Vonbrigði að heyra af partístandi næturinnar Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 14:29 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það ákveðin vonbrigði að heyra fréttir af partístandi og hópamyndunum í gær og í nótt. Hún telur þó langflesta Íslendinga samtaka í sóttvarnaaðgerðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í morgun að töluvert hefði verið af samkvæmum í gærkvöldi og í nótt. 30 tilkynningar bárust lögreglu vegna hávaða í heimahúsi og sagði lögreglan í dag dagbók sinni augljóst væri að margir virtust hafa slakað á gagnvart kórónuveirufaraldrinum. Þá vakti athygli hópamyndun sem átti sér stað á Laugavegi í gær þegar tónlistarmaðurinn Auður söng fyrir vegfarendur lög sín. Svandís segir Íslendinga flesta sammála um að skynsamlegast sé að reyna að forðast hópamyndanir eins og hægt sé. „Því það er auðvitað mjög verðmætur tími fram undan og það væri leiðinlegt fyrir fólk að vera annað hvort bundið í sóttkví eða einangrun á jólunum þegar fjölskyldan kemur saman.“ 10 manna samkomubann er í gildi fram á 12. janúar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það skipti engu hversu harðar sóttvarnaaðgerðir séu, þeim yrði að fylgja samtakamáttur þjóðarinnar um að fylgja þeim til að ná árangri í baráttu við veiruna. Svandís telur að Íslendingar vilji langflestir fylgja þessum tilmælum. „Íslendingar hafa verið það í gegnum þennan faraldur og kannanir sýna okkur að það eru ríflega 90 prósent sem hafa trú á aðgerðum stjórnvalda og það er frekar stöðugt hér á Íslandi vel flest stödd þar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í morgun að töluvert hefði verið af samkvæmum í gærkvöldi og í nótt. 30 tilkynningar bárust lögreglu vegna hávaða í heimahúsi og sagði lögreglan í dag dagbók sinni augljóst væri að margir virtust hafa slakað á gagnvart kórónuveirufaraldrinum. Þá vakti athygli hópamyndun sem átti sér stað á Laugavegi í gær þegar tónlistarmaðurinn Auður söng fyrir vegfarendur lög sín. Svandís segir Íslendinga flesta sammála um að skynsamlegast sé að reyna að forðast hópamyndanir eins og hægt sé. „Því það er auðvitað mjög verðmætur tími fram undan og það væri leiðinlegt fyrir fólk að vera annað hvort bundið í sóttkví eða einangrun á jólunum þegar fjölskyldan kemur saman.“ 10 manna samkomubann er í gildi fram á 12. janúar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það skipti engu hversu harðar sóttvarnaaðgerðir séu, þeim yrði að fylgja samtakamáttur þjóðarinnar um að fylgja þeim til að ná árangri í baráttu við veiruna. Svandís telur að Íslendingar vilji langflestir fylgja þessum tilmælum. „Íslendingar hafa verið það í gegnum þennan faraldur og kannanir sýna okkur að það eru ríflega 90 prósent sem hafa trú á aðgerðum stjórnvalda og það er frekar stöðugt hér á Íslandi vel flest stödd þar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59
Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21