Ingibjörg lék allan leikinn þegar Vålerenga varð bikarmeistari eftir 2-0 sigur á Lillestrøm í úrslitaleik í gær.
Gott tímabil varð því enn betra fyrir Vålerenga en liðið varð Noregsmeistari um þarsíðustu helgi. Þetta eru fyrstu stóru titlarnir í sögu félagsins.
Sigur Vålerenga í bikarúrslitaleiknum í gær rataði á forsíðu íþróttablaðs VG. Þar sést Ingibjörg fagna bikarmeistaratitlinum ásamt stöllum sínum.
Mandagens forside @VIFDamer pic.twitter.com/ZrdmSSA7MK
— VG Sporten (@vgsporten) December 13, 2020
Fyrir bikarúrslitaleikinn í gær var greint frá því að Ingibjörg hefði verið valinn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Ingibjörg var ekki bara öflug í vörn Vålerenga á tímabilinu heldur skoraði einnig fimm mörk.
Ingibjörg kom til Vålerenga frá Djurgården í Svíþjóð fyrir tímabilið sem var svo sannarlega frábært hjá Grindvíkingnum.
Auk árangursins með Vålerenga var Ingibjörg í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu sem tryggði sér sæti á EM 2022 á dögunum.