Klopp með undarlega samlíkingu eftir leikinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 11:01 Jürgen Klopp öskrar á leikmenn Liverpool á Craven Cottage í gær. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp tókst ekki að tala sína menn til fyrir leik á móti Fulham í gær og þurfti að öskra mikið á steinsofandi leikmenn sína fram eftir leik. Liverpool mistókst að nýta sér góð úrslit í öðrum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið náði aðeins jafntefli á móti Fulham. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var orðinn verulega pirraður á upphafsmínútum leiksins á móti Fulham þegar heimamenn voru miklu betra liðið á vellinum. Klopp viðurkenndi að fyrsti hálftíminn hafi verið mjög lélegur hjá sínu liði. Undarleg samlíking hans vakti þó meiri athygli. „Við spiluðum ekki vel. Ég veit ekki hvor þeir þurftu að vakna í byrjun leiks. Ég get ekki skrifað bókina, hent henni inn á völlinn og sagt þeim að lesa hana. Ég vildi að við hristum upp í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp uses bizarre analogy as he blasts Liverpool players for sluggish start at Fulham https://t.co/GyWztlXoFA— MailOnline Sport (@MailSport) December 13, 2020 „Það er gott að geta byrjað leiki vel en ef það tekst ekki þá er bara að byrja upp á nýtt. Við þurftum hálftíma til að koma okkur í gang. Þess vegna öskraði ég svolítið á þá,“ sagði Klopp. Fyrirliðinn Jordan Henderson fékk algjört dauðafæri til að jafna leikinn en lét verja frá sér. „Þetta varð betra hjá okkur eftir hálftíma og seinni hálfleikurinn var góður. Færið hans Hendo var stórt, virkilega stórt. Við hefðum getað fengið meira en við skoruðum mark,“ sagði Klopp. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru ekki góðar og við hefðum getað tapað leiknum á þeim tíma. Við töpuðum ekki af því að næstu sextíu mínúturnar voru virkilega góðar,“ sagði Jürgen Klopp. Öll ensku liðin í Meistaradeildinni, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United, töpuðu stigum um helgina. „Við erum mannlegir og svona hlutir geta gerst. Þegar við skoðum úrslit liðanna sem spila í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni þá sjáum við að þau áttu öll erfiða helgi,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Liverpool mistókst að nýta sér góð úrslit í öðrum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið náði aðeins jafntefli á móti Fulham. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var orðinn verulega pirraður á upphafsmínútum leiksins á móti Fulham þegar heimamenn voru miklu betra liðið á vellinum. Klopp viðurkenndi að fyrsti hálftíminn hafi verið mjög lélegur hjá sínu liði. Undarleg samlíking hans vakti þó meiri athygli. „Við spiluðum ekki vel. Ég veit ekki hvor þeir þurftu að vakna í byrjun leiks. Ég get ekki skrifað bókina, hent henni inn á völlinn og sagt þeim að lesa hana. Ég vildi að við hristum upp í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp uses bizarre analogy as he blasts Liverpool players for sluggish start at Fulham https://t.co/GyWztlXoFA— MailOnline Sport (@MailSport) December 13, 2020 „Það er gott að geta byrjað leiki vel en ef það tekst ekki þá er bara að byrja upp á nýtt. Við þurftum hálftíma til að koma okkur í gang. Þess vegna öskraði ég svolítið á þá,“ sagði Klopp. Fyrirliðinn Jordan Henderson fékk algjört dauðafæri til að jafna leikinn en lét verja frá sér. „Þetta varð betra hjá okkur eftir hálftíma og seinni hálfleikurinn var góður. Færið hans Hendo var stórt, virkilega stórt. Við hefðum getað fengið meira en við skoruðum mark,“ sagði Klopp. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru ekki góðar og við hefðum getað tapað leiknum á þeim tíma. Við töpuðum ekki af því að næstu sextíu mínúturnar voru virkilega góðar,“ sagði Jürgen Klopp. Öll ensku liðin í Meistaradeildinni, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United, töpuðu stigum um helgina. „Við erum mannlegir og svona hlutir geta gerst. Þegar við skoðum úrslit liðanna sem spila í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni þá sjáum við að þau áttu öll erfiða helgi,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira