Börn allt niður í nokkurra mánaða gömul á farsóttarhúsinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. desember 2020 18:51 Nokkrar barnafjölskyldur voru fluttar á farsóttarhúsið að Rauðarársstíg í gær. Smit þeirra eru tengd við klasasmit sem upp kom í húsnæði Útlendingastofnunar fyrir hælisleitendur. Vísir/Frikki Tólf umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja í farsóttahúsinu eftir að hafa smitast í húsnæði Útlendingastofnunar fyrir hælisleitendur. Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnuninni vísar á bug ásökunum um að sóttvörnum sé ábótavant í húsnæði á hennar vegum. Alls hafa átta íbúar í búsetuúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar greinst með kórónuveiruna, þar af sex í gær. Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur í úrræðinu greindist fyrr í vikunni og fóru aðrir íbúar í sóttkví. Um er að ræða tvö fjölbýlishús þar sem búa tæplega sextíu manns. „Þetta eru eins og hefðbundin fjölbýlishús. Þetta eru íbúðir með sér salernisaðstöðu og eldunaraðstöðu og svo bara sameiginlegur stigagangur. Mér skilst af þeim tölum sem við höfum farið yfir í dag að það séu núna þrettán manns í sóttkví í báðum húsunum,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Þeir sem eru í sóttkví fá þjónustu frá Hafnarfjarðarbæ. Segir sóttvörnum ábótavant Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris, sagði í hádegisfréttum að það komi ekki á óvart að smit hafi komið upp í úrræði þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Hún hafi til að mynda sjálf farið á staðina og séð að það vanti sápu og spritt. Þorsteinn segir að þetta sé ekki rétt. „Við höfum útvegað spritt og grímur fyrir alla sem þurfa og höfum lagt áherslu á að hafa spritt aðgengilegt á sem flestum stöðum í okkar úrræðum. Við höfum frá upphafi þessa faraldurs reynt að skapa aðstæður þar sem okkar skjólstæðingar geta hugað að sínum einstaklingbundnu sóttvörnum,“ segir Þorsteinn og bætir við að aðstaðan í úrræðinu í Hafnarfirði hafi einnig við góð. „Það hefur verið mikil viðvera starfsmanna frá Hafnarfjarðarbæ í þessu úrræði, meðal annars til að ráðleggja fólki með smitvarnir og alla aðra þjónustu sem fólk þarf í þessum aðstæðum,“ segir Þorsteinn. Barnafjölskyldur í hópi smitaðra Tólf voru fluttir á farsóttarhúsið frá búsetuúrræði Útlendingastofnunar en aðeins átta þeirra eru smitaðir. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhússins, segir það vegna þess að í hópnum sé mikið af börnum sem þurfi að fylgja foreldrum sínum. Þorsteinn Gunnarsson forstjóri Útlendingastofnunar.Vísir „ Í hópnum er mikið af börnum, mjög ungum börnum, allt frá nokkurra mánaða upp í þriggja ára. Sum barnanna eru smituð þannig að þá fylgja foreldrar þeim en svo er það líka að einhverjir foreldrar eru smitaðir og börnin verða að fylgja þeim að sama skapi,“ sagði Gylfi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir allt hafa gengið ljómandi vel frá því að hópurinn var fluttur á farsóttarhúsið í gærkvöldi. Ein fjölskyldan hafi verið þar áður og var hún meðal þeirra fyrstu sem kom í húsið þegar opnað var í mars. „Þá var konan með þriggja ára gamlan dreng með sér og ólétt. Nú er hún búin að eignast barnið og drengurinn orðinn bróðir. Það voru satt að segja fagnaðarfundir þegar þau komu í gær,“ segir Gylfi. En hvernig líður fólkinu almennt? „Sem betur fer hafa þetta ekki verið alvarleg veikindi hjá þeim hingað til en þetta er auðvitað bara að byrja hjá þeim veikindin þannig að við vitum ekki hvað verður. En við fylgjumst vel með þeim að sjálfsögðu,“ sagði Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Börn og uppeldi Reykjavík Tengdar fréttir Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23 Hópsmit á höfuðborgarsvæðinu og minnst átta smitaðir Minnst átta aðilar með staðfest kórónuveirusmit hafa verið fluttir með sjúkrabíl á farsóttarhús síðan klukkan átta í kvöld. Sex þeirra búa í sama húsnæðinu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 10. desember 2020 22:28 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Alls hafa átta íbúar í búsetuúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar greinst með kórónuveiruna, þar af sex í gær. Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur í úrræðinu greindist fyrr í vikunni og fóru aðrir íbúar í sóttkví. Um er að ræða tvö fjölbýlishús þar sem búa tæplega sextíu manns. „Þetta eru eins og hefðbundin fjölbýlishús. Þetta eru íbúðir með sér salernisaðstöðu og eldunaraðstöðu og svo bara sameiginlegur stigagangur. Mér skilst af þeim tölum sem við höfum farið yfir í dag að það séu núna þrettán manns í sóttkví í báðum húsunum,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Þeir sem eru í sóttkví fá þjónustu frá Hafnarfjarðarbæ. Segir sóttvörnum ábótavant Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris, sagði í hádegisfréttum að það komi ekki á óvart að smit hafi komið upp í úrræði þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Hún hafi til að mynda sjálf farið á staðina og séð að það vanti sápu og spritt. Þorsteinn segir að þetta sé ekki rétt. „Við höfum útvegað spritt og grímur fyrir alla sem þurfa og höfum lagt áherslu á að hafa spritt aðgengilegt á sem flestum stöðum í okkar úrræðum. Við höfum frá upphafi þessa faraldurs reynt að skapa aðstæður þar sem okkar skjólstæðingar geta hugað að sínum einstaklingbundnu sóttvörnum,“ segir Þorsteinn og bætir við að aðstaðan í úrræðinu í Hafnarfirði hafi einnig við góð. „Það hefur verið mikil viðvera starfsmanna frá Hafnarfjarðarbæ í þessu úrræði, meðal annars til að ráðleggja fólki með smitvarnir og alla aðra þjónustu sem fólk þarf í þessum aðstæðum,“ segir Þorsteinn. Barnafjölskyldur í hópi smitaðra Tólf voru fluttir á farsóttarhúsið frá búsetuúrræði Útlendingastofnunar en aðeins átta þeirra eru smitaðir. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhússins, segir það vegna þess að í hópnum sé mikið af börnum sem þurfi að fylgja foreldrum sínum. Þorsteinn Gunnarsson forstjóri Útlendingastofnunar.Vísir „ Í hópnum er mikið af börnum, mjög ungum börnum, allt frá nokkurra mánaða upp í þriggja ára. Sum barnanna eru smituð þannig að þá fylgja foreldrar þeim en svo er það líka að einhverjir foreldrar eru smitaðir og börnin verða að fylgja þeim að sama skapi,“ sagði Gylfi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir allt hafa gengið ljómandi vel frá því að hópurinn var fluttur á farsóttarhúsið í gærkvöldi. Ein fjölskyldan hafi verið þar áður og var hún meðal þeirra fyrstu sem kom í húsið þegar opnað var í mars. „Þá var konan með þriggja ára gamlan dreng með sér og ólétt. Nú er hún búin að eignast barnið og drengurinn orðinn bróðir. Það voru satt að segja fagnaðarfundir þegar þau komu í gær,“ segir Gylfi. En hvernig líður fólkinu almennt? „Sem betur fer hafa þetta ekki verið alvarleg veikindi hjá þeim hingað til en þetta er auðvitað bara að byrja hjá þeim veikindin þannig að við vitum ekki hvað verður. En við fylgjumst vel með þeim að sjálfsögðu,“ sagði Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Börn og uppeldi Reykjavík Tengdar fréttir Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23 Hópsmit á höfuðborgarsvæðinu og minnst átta smitaðir Minnst átta aðilar með staðfest kórónuveirusmit hafa verið fluttir með sjúkrabíl á farsóttarhús síðan klukkan átta í kvöld. Sex þeirra búa í sama húsnæðinu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 10. desember 2020 22:28 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11
Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44
Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23
Hópsmit á höfuðborgarsvæðinu og minnst átta smitaðir Minnst átta aðilar með staðfest kórónuveirusmit hafa verið fluttir með sjúkrabíl á farsóttarhús síðan klukkan átta í kvöld. Sex þeirra búa í sama húsnæðinu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 10. desember 2020 22:28