Viðar sakar Ólínu um „hálfstuld“ og hroðvirkni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2020 14:34 Viðari þykir ekki mikið til bókar Ólínu koma en gerist þó svo örlátur að lofa kápuna. Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur fer ófögrum orðum um Lífgrös og leyndir dómar - Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðing í nýjasta tölublaði Sögu, tímarits Sögufélags. Bókin kom út í fyrra við góðar undirtektir og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en Viðar sakar Ólínu meðal annars um „hálfstuld“ og hroðvirkni. Á vef Forlagsins segir um bókina að hún sé „skemmtilegt og fræðandi“ rit þar sem höfundur „eys úr fróðleiksbrunnum fortíðarinnar“. Viðfangsefnið sé viðleitni fólks frá örófi alda til að „ráða bót á sjúkdómum og kvillum, ekki síst með því að sækja í lyfjaskáp náttúrunnar, nota helga dóma og hluti sem áttu að hafa lækningakraft, fara með bænir, þylja særingar og styðjast við lækningabækur – sem stundum voru þó taldar galdraskræður og gat verið háskalegt að eiga.“ Bergmál og gamlir fordómar Viðari þykir ekki mikið til koma og sakar Ólínu oftsinnis um að éta upp úreltar heimildir og setja fram „án auðkenninga“. Segir hann höfundinn meðal annars „hálfstela heilu blaðsíðunum“ úr inngangi Vilmundar Jónssonar landlæknis að Lækningum – Curationes – séra Þorkels Arngrímssonar og segir kaldhæðnislegt að notast við þá heimild þar sem hún „einkennist af lítilsvirðingu fyrir þekkingu fyrri tíma“. „[Vilmundur] aðhyllist þá vísindahyggju eða vísindatrú sem höfundur gagnrýnir í inngangi en virðist þó að verulegu leyti hafa mótað sjónarmið eða efnistök bókarinnar sem eru þversagnakennd og stefnulaus,“ segir Viðar. „Bergmálið frá Vilmundi sést í snubbóttri afgreiðslu í undirkafla um áhrif Araba á læknisfræðina,“ bætir hann við, og segir „gamla fordóma“ á kreiki. Ritið „meingallað um margt“ Viðar víkur margoft að því að frjálslega sé farið með heimildir eða þeirra ekki getið en virðist einnig vilja ritstýra heimildavalinu. Þannig vísar hann til rita sem hann hefði viljað sjá höfund nota og segir til dæmis: „Vel hefði farið á… og „Nær hefði verið…“ „Það er ljóst að þetta rit er meingallað um margt,“ segir Viðar að lokum. „Megingalli bókarinnar er samhengisleysi og hroðvirkni. Hún er safn fróðleiksmola án eiginlegrar úrvinnslu. Fræðimenn viða að sér margvíslegu efni, móta eigin sýn og stefnu gagnvart viðfangsefninu og nýta til þess heimildir. Þeir umskrifa efnið út frá því, hið raunverulega framlag til fræðanna er að vinna úr efni, ekki afrita það. Ekki dugar að taka upp hráar heimildir sem stýra efninu eins og gert er í þessari bók. Því fer oft fjarri að textinn sé eiginlegur texti höfundar, svo náinn er hann heimildunum.“ Verður svarað á sama vettvangi Vísir leitaði viðbragða hjá Ólínu sem svaraði skriflega. „Viðar verður að eiga um það við sína eigin sómakennd hvernig hann velur að fjalla um aðra fræðimenn. Þó að bók mín Lífgrös og leyndir dómar sé alþýlegt fræðirit fyrir almenna lesendur, er þar hvergi vikið frá viðurkenndum kröfum um fræðileg efnistök og framsetningu. Bókinni var ætlað að gefa innsýn í þekkingarþróun íslenskra lækninga, og undir því stendur hún fyllilega. Ritdómur Viðars Hreinssonar í Sögu er aftur á móti flausturslega unninn. Í honum eru staðreyndavillur og rangfærslur, til dæmis ásakanir hans um um skort á tilvísunum. „Dæmið“ sem hann dregur fram máli sínu til stuðnings eru tvær samhangandi setningar, efnisleg staðreyndaupptaling, um Caspar Bartholin læknaprófessor við Hafnarháskóla. Sú vitneskja er fengin með meiru úr bók Vilmundar Jónssonar landlæknis um Þorkel Arngrímsson Vídalín, sem ítrekað er vitnað til í umræddum kafla, bæði í efnisgreinum á undan og eftir. Aðrar fullyrðingar Viðars í svipaða veru eru staðleysa. Þá skýtur skökku við – í ljósi heimildaskrár –fullyrðing Viðars um skort á alþjóðlegri fræðasýn, því sjálfur tilgreinir hann enga erlenda fræðiðgrein sem hefði átt að koma til álita. Þetta eru ómakleg skrif sem vega að fræðaheiðri. Viðari verður svarað á sama vettvangi síðar.“ Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Á vef Forlagsins segir um bókina að hún sé „skemmtilegt og fræðandi“ rit þar sem höfundur „eys úr fróðleiksbrunnum fortíðarinnar“. Viðfangsefnið sé viðleitni fólks frá örófi alda til að „ráða bót á sjúkdómum og kvillum, ekki síst með því að sækja í lyfjaskáp náttúrunnar, nota helga dóma og hluti sem áttu að hafa lækningakraft, fara með bænir, þylja særingar og styðjast við lækningabækur – sem stundum voru þó taldar galdraskræður og gat verið háskalegt að eiga.“ Bergmál og gamlir fordómar Viðari þykir ekki mikið til koma og sakar Ólínu oftsinnis um að éta upp úreltar heimildir og setja fram „án auðkenninga“. Segir hann höfundinn meðal annars „hálfstela heilu blaðsíðunum“ úr inngangi Vilmundar Jónssonar landlæknis að Lækningum – Curationes – séra Þorkels Arngrímssonar og segir kaldhæðnislegt að notast við þá heimild þar sem hún „einkennist af lítilsvirðingu fyrir þekkingu fyrri tíma“. „[Vilmundur] aðhyllist þá vísindahyggju eða vísindatrú sem höfundur gagnrýnir í inngangi en virðist þó að verulegu leyti hafa mótað sjónarmið eða efnistök bókarinnar sem eru þversagnakennd og stefnulaus,“ segir Viðar. „Bergmálið frá Vilmundi sést í snubbóttri afgreiðslu í undirkafla um áhrif Araba á læknisfræðina,“ bætir hann við, og segir „gamla fordóma“ á kreiki. Ritið „meingallað um margt“ Viðar víkur margoft að því að frjálslega sé farið með heimildir eða þeirra ekki getið en virðist einnig vilja ritstýra heimildavalinu. Þannig vísar hann til rita sem hann hefði viljað sjá höfund nota og segir til dæmis: „Vel hefði farið á… og „Nær hefði verið…“ „Það er ljóst að þetta rit er meingallað um margt,“ segir Viðar að lokum. „Megingalli bókarinnar er samhengisleysi og hroðvirkni. Hún er safn fróðleiksmola án eiginlegrar úrvinnslu. Fræðimenn viða að sér margvíslegu efni, móta eigin sýn og stefnu gagnvart viðfangsefninu og nýta til þess heimildir. Þeir umskrifa efnið út frá því, hið raunverulega framlag til fræðanna er að vinna úr efni, ekki afrita það. Ekki dugar að taka upp hráar heimildir sem stýra efninu eins og gert er í þessari bók. Því fer oft fjarri að textinn sé eiginlegur texti höfundar, svo náinn er hann heimildunum.“ Verður svarað á sama vettvangi Vísir leitaði viðbragða hjá Ólínu sem svaraði skriflega. „Viðar verður að eiga um það við sína eigin sómakennd hvernig hann velur að fjalla um aðra fræðimenn. Þó að bók mín Lífgrös og leyndir dómar sé alþýlegt fræðirit fyrir almenna lesendur, er þar hvergi vikið frá viðurkenndum kröfum um fræðileg efnistök og framsetningu. Bókinni var ætlað að gefa innsýn í þekkingarþróun íslenskra lækninga, og undir því stendur hún fyllilega. Ritdómur Viðars Hreinssonar í Sögu er aftur á móti flausturslega unninn. Í honum eru staðreyndavillur og rangfærslur, til dæmis ásakanir hans um um skort á tilvísunum. „Dæmið“ sem hann dregur fram máli sínu til stuðnings eru tvær samhangandi setningar, efnisleg staðreyndaupptaling, um Caspar Bartholin læknaprófessor við Hafnarháskóla. Sú vitneskja er fengin með meiru úr bók Vilmundar Jónssonar landlæknis um Þorkel Arngrímsson Vídalín, sem ítrekað er vitnað til í umræddum kafla, bæði í efnisgreinum á undan og eftir. Aðrar fullyrðingar Viðars í svipaða veru eru staðleysa. Þá skýtur skökku við – í ljósi heimildaskrár –fullyrðing Viðars um skort á alþjóðlegri fræðasýn, því sjálfur tilgreinir hann enga erlenda fræðiðgrein sem hefði átt að koma til álita. Þetta eru ómakleg skrif sem vega að fræðaheiðri. Viðari verður svarað á sama vettvangi síðar.“
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira