Stefnt að 55 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2020 08:55 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnir ný markmið Íslands í loftslagsmálum á leiðtogafundi á laugardag. Vísir/Vilhelm Uppfært markmið Ísands í loftslagsmálum kveður á um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu. Markmiðið var áður 40 prósenta samdráttur miðað við árið 1990 en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun kynna þessi nýju markmið stjórnvalda á leiðtogafundi næstkomandi laugardag. Fundurinn er haldinn á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans á vegum Sameinuðu þjóðanna með breskum og frönskum stjórnvöldum, í samvinnu við Chíle og Ítalíu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Á fundinum mun Katrín kynna þrjú ný markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum: Aukinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda. Úr núverandi markmiði um 40% samdrátt m.v. árið 1990 í 55% eða meira til ársins 2030, en það markmið tengist samfloti Íslands með ESB og Noregi , Efldar aðgerðir til að ná markmiði Íslands um um kolefnishlutleysi árið 2040 og áfangamarkmiði um kolefnishlutleysi losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda í kringum árið 2030, Aukin áhersla á loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni, einkum á sviði sjálfbærrar orku með tilliti til íslenskrar sérþekkingar. Að því er segir í tilkynningu stjórnarráðsins tekur tilkynning Íslands um meiri samdrátt í losun mið af stöðu landsins í samfloti nærri þrjátíu Evrópuríkja innan vébanda Parísarsamningsins: „Þar ætla ríkin sameiginlega að ná 40% samdrætti í losun til 2030 m.v. 1990, skv. núverandi skuldbindingu. Ísland og Noregur gerðu samkomulag við ESB árið 2019 um hlut ríkjanna í því sameiginlega markmiði, með hliðsjón af þátttöku ríkjanna tveggja í viðskiptakerfi um losunarheimildir (ETS). Losun innan ETS er hvað Ísland varðar einkum á sviði stóriðju og flugs og þar bera fyrirtæki ábyrgð innan samevrópsks viðskiptakerfis. Önnur losun, s.s. frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs, er á beinni ábyrgð einstakra ríkja, sem taka á sig tölulega skuldbindingu varðandi þá losun. Ekki liggur fyrir hvernig ábyrgð verður skipt á milli ríkja þegar metnaðarstig varðandi samdrátt verður hækkað úr 40% í 55% en núverandi aðgerðaáætlun stjórnvalda tekur mið af því að ná meiri samdrætti í losun en krafist er skv. núverandi skuldbindingum. Noregur hefur gefið sambærilega yfirlýsingu og Ísland um vilja til aukins metnaðar, auk margra ríkja ESB, en ekki liggur fyrir sameiginleg ákvörðun af hálfu ESB,“ segir í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér. Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Markmiðið var áður 40 prósenta samdráttur miðað við árið 1990 en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun kynna þessi nýju markmið stjórnvalda á leiðtogafundi næstkomandi laugardag. Fundurinn er haldinn á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans á vegum Sameinuðu þjóðanna með breskum og frönskum stjórnvöldum, í samvinnu við Chíle og Ítalíu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Á fundinum mun Katrín kynna þrjú ný markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum: Aukinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda. Úr núverandi markmiði um 40% samdrátt m.v. árið 1990 í 55% eða meira til ársins 2030, en það markmið tengist samfloti Íslands með ESB og Noregi , Efldar aðgerðir til að ná markmiði Íslands um um kolefnishlutleysi árið 2040 og áfangamarkmiði um kolefnishlutleysi losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda í kringum árið 2030, Aukin áhersla á loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni, einkum á sviði sjálfbærrar orku með tilliti til íslenskrar sérþekkingar. Að því er segir í tilkynningu stjórnarráðsins tekur tilkynning Íslands um meiri samdrátt í losun mið af stöðu landsins í samfloti nærri þrjátíu Evrópuríkja innan vébanda Parísarsamningsins: „Þar ætla ríkin sameiginlega að ná 40% samdrætti í losun til 2030 m.v. 1990, skv. núverandi skuldbindingu. Ísland og Noregur gerðu samkomulag við ESB árið 2019 um hlut ríkjanna í því sameiginlega markmiði, með hliðsjón af þátttöku ríkjanna tveggja í viðskiptakerfi um losunarheimildir (ETS). Losun innan ETS er hvað Ísland varðar einkum á sviði stóriðju og flugs og þar bera fyrirtæki ábyrgð innan samevrópsks viðskiptakerfis. Önnur losun, s.s. frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs, er á beinni ábyrgð einstakra ríkja, sem taka á sig tölulega skuldbindingu varðandi þá losun. Ekki liggur fyrir hvernig ábyrgð verður skipt á milli ríkja þegar metnaðarstig varðandi samdrátt verður hækkað úr 40% í 55% en núverandi aðgerðaáætlun stjórnvalda tekur mið af því að ná meiri samdrætti í losun en krafist er skv. núverandi skuldbindingum. Noregur hefur gefið sambærilega yfirlýsingu og Ísland um vilja til aukins metnaðar, auk margra ríkja ESB, en ekki liggur fyrir sameiginleg ákvörðun af hálfu ESB,“ segir í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér.
Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira