Van Gaal telur Van De Beek hafa valið rangt með því að fara til United Arnar Geir Halldórsson skrifar 14. desember 2020 07:01 Van Gaal kvaddi Man Utd með því að vinna enska bikarinn vísir/Getty Hinn þrautreyndi Louis van Gaal telur að landi sinn, Donny van de Beek, hafi ekki valið rétt með því að ganga í raðir Manchester United frá Ajax í sumar. Mikið er rætt og ritað um hinn 23 ára gamla Van de Beek sem var í lykilhlutverki í aðalliði Ajax frá nítján ára aldri en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri í byrjunarliðinu síðan hann gekk í raðir Man Utd og aðeins byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni. „Ég vona að hans tími muni koma en ég held að hann hafi ekki tekið góða ákvörðun,“ segir van Gaal sem stýrði Man Utd á árunum 2014-2016 en hann hóf farsælan þjálfaraferil sinn hjá Ajax í heimalandinu árið 1991. „Þegar þú hefur Paul Pogba og Bruno Fernandes, í hvaða stöðu áttu að spila Van de Beek?“ „Hann hefur ekki sömu gæði og Pogba eða Fernandes og þið sjáið að Pogba er ekki alltaf í byrjunarliðinu. Hvenær á Van de Beek að spila?“ spyr van Gaal. Donny hefur spilað vel fyrir hollenska landsliðið í ár en gæti átt á hættu að missa byrjunarliðssæti sitt þar með fáum mínútum í úrvalsdeildinni. „Ég held að hann hefði átt að geta séð þetta fyrir. Það eru svo mörg félög í sterkum deildum sem hefðu getað nýtt hann betur. Hann er með marga góða eiginleika.“ segir van Gaal. Did Donny van de Beek make a mistake joining Manchester United?Former #MUFC boss van Gaal thinks so... https://t.co/17hjJVyd9H— Off The Ball (@offtheball) December 13, 2020 Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Mikið er rætt og ritað um hinn 23 ára gamla Van de Beek sem var í lykilhlutverki í aðalliði Ajax frá nítján ára aldri en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri í byrjunarliðinu síðan hann gekk í raðir Man Utd og aðeins byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni. „Ég vona að hans tími muni koma en ég held að hann hafi ekki tekið góða ákvörðun,“ segir van Gaal sem stýrði Man Utd á árunum 2014-2016 en hann hóf farsælan þjálfaraferil sinn hjá Ajax í heimalandinu árið 1991. „Þegar þú hefur Paul Pogba og Bruno Fernandes, í hvaða stöðu áttu að spila Van de Beek?“ „Hann hefur ekki sömu gæði og Pogba eða Fernandes og þið sjáið að Pogba er ekki alltaf í byrjunarliðinu. Hvenær á Van de Beek að spila?“ spyr van Gaal. Donny hefur spilað vel fyrir hollenska landsliðið í ár en gæti átt á hættu að missa byrjunarliðssæti sitt þar með fáum mínútum í úrvalsdeildinni. „Ég held að hann hefði átt að geta séð þetta fyrir. Það eru svo mörg félög í sterkum deildum sem hefðu getað nýtt hann betur. Hann er með marga góða eiginleika.“ segir van Gaal. Did Donny van de Beek make a mistake joining Manchester United?Former #MUFC boss van Gaal thinks so... https://t.co/17hjJVyd9H— Off The Ball (@offtheball) December 13, 2020
Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira