Óttast að Jota verði frá þar til í febrúar og Matip meiddist gegn Fulham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2020 12:31 Diego Jota hefur skorað níu mörk í fyrstu sautján leikjum sínum með Liverpool. getty/Lars Ronbog Meiðslavandræði Liverpool halda áfram að aukast. Diego Jota gæti verið frá fram í febrúar og Joël Matip fór meiddur af velli í jafnteflinu við Fulham í gær. Fyrir leikinn gegn Fulham greindi Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, frá því að Jota hefði meiðst á hné í leiknum gegn Midtjylland í Meistaradeild Evrópu og gæti verið frá í sex til átta vikur. Í versta falli missir Portúgalinn af þrettán leikjum með Liverpool en Klopp sagði að hann kæmi líklega ekki aftur fyrr en í 4. umferð ensku bikarkeppninnar seinni hlutann í janúar. Jota hefur farið frábærlega af stað með Liverpool eftir að hafa komið frá Wolves fyrir tímabilið. Matip fór meiddur af velli í hálfleik gegn Fulham í gær. Takumi Minamino kom inn á í hans stað og Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, lék sem miðvörður við hlið Fabinhos í seinni hálfleik. Að sögn Klopps eru meiðsli Matips ekki alvarleg og hann gæti mögulega tekið þátt í stórleiknum gegn Tottenham á miðvikudaginn. Joe Gomez og Virgil van Dijk eru meiddir og verða lengi frá svo það síðasta sem Liverpool má við að er að missa enn einn miðvörðinn í meiðsli. Fabinho hefur spilað mikið í miðri vörn Liverpool í vetur og þá hafa hinir ungu og óreyndu Nat Phillips og Rhys Williams einnig fengið tækifæri. Liverpool og Tottenham eru jöfn að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Hverjum geta ensku liðin mætt í Meistaradeildinni? Þrjú ensk lið verða í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. 14. desember 2020 08:01 Meistararnir sóttu stig gegn nýliðum Fulham Englandsmeistarar Liverpool komust í hann krappan þegar þeir heimsóttu nýliða Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 13. desember 2020 18:27 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Fyrir leikinn gegn Fulham greindi Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, frá því að Jota hefði meiðst á hné í leiknum gegn Midtjylland í Meistaradeild Evrópu og gæti verið frá í sex til átta vikur. Í versta falli missir Portúgalinn af þrettán leikjum með Liverpool en Klopp sagði að hann kæmi líklega ekki aftur fyrr en í 4. umferð ensku bikarkeppninnar seinni hlutann í janúar. Jota hefur farið frábærlega af stað með Liverpool eftir að hafa komið frá Wolves fyrir tímabilið. Matip fór meiddur af velli í hálfleik gegn Fulham í gær. Takumi Minamino kom inn á í hans stað og Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, lék sem miðvörður við hlið Fabinhos í seinni hálfleik. Að sögn Klopps eru meiðsli Matips ekki alvarleg og hann gæti mögulega tekið þátt í stórleiknum gegn Tottenham á miðvikudaginn. Joe Gomez og Virgil van Dijk eru meiddir og verða lengi frá svo það síðasta sem Liverpool má við að er að missa enn einn miðvörðinn í meiðsli. Fabinho hefur spilað mikið í miðri vörn Liverpool í vetur og þá hafa hinir ungu og óreyndu Nat Phillips og Rhys Williams einnig fengið tækifæri. Liverpool og Tottenham eru jöfn að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hverjum geta ensku liðin mætt í Meistaradeildinni? Þrjú ensk lið verða í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. 14. desember 2020 08:01 Meistararnir sóttu stig gegn nýliðum Fulham Englandsmeistarar Liverpool komust í hann krappan þegar þeir heimsóttu nýliða Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 13. desember 2020 18:27 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Hverjum geta ensku liðin mætt í Meistaradeildinni? Þrjú ensk lið verða í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. 14. desember 2020 08:01
Meistararnir sóttu stig gegn nýliðum Fulham Englandsmeistarar Liverpool komust í hann krappan þegar þeir heimsóttu nýliða Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 13. desember 2020 18:27