Tryggvi og Haukur Helgi loka Íslendingahringnum í beinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 15:30 Haukur Helgi Pálsson í leik með íslenska körfuboltalandsliðinu á Eurobasket. Getty sampics/Corbis Það er Íslendingaslagur í spænsku körfuboltadeildinni í kvöld þegar Morabanc Andorra fær Casademont Zaragoza í heimsókn í frestuðum leik úr 9. umferð ACB deildarinnar. Íslenskir landsliðsmenn eru í báðum liðum því Haukur Helgi Pálsson spilar með heimamönnum í Morabanc Andorra en Tryggvi Snær Hlinason er í liði gestanna frá Casademont Zaragoza. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tryggvi og Haukur mætast með sínum liðum í spænsku deildinni en báðir hafa þeir þegar mætt Martin Hermannssyni í Íslendingaslag í vetur. Martin Hermannsson hafði betur með Valencia í báðum þeim leikjum og var með 15 stig og 17,5 framlagsstig að meðaltali í leik. Eftir leikinn í kvöld verða íslensku strákarnir búnir að loka hringnum það er allir búnir að mætast að minnsta kosti einu sinni í deildinni í vetur. Haukur Helgi Pálsson missti af síðasta landsleikjaverkefni vegna kórónuveirusmit en er farinn að spila aftur. Haukur átti mjög fínan leik í Evrópukeppninni í vikunni þegar hann skoraði 21 stig og setti niður fimm þrista í 101-106 tapi á móti rússneska liðinu Lokomotiv Kuban Krasnodar. Það var gaman að sjá að Haukur er að finna taktinn á ný eftir veikindin og hann reynir að kóróna góða viku í kvöld. Hann er líka kominn með konu og barn út til sín sem hafði greinilega mjög góð áhrif á hann á móti Rússunum. Tryggvi Snær Hlinason hefur aðeins gefið eftir í síðustu leikjum en Bárðdælingurinn var með 6 stig, 4 fráköst, 3 varin skot og 3 troðslur í síðasta leik. Tryggvi er áfram efstur í deildinni í troðslum (2,3 í leik) og skotnýtingu (83 prósent) Tryggvi Snær Hlinason er með 9,4 stig, 5,8 fráköst og 14,4 framlagsstig að meðaltali í tólf deildarleikjum á tímabilinu. Haukur Helgi Pálsson er með 8,8 sitg, 2,0 fráköst og 8,1 framlagsstig að meðaltali í átta deildarleikjum á tímabilinu. Haukur er á lista yfir bestu þriggja stiga nýtinguna en hann hefur nýtt 40 prósent skota sinna fyrir utan sem setur hann í 41. sæti. Leikur Morabanc Andorra og Casademont Zaragoza hefst klukkan 17.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 17.20. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0 Spænski körfuboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Íslenskir landsliðsmenn eru í báðum liðum því Haukur Helgi Pálsson spilar með heimamönnum í Morabanc Andorra en Tryggvi Snær Hlinason er í liði gestanna frá Casademont Zaragoza. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tryggvi og Haukur mætast með sínum liðum í spænsku deildinni en báðir hafa þeir þegar mætt Martin Hermannssyni í Íslendingaslag í vetur. Martin Hermannsson hafði betur með Valencia í báðum þeim leikjum og var með 15 stig og 17,5 framlagsstig að meðaltali í leik. Eftir leikinn í kvöld verða íslensku strákarnir búnir að loka hringnum það er allir búnir að mætast að minnsta kosti einu sinni í deildinni í vetur. Haukur Helgi Pálsson missti af síðasta landsleikjaverkefni vegna kórónuveirusmit en er farinn að spila aftur. Haukur átti mjög fínan leik í Evrópukeppninni í vikunni þegar hann skoraði 21 stig og setti niður fimm þrista í 101-106 tapi á móti rússneska liðinu Lokomotiv Kuban Krasnodar. Það var gaman að sjá að Haukur er að finna taktinn á ný eftir veikindin og hann reynir að kóróna góða viku í kvöld. Hann er líka kominn með konu og barn út til sín sem hafði greinilega mjög góð áhrif á hann á móti Rússunum. Tryggvi Snær Hlinason hefur aðeins gefið eftir í síðustu leikjum en Bárðdælingurinn var með 6 stig, 4 fráköst, 3 varin skot og 3 troðslur í síðasta leik. Tryggvi er áfram efstur í deildinni í troðslum (2,3 í leik) og skotnýtingu (83 prósent) Tryggvi Snær Hlinason er með 9,4 stig, 5,8 fráköst og 14,4 framlagsstig að meðaltali í tólf deildarleikjum á tímabilinu. Haukur Helgi Pálsson er með 8,8 sitg, 2,0 fráköst og 8,1 framlagsstig að meðaltali í átta deildarleikjum á tímabilinu. Haukur er á lista yfir bestu þriggja stiga nýtinguna en hann hefur nýtt 40 prósent skota sinna fyrir utan sem setur hann í 41. sæti. Leikur Morabanc Andorra og Casademont Zaragoza hefst klukkan 17.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 17.20. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0
Spænski körfuboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira