Anníe Mist: Síðustu fjórir mánuðir erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir er ekki alveg á þeim stað sem hún hélt hún væri fyrir fjórum mánuðum. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir segir í nýjustu stöðuuppfærslu sinni að draumurinn að komast aftur á fullt eftir átta til tíu vikur hafi ekki alveg gengið eftir. „Hlutirnir fara stundum ekki alltaf alveg eins og þú býst við að þeir geri,“ byrjar íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir nýjasta pistil sinn. „Ég eignaðist fallega, heilbrigða dóttir fyrir fjórum mánuðum en ég á að vera alveg hreinskilin þá hafa þessir síðustu fjórir mánuðir verið erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef verið íþróttakona alla mína æfi og það hvernig líkami minn stendur sig og lítur út hefur alltaf verið stór hluti af því hvernig ég skilgreini sjálfa mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Breytingarnar sem urðu á meðgöngunni og í erfiðri fæðingu hafa verið mér meiri áskorun en ég bjóst við. Mínar væntingar voru að ég gæti verið komin til baka eftir átta til tíu vikur af því að koma mér hægt og róleg til baka. Frá því ætlaði ég síðan að fara byggja upp þol og styrk,“ skrifaði Anníe Mist. Freyja Mist, dóttir Anníe og Frederiks Ægidius, hélt upp á fjögurra mánaða afmæli sitt í dag. Anníe Mist er löngu byrjuð að æfa en það er ekkert grín að koma sér aftur til baka í ofurform CrossFit konunnar. „Þetta hefur allt gengið hægar hjá mér en það, í rétta hátt, en hægt. Við vitum öll að þú nærð árangri með því að vera stöðugur í þinni vinnu og trúa á ferlið. Sumir dagar eru hins vegar erfiðari en aðrir,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég þarf að einbeita mér að þeim hlutum sem ég hef stjórn á. Svefninn, endurhæfingin og mataræðið. Það er alltof auðvelt að sjá bara hversu þetta gengur hægt og gefast bara upp. Ég veit að ég verð að halda áfram í rétta átt og að góðir hlutir munu síðan gerast. 2021 verður enn betra ár en 2020,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sjá meira
„Hlutirnir fara stundum ekki alltaf alveg eins og þú býst við að þeir geri,“ byrjar íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir nýjasta pistil sinn. „Ég eignaðist fallega, heilbrigða dóttir fyrir fjórum mánuðum en ég á að vera alveg hreinskilin þá hafa þessir síðustu fjórir mánuðir verið erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef verið íþróttakona alla mína æfi og það hvernig líkami minn stendur sig og lítur út hefur alltaf verið stór hluti af því hvernig ég skilgreini sjálfa mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Breytingarnar sem urðu á meðgöngunni og í erfiðri fæðingu hafa verið mér meiri áskorun en ég bjóst við. Mínar væntingar voru að ég gæti verið komin til baka eftir átta til tíu vikur af því að koma mér hægt og róleg til baka. Frá því ætlaði ég síðan að fara byggja upp þol og styrk,“ skrifaði Anníe Mist. Freyja Mist, dóttir Anníe og Frederiks Ægidius, hélt upp á fjögurra mánaða afmæli sitt í dag. Anníe Mist er löngu byrjuð að æfa en það er ekkert grín að koma sér aftur til baka í ofurform CrossFit konunnar. „Þetta hefur allt gengið hægar hjá mér en það, í rétta hátt, en hægt. Við vitum öll að þú nærð árangri með því að vera stöðugur í þinni vinnu og trúa á ferlið. Sumir dagar eru hins vegar erfiðari en aðrir,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég þarf að einbeita mér að þeim hlutum sem ég hef stjórn á. Svefninn, endurhæfingin og mataræðið. Það er alltof auðvelt að sjá bara hversu þetta gengur hægt og gefast bara upp. Ég veit að ég verð að halda áfram í rétta átt og að góðir hlutir munu síðan gerast. 2021 verður enn betra ár en 2020,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sjá meira