. Ég væri mjög spenntur að spila fyrir hann ef ég væri knattspyrnumaður. Hann er svona þjálfari sem þú vilt ekki bregðast. Teitur (Örlygsson) hafði þetta líka þegar ég var að spila. Ég held að Heimir Guðjónsson hafi þetta líka. Þú ert ekkert skammaður en þú finnur alveg: Ég var að valda þessum gæja vonbrigðum,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra allt spjallið um Lars Lagerbäck ofar í fréttinni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Sjá meira
Lars Lagerbäck er enn á ný orðaður við íslenska landsliðið eftir að hann var rekinn frá Noregi enda er gamla starfið hans hjá íslenska landsliðinu nú aftur laust. Kjartan Atli gaf hlustendum aðeins innsýn í það hvernig það var að umgangast Svíann. „Þetta er eitt skemmtilegasta viðtal sem ég hef tekið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson sem var þá að vinna á innblaðinu hjá Fréttablaðinu en ekki á íþróttunum. „Ég var að skrifa í helgarblaðið og í öftustu síðurnar, innblaðið eins og það er kallað. Við fengum pláss til að taka viðtal við Lars og þeir vildu mannlífsvinkilinn á honum. Ég fór að hitta hann. Við mæltum okkur mót á Hilton,“ sagði Kjartan Atli. Sat lengi með Lars „Við sátum þar lengi saman og þar rann upp fyrir mér að gæinn sem hann sýnir í fjölmiðlum er, ég segi ekki passífur, en ótrúlega mikill herramaður sem hann er náttúrulega. Hann er þar ekki þessi töffari sem hann er í raun og veru. Þegar þú situr með þessum gæja þá hugsar þú að þetta er algjört ‚alpha male'. Hann er bara svo ótrúlega dannaður og er ekki að ‚flexa' því í fjölmiðlum,“ sagði Kjartan Atli. „Maður fann það að vera í kringum hann að hann sé alvöru töffari. Þetta er gæi sem lét Zlatan Ibrahimovic heyra það og rak hann úr liðinu,“ sagði Kjartan Atli. Reyndi að læra af honum „Við sátum saman í einn og hálfan klukkutíma og ég sem þjálfari var að læra af honum. Ég spurði: Hvernig talar þú við leikmennina? Hvenær hittist þið? Hvað gerið þið? Ég tók mjög ítarlegar spurningar um þetta. Hann er með plan á þessu öllu þegar hann fer í landsliðsverkefni og það er ekki Covid. Hvenær menn hittast og hvenær er fyrsti fundur. Hvað er sagt á þeim fundi og hversu langur er hann. Hvernig nálgastu erfiðara karaktera eða menn sem eru ekki í hóp. Allir þessir litlu punktar skipta ekkert minna máli en taktík í landsliðinu. Þú ert að reyna að búa til einhverja stemmningu á stuttum tíma og þetta eru afmörkuð verkefni. Það er ákveðin kúnst og það eru fáir í heiminum sem kunna það jafnvel og Lars Lagerbäck,“ sagði Kjartan Atli. Þjálfari sem þú vilt ekki bregðast Rikki G. velti því fyrir sér hvort að Lars Lagerbäck notaði sömu hræðslutaktík á leikmenn og Sir Alex Ferguson gerði á sínum tíma. „Ég les hann meira eins og ég horfi á Rúnar Kristinsson. Ég væri mjög spenntur að spila fyrir hann ef ég væri knattspyrnumaður. Hann er svona þjálfari sem þú vilt ekki bregðast. Teitur (Örlygsson) hafði þetta líka þegar ég var að spila. Ég held að Heimir Guðjónsson hafi þetta líka. Þú ert ekkert skammaður en þú finnur alveg: Ég var að valda þessum gæja vonbrigðum,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra allt spjallið um Lars Lagerbäck ofar í fréttinni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Sjá meira