„Ísland vill sýna gott fordæmi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 23:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt. Skjáskot Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt en þar kynnti Katrín meðal annars ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem greint var frá í vikunni, um að stefnt skuli að því að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Í dag vil ég greina frá því að Ísland er reiðubúið að ganga lengra en gert er ráð fyrir samkvæmt fyrirliggjandi markmiði um 40% samdrátt losunar fyrir 2030 og fara upp í 55% eða meira. Nýlega uppfærð aðgerðaáætlun okkar í loftslagsmálum verður styrkt enn frekar til að endurspegla þetta markmið,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Hún sagði það ekki duga að eingöngu draga úr losun heldur þurfi einnig að binda kolefni úr andrúmsloftinu. Ísland standi framarlega að vígi í þeim efnum. „Það er lykilatriði í markmiði okkar um að ná kolefnishlutleysi fyrir 2040,“ sagði Katrín. Ísland styðji við þróun tækni sem stendur yfir til að binda kolefni með því að breyta því í basalt. Þá hafi stjórnvöld nýlega aukið áherslu á annars konar lausnir, til að mynda skógrækt og endurheimt votlendis. „Í dag boðum við efldan ríkisstuðning við slíkar lausnir sem ætti að skila sér í aukinni kolefnisbindingu,“ sagði Katrín. „Ísland mun auka fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna þróunarsamvinnu í loftslagsmálum með því að auka framlög til loftslagsverkefna um tæpan helming, eða um 45%,“ sagði Katrín. Auknar grænar áherslur og metnaður í loftslagsmálum muni skipta sköpum í viðspyrnunni sem ráðast þurfi í í kjölfar kórónuveirufaraldurinn. „Ísland vill sýna gott fordæmi með því að flýta fyrir hreinni framtíð með nýsköpun, metnaði og vönduðum vinnubrögðum,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12. desember 2020 19:54 Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum. 12. desember 2020 16:49 Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt. 12. desember 2020 14:08 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Í dag vil ég greina frá því að Ísland er reiðubúið að ganga lengra en gert er ráð fyrir samkvæmt fyrirliggjandi markmiði um 40% samdrátt losunar fyrir 2030 og fara upp í 55% eða meira. Nýlega uppfærð aðgerðaáætlun okkar í loftslagsmálum verður styrkt enn frekar til að endurspegla þetta markmið,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Hún sagði það ekki duga að eingöngu draga úr losun heldur þurfi einnig að binda kolefni úr andrúmsloftinu. Ísland standi framarlega að vígi í þeim efnum. „Það er lykilatriði í markmiði okkar um að ná kolefnishlutleysi fyrir 2040,“ sagði Katrín. Ísland styðji við þróun tækni sem stendur yfir til að binda kolefni með því að breyta því í basalt. Þá hafi stjórnvöld nýlega aukið áherslu á annars konar lausnir, til að mynda skógrækt og endurheimt votlendis. „Í dag boðum við efldan ríkisstuðning við slíkar lausnir sem ætti að skila sér í aukinni kolefnisbindingu,“ sagði Katrín. „Ísland mun auka fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna þróunarsamvinnu í loftslagsmálum með því að auka framlög til loftslagsverkefna um tæpan helming, eða um 45%,“ sagði Katrín. Auknar grænar áherslur og metnaður í loftslagsmálum muni skipta sköpum í viðspyrnunni sem ráðast þurfi í í kjölfar kórónuveirufaraldurinn. „Ísland vill sýna gott fordæmi með því að flýta fyrir hreinni framtíð með nýsköpun, metnaði og vönduðum vinnubrögðum,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12. desember 2020 19:54 Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum. 12. desember 2020 16:49 Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt. 12. desember 2020 14:08 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12. desember 2020 19:54
Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum. 12. desember 2020 16:49
Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt. 12. desember 2020 14:08