Veiking krónunnar styður við útflutning sjávarafurða Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2020 19:21 Gengisfall krónunnar á þessu ári jók tekjur af útflutningi í krónum talið en þær drógust saman um níu prósent í evrum. Kostnaður sjávarútvegsins er þó mestur í krónum. Vísir/ Vilhelm Verðmæti útflutnings íslenskra sjávarafurða hefur náð að halda í horfinu frá fyrra ári þrátt fyrir heimsfaraldur, miklar sveiflur á gengi krónunnar og loðnubrest. Framkvæmdastjór Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þetta varnarsigur. Gengi íslensku krónunnar hefur veikst mikið frá upphafi kórónuveirufaraldursins og var veikast um miðjan nóvember. En undanfarnar vikur og daga hefur krónan styrkst mjög mikið aftur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þessar sveiflur á genginu og faraldurinn sjálfur hafa haft mikil áhrif á stöðu sjávarútvegsins. Hann er með tekjurnar í erlendri mynt en stærsta hluta kostnaðarins í íslenskum krónum. „Þegar við höfum séð tölur ellefu mánaða af tólf finnst mér niðurstaðan vera að við getum sagt að við höfum unnið varnarsigur. Að það sé eitt prósent aukning verðmæta í krónum talið í útflutningi sjávarafurða er vel. Þetta er níu prósenta samdráttur í erlendri mynt sem er töluvert. Meiri samdráttur en var til dæmis þegar hér var sjómannaverkfall árið 2017,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir í raun aðdáunarvert að tekist hafi að auka útflutningsverðmæti sjávarafurða lítillega í krónum talið í heimsfaraldri og loðnubresti.Stöð 2/Sigurjón En á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs er heildar útflutningsverðmætið 247 milljarðar, var 243 milljarðar fyrir sömu mánuði í fyrra en á bláu línunni sést hvernig gengi krónunnar hefur þróast á sama tíma. Veiking krónunnar hefur vegið upp á móti minna magni í útflutingi aðallega vegna loðnubrests og lægra verði í erlendri mynt. „Á hverjum einasta degi hafa fyrirtæki þurft að grípa til einhverra aðgerða. Breyta sinni starfsemi. Það á við um alla virðiskeðjuna. Það eru veiðar, vinnsla, það er flutningur og sala. Allt hefur orðið fyrir áhrif af þessari kórónuveiru,“ segir Heiðrún Lind. Vegna algers hruns í útflutningi þjónustu, það er ferðaþjónustunni, hefur hlutfall sjávarútvegsins í útflutningi hækkað úr 19 prósentum í fyrra í 27 prósent á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. Hefur hlutfallið ekki verið eins hátt síðan árið 2008. „Þannig að það að okkur hafi tekist að halda sjó í gegnum þetta er svo að segja aðdáunarvert,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31 Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Gengi íslensku krónunnar hefur veikst mikið frá upphafi kórónuveirufaraldursins og var veikast um miðjan nóvember. En undanfarnar vikur og daga hefur krónan styrkst mjög mikið aftur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þessar sveiflur á genginu og faraldurinn sjálfur hafa haft mikil áhrif á stöðu sjávarútvegsins. Hann er með tekjurnar í erlendri mynt en stærsta hluta kostnaðarins í íslenskum krónum. „Þegar við höfum séð tölur ellefu mánaða af tólf finnst mér niðurstaðan vera að við getum sagt að við höfum unnið varnarsigur. Að það sé eitt prósent aukning verðmæta í krónum talið í útflutningi sjávarafurða er vel. Þetta er níu prósenta samdráttur í erlendri mynt sem er töluvert. Meiri samdráttur en var til dæmis þegar hér var sjómannaverkfall árið 2017,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir í raun aðdáunarvert að tekist hafi að auka útflutningsverðmæti sjávarafurða lítillega í krónum talið í heimsfaraldri og loðnubresti.Stöð 2/Sigurjón En á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs er heildar útflutningsverðmætið 247 milljarðar, var 243 milljarðar fyrir sömu mánuði í fyrra en á bláu línunni sést hvernig gengi krónunnar hefur þróast á sama tíma. Veiking krónunnar hefur vegið upp á móti minna magni í útflutingi aðallega vegna loðnubrests og lægra verði í erlendri mynt. „Á hverjum einasta degi hafa fyrirtæki þurft að grípa til einhverra aðgerða. Breyta sinni starfsemi. Það á við um alla virðiskeðjuna. Það eru veiðar, vinnsla, það er flutningur og sala. Allt hefur orðið fyrir áhrif af þessari kórónuveiru,“ segir Heiðrún Lind. Vegna algers hruns í útflutningi þjónustu, það er ferðaþjónustunni, hefur hlutfall sjávarútvegsins í útflutningi hækkað úr 19 prósentum í fyrra í 27 prósent á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. Hefur hlutfallið ekki verið eins hátt síðan árið 2008. „Þannig að það að okkur hafi tekist að halda sjó í gegnum þetta er svo að segja aðdáunarvert,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31 Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31
Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01
Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00