Messi tryggði Barcelona torsóttan sigur Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. desember 2020 21:52 Eina marki leiksins fagnað. vísir/Getty Lánlaust lið Barcelona fékk lið Levante í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en síðarnefnda liðið var í fallsæti þegar kom að leik kvöldsins. Börsungar höfðu talsverða yfirburði út á vellinum en áttu í erfiðleikum með að koma marki á varnarsinnað lið gestanna. Ekkert mark var skorað í leiknum fyrr en á 76.mínútu þegar goðsögnin Lionel Messi kom sínu liði til bjargar með góðu skoti eftir stoðsendingu Frenkie De Jong. Barcelona lyfti sér upp í áttunda sæti deildarinnar með sigrinum. Fótbolti Spænski boltinn
Lánlaust lið Barcelona fékk lið Levante í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en síðarnefnda liðið var í fallsæti þegar kom að leik kvöldsins. Börsungar höfðu talsverða yfirburði út á vellinum en áttu í erfiðleikum með að koma marki á varnarsinnað lið gestanna. Ekkert mark var skorað í leiknum fyrr en á 76.mínútu þegar goðsögnin Lionel Messi kom sínu liði til bjargar með góðu skoti eftir stoðsendingu Frenkie De Jong. Barcelona lyfti sér upp í áttunda sæti deildarinnar með sigrinum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti