Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2020 08:52 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Það komi hins vegar ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað slíkt hafi gerst þar sem það taki allt upp í viku eða jafnvel lengri tíma að veikjast. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gluggatónleikarnir fóru fram á laugardaginn en á þeim kom tónlistarmaðurinn Auður fram í glugganum á Prikinu. Hátölurum hafði verið komið fyrir úti við staðinn þannig að gestir og gangandi á Laugaveginum gætu notið tónleikanna. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Prikið og fylgdist með tónleikunum. Á myndum og myndskeiðum frá tónleikunum sést að fólk stóð þétt saman og ekki voru allir með grímu. Töluverður hópur kom saman vegna tónleika Auðar á Laugaveginum á laugardag. Sóttvarnir auknar á næstu gluggaskemmtunum Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, rekstrarstjóri Priksins og einn eigenda, sagði í samtali við Vísi í gær að á næstu gluggaskemmtunum yrðu sóttvarnir auknar. Svæðið yrði meðal annars hólfað niður og grímum dreift. Geoffrey kvaðst hafa átt í góðum samskiptum við lögregluna og þannig yrði það áfram. Þá var haft eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali á mbl.is í gær að engin lög hefðu verið brotin með tónleikunum. Spurður út í þetta mál í Bítinu í morgun sagði Þórólfur svona hópamyndun ekki af því góða. „Mér finnst náttúrulega ekki nógu gott ef menn eru að safnast svona saman. Það er nú það sem við erum að biðja fólk um að gera ekki, hvort sem það er inni eða úti. Þegar fólk er í svona þéttum hópi, það er augljóst og það sem við erum alltaf að tala um, að það er þar sem blessuð veiran hoppar frá manni til manns,“ sagði Þórólfur. „Finnst þetta ótrúlegt í raun og veru“ Komið hefur fram að tónleikarnir hafi verið hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun sem rekstraraðilar Priksins eiga hugmyndina að en unnið er í samstarfi við tónlistarborgina Reykjavík. Þórólfur var spurður að því hvort það væri furðulegt að aðilar eins og Reykjavíkurborg væru að standa fyrir þessum tónleikum. „Ég ætla nú ekkert að fara að tala um einstaka aðila í þessu en mér finnst þetta bara miður hver sem er sem gerir þetta og finnst þetta ótrúlegt í raun og veru en við þurfum bara að skoða þetta betur,“ svaraði Þórólfur. Þá var því velt upp af þáttastjórnanda hvort að veiran gæti ekki farið víða ef hún hefði náð að dreifa sér við svona hópamyndun eins og var við tónleikana. „Já, algjörlega. Þetta kemur ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað hafi gerst því það tekur allt upp í viku og jafnvel lengur að veikjast,“ sagði Þórólfur. Varðandi stöðuna í faraldrinum sagði Þórólfur helgina hafa verið nokkuð góða. Hann minnti þó á það að eins og vanalega hafi færri sýni verið tekin en á virkum dögum. Ekki væru komnar endanlegar tölur yfir fjölda nýgreindra í gær en Þórólfur sagði að honum sýndist tölurnar á svipuðu róli og langflestir væru í sóttkví eins og verið hefur undanfarið. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Það komi hins vegar ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað slíkt hafi gerst þar sem það taki allt upp í viku eða jafnvel lengri tíma að veikjast. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gluggatónleikarnir fóru fram á laugardaginn en á þeim kom tónlistarmaðurinn Auður fram í glugganum á Prikinu. Hátölurum hafði verið komið fyrir úti við staðinn þannig að gestir og gangandi á Laugaveginum gætu notið tónleikanna. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Prikið og fylgdist með tónleikunum. Á myndum og myndskeiðum frá tónleikunum sést að fólk stóð þétt saman og ekki voru allir með grímu. Töluverður hópur kom saman vegna tónleika Auðar á Laugaveginum á laugardag. Sóttvarnir auknar á næstu gluggaskemmtunum Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, rekstrarstjóri Priksins og einn eigenda, sagði í samtali við Vísi í gær að á næstu gluggaskemmtunum yrðu sóttvarnir auknar. Svæðið yrði meðal annars hólfað niður og grímum dreift. Geoffrey kvaðst hafa átt í góðum samskiptum við lögregluna og þannig yrði það áfram. Þá var haft eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali á mbl.is í gær að engin lög hefðu verið brotin með tónleikunum. Spurður út í þetta mál í Bítinu í morgun sagði Þórólfur svona hópamyndun ekki af því góða. „Mér finnst náttúrulega ekki nógu gott ef menn eru að safnast svona saman. Það er nú það sem við erum að biðja fólk um að gera ekki, hvort sem það er inni eða úti. Þegar fólk er í svona þéttum hópi, það er augljóst og það sem við erum alltaf að tala um, að það er þar sem blessuð veiran hoppar frá manni til manns,“ sagði Þórólfur. „Finnst þetta ótrúlegt í raun og veru“ Komið hefur fram að tónleikarnir hafi verið hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun sem rekstraraðilar Priksins eiga hugmyndina að en unnið er í samstarfi við tónlistarborgina Reykjavík. Þórólfur var spurður að því hvort það væri furðulegt að aðilar eins og Reykjavíkurborg væru að standa fyrir þessum tónleikum. „Ég ætla nú ekkert að fara að tala um einstaka aðila í þessu en mér finnst þetta bara miður hver sem er sem gerir þetta og finnst þetta ótrúlegt í raun og veru en við þurfum bara að skoða þetta betur,“ svaraði Þórólfur. Þá var því velt upp af þáttastjórnanda hvort að veiran gæti ekki farið víða ef hún hefði náð að dreifa sér við svona hópamyndun eins og var við tónleikana. „Já, algjörlega. Þetta kemur ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað hafi gerst því það tekur allt upp í viku og jafnvel lengur að veikjast,“ sagði Þórólfur. Varðandi stöðuna í faraldrinum sagði Þórólfur helgina hafa verið nokkuð góða. Hann minnti þó á það að eins og vanalega hafi færri sýni verið tekin en á virkum dögum. Ekki væru komnar endanlegar tölur yfir fjölda nýgreindra í gær en Þórólfur sagði að honum sýndist tölurnar á svipuðu róli og langflestir væru í sóttkví eins og verið hefur undanfarið. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira