Guðmundur talar um byltingu á stöðu yngri leikmanna landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2020 15:30 Guðmundur Guðmundsson er á leið með á sitt þriðja stórmót með Ísland síðan hann tók við liðinu í þriðja sinn 2018. vísir/vilhelm Guðmundur Guðmundsson kveðst afar ánægður með þau skref sem yngri leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa tekið á síðustu árum og talar um byltingu í þeim efnum. „Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir mig að ræða þetta. Það sem ég hef séð síðan ég tók við liðinu 2018 er ákveðin bylting,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í gær þar sem hann tilkynnti æfingahóp Íslands fyrir HM í Egyptalandi. „Ég ræddi við marga ykkar þegar ég tók við liðinu og við stóðum frammi fyrir því að byggja upp nýtt lið. Það fórum við svo sannarlega í. Það sem hefur svo gerst í kjölfarið að margir af þessum yngri leikmönnum eru að fara á sitt þriðja stórmót. En það er ekki bara það sem hefur gerst. Þeir hafa líka tekið skref inn í atvinnumennsku og bætt sig stórkostlega þar tel ég. Það er hægt að tala um byltingu hvað þetta varðar.“ Guðmundur fagnar því hversu margir leikmenn hafa farið í atvinnumennsku síðan hann tók við landsliðinu. „Árið 2018 voru fjölmargir leikmenn heima og ég man að ég hélt úti æfingum með þá og kom þeim inn í þá leikaðferðafræði sem við stöndum fyrir. Síðan höfum við horft á þróunina. Alltaf fara fleiri erlendis og hafa náð að bæta og styrkja sig og verða hæfari og betri leikmenn,“ sagði Guðmundur. „Þetta er rosalega ánægjuleg þróun fyrir mig sem landsliðsþjálfara sem hefur fengið að koma að þessu verkefni. Ég talaði alltaf um 3-4 ár, að við myndum sjá breytingar á hópnum og það hefur gerst. Við höfum markvisst gefið þeim tækifæri og margir kornungir eru að fara á sitt þriðja stórmót. Það eru ekki mörg landslið í heiminum sem hafa farið þessa leið jafn markvisst og íslenska liðið.“ Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM. Áður en íslenska liðið heldur til Egyptalands mætir það Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM 2022. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. 15. desember 2020 11:45 Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13 Svona var æfingahópurinn fyrir HM tilkynntur Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:38 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
„Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir mig að ræða þetta. Það sem ég hef séð síðan ég tók við liðinu 2018 er ákveðin bylting,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í gær þar sem hann tilkynnti æfingahóp Íslands fyrir HM í Egyptalandi. „Ég ræddi við marga ykkar þegar ég tók við liðinu og við stóðum frammi fyrir því að byggja upp nýtt lið. Það fórum við svo sannarlega í. Það sem hefur svo gerst í kjölfarið að margir af þessum yngri leikmönnum eru að fara á sitt þriðja stórmót. En það er ekki bara það sem hefur gerst. Þeir hafa líka tekið skref inn í atvinnumennsku og bætt sig stórkostlega þar tel ég. Það er hægt að tala um byltingu hvað þetta varðar.“ Guðmundur fagnar því hversu margir leikmenn hafa farið í atvinnumennsku síðan hann tók við landsliðinu. „Árið 2018 voru fjölmargir leikmenn heima og ég man að ég hélt úti æfingum með þá og kom þeim inn í þá leikaðferðafræði sem við stöndum fyrir. Síðan höfum við horft á þróunina. Alltaf fara fleiri erlendis og hafa náð að bæta og styrkja sig og verða hæfari og betri leikmenn,“ sagði Guðmundur. „Þetta er rosalega ánægjuleg þróun fyrir mig sem landsliðsþjálfara sem hefur fengið að koma að þessu verkefni. Ég talaði alltaf um 3-4 ár, að við myndum sjá breytingar á hópnum og það hefur gerst. Við höfum markvisst gefið þeim tækifæri og margir kornungir eru að fara á sitt þriðja stórmót. Það eru ekki mörg landslið í heiminum sem hafa farið þessa leið jafn markvisst og íslenska liðið.“ Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM. Áður en íslenska liðið heldur til Egyptalands mætir það Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM 2022.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. 15. desember 2020 11:45 Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13 Svona var æfingahópurinn fyrir HM tilkynntur Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:38 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. 15. desember 2020 11:45
Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13
Svona var æfingahópurinn fyrir HM tilkynntur Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:38