Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu berst reykurinn úr kjallara við Seljabraut. Ekki er vitað hvort um eld sé að ræða og þá hversu mikinn.
Uppfært 13:14: Eldurinn kom upp í þvottahúsi samkvæmt upplýsingum frá slökkvilið, en enginn var fluttur á slysadeild vegna eldsins. Búið er að slökkva eldinn og reykræsta.