Wenger talaði við Houllier nokkrum tímum áður en hann lést Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2020 07:30 Gérard Houllier og Arsene Wenger voru miklir vinir. getty/PA Images Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, var einn af þeim síðustu sem ræddu við Gérard Houllier, fyrrverandi stjóra Liverpool, áður en hann lést á mánudaginn. Houllier var 73 ára þegar hann féll frá. Þremur vikum áður en hann lést gekkst hann undir hjartaaðgerð. Í síðasta samtali sínu við Wenger sagðist hann bjartsýnn að ná sér eftir aðgerðina. „Við Gérard og David Dein [fyrrverandi stjórnarformaður Arsenal] ræddum saman á hverjum sunnudegi. Við gátum það þarsíðasta sunnudag þar sem Gérard var of veikur en gerðum það núna á sunnudaginn eins og við höfum gert síðan kórónuveirufaraldurinn skall á. Samtalið var styttra en venjulega. Oftast var það klukkutími en núna var það bara fimmtán mínútur,“ sagði Wenger. „Hann var bjartsýnn eins og þjálfara er siður. Þess vegna eru þessar fréttir svo ósanngjarnar. Hann var svo hugrakkur að fara í þessa aðgerð. Þetta er erfitt. Hann vildi gangast undir aðgerðina í lok nóvember þegar við vorum að óttast aðra bylgju faraldursins. En hann var staðráðinn í að fara í aðgerðina því hann hafði lifað við þessa ógn svo lengi.“ Houllier glímdi við hjartavandamál allt frá því hann fékk hjartaáfall í hálfleik í leik Liverpool og Leeds United haustið 2001. Hann gekkst undir viðamikla aðgerð en sneri aftur til starfa aðeins fimm mánuðum eftir hana. Wenger syrgir kollega sinn og landa og segir Houllier hafa verið einstakan mann. „Hann var ótrúlega klár, hann elskaði fótbolta heitt og var örlátur. Hann var fljótur að skilja hluti og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra. Og hann var jákvæður. Þess vegna er þetta svona mikið áfall. Franskur fótbolti hefur misst sterka rödd og hann var frábær stjóri.“ Enski boltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Houllier var 73 ára þegar hann féll frá. Þremur vikum áður en hann lést gekkst hann undir hjartaaðgerð. Í síðasta samtali sínu við Wenger sagðist hann bjartsýnn að ná sér eftir aðgerðina. „Við Gérard og David Dein [fyrrverandi stjórnarformaður Arsenal] ræddum saman á hverjum sunnudegi. Við gátum það þarsíðasta sunnudag þar sem Gérard var of veikur en gerðum það núna á sunnudaginn eins og við höfum gert síðan kórónuveirufaraldurinn skall á. Samtalið var styttra en venjulega. Oftast var það klukkutími en núna var það bara fimmtán mínútur,“ sagði Wenger. „Hann var bjartsýnn eins og þjálfara er siður. Þess vegna eru þessar fréttir svo ósanngjarnar. Hann var svo hugrakkur að fara í þessa aðgerð. Þetta er erfitt. Hann vildi gangast undir aðgerðina í lok nóvember þegar við vorum að óttast aðra bylgju faraldursins. En hann var staðráðinn í að fara í aðgerðina því hann hafði lifað við þessa ógn svo lengi.“ Houllier glímdi við hjartavandamál allt frá því hann fékk hjartaáfall í hálfleik í leik Liverpool og Leeds United haustið 2001. Hann gekkst undir viðamikla aðgerð en sneri aftur til starfa aðeins fimm mánuðum eftir hana. Wenger syrgir kollega sinn og landa og segir Houllier hafa verið einstakan mann. „Hann var ótrúlega klár, hann elskaði fótbolta heitt og var örlátur. Hann var fljótur að skilja hluti og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra. Og hann var jákvæður. Þess vegna er þetta svona mikið áfall. Franskur fótbolti hefur misst sterka rödd og hann var frábær stjóri.“
Enski boltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira