Lögreglan bankaði upp á í beinni útsendingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2020 13:44 Lögregla bankaði upp á hjá Elísabetu Guðmundsdóttir lýtaskurðlækni fyrr í dag og boðaði hana til skýrslutöku vegna brots á sóttvarnarlögum. Atvikið átti sér stað á meðan Elísabet var í viðtali í beinni útsendingu á Harmageddon á X-inu 977. Mál Elísabetar, sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda, hefur vakið talsverða athygli eftir að hún kom til landsins á föstudaginn frá Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 daginn eftir. Fréttastofa greindi frá því fyrir um helgina að mál hennar væri komið inn á borð lögreglu. Í viðtalinu má heyra þegar lögreglumenn banka heima hjá henni og boða hana til skýrslutöku vegna máls sem lögreglan hefur til rannsóknar. Elísabet: „Hvað eruð þið að gera?“ Lögreglumaður: „Birta þér kvaðningu.“ Elísabet: „Kvaðningu hvað?“ Lögreglumaður: „Þú átt að mæta í skýrslutöku.“ Elísabet forvitnaðist þá um ástæður þess af hverju hún átti að mæta í skýrslutöku. Hvöttu lögreglumenn hana þá til þess að hafa samband við lögreglumanninn sem færi með rannsókn málsins. Sagði hún þá lögreglumennirnir yrðu að banka aftur þegar þeir væru búnir að komast að því af hverju væri verið að boða hana til skýrslutöku. Má því næst heyra hurð vera lokað. Lögreglumennirnir koma síðan aftur síðar og segja að málið varði brot á sóttvarnarlögum, nánar tiltekið brot á skyldu fólks að sæta sóttkví við heimkomu. Heyra má samskipti Elísabetar og lögreglumannanna í spilurunum hér að neðan. Klippa: Lögreglumenn boða Elísabetu í skýrslutöku í beinni útsendingu - Fyrri hluti Klippa: Boðuð í skýrslutöku til lögreglu í beinni útsendingu í Harmageddon - Seinni hluti Afskipti lögreglu af henni í dag í beinni útsendingu er staðfesting þess efnis að lögregla hafi mál hennar til rannsóknar. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Harmageddon Tengdar fréttir Elísabet ætlar í mál við ríkislögreglustjóra Elísabet Guðmundsdóttir, lýtaskurðlæknirinn sem vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hún hafnaði því að fara í skimun á landamærunum eða fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands frá Danmörku, hyggst nú höfða mál á hendur embætti ríkislögreglustjóra. 8. desember 2020 21:52 Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. 7. desember 2020 18:05 Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Mál Elísabetar, sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda, hefur vakið talsverða athygli eftir að hún kom til landsins á föstudaginn frá Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 daginn eftir. Fréttastofa greindi frá því fyrir um helgina að mál hennar væri komið inn á borð lögreglu. Í viðtalinu má heyra þegar lögreglumenn banka heima hjá henni og boða hana til skýrslutöku vegna máls sem lögreglan hefur til rannsóknar. Elísabet: „Hvað eruð þið að gera?“ Lögreglumaður: „Birta þér kvaðningu.“ Elísabet: „Kvaðningu hvað?“ Lögreglumaður: „Þú átt að mæta í skýrslutöku.“ Elísabet forvitnaðist þá um ástæður þess af hverju hún átti að mæta í skýrslutöku. Hvöttu lögreglumenn hana þá til þess að hafa samband við lögreglumanninn sem færi með rannsókn málsins. Sagði hún þá lögreglumennirnir yrðu að banka aftur þegar þeir væru búnir að komast að því af hverju væri verið að boða hana til skýrslutöku. Má því næst heyra hurð vera lokað. Lögreglumennirnir koma síðan aftur síðar og segja að málið varði brot á sóttvarnarlögum, nánar tiltekið brot á skyldu fólks að sæta sóttkví við heimkomu. Heyra má samskipti Elísabetar og lögreglumannanna í spilurunum hér að neðan. Klippa: Lögreglumenn boða Elísabetu í skýrslutöku í beinni útsendingu - Fyrri hluti Klippa: Boðuð í skýrslutöku til lögreglu í beinni útsendingu í Harmageddon - Seinni hluti Afskipti lögreglu af henni í dag í beinni útsendingu er staðfesting þess efnis að lögregla hafi mál hennar til rannsóknar. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Harmageddon Tengdar fréttir Elísabet ætlar í mál við ríkislögreglustjóra Elísabet Guðmundsdóttir, lýtaskurðlæknirinn sem vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hún hafnaði því að fara í skimun á landamærunum eða fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands frá Danmörku, hyggst nú höfða mál á hendur embætti ríkislögreglustjóra. 8. desember 2020 21:52 Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. 7. desember 2020 18:05 Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Elísabet ætlar í mál við ríkislögreglustjóra Elísabet Guðmundsdóttir, lýtaskurðlæknirinn sem vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hún hafnaði því að fara í skimun á landamærunum eða fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands frá Danmörku, hyggst nú höfða mál á hendur embætti ríkislögreglustjóra. 8. desember 2020 21:52
Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. 7. desember 2020 18:05
Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20
Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24
Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32