Sendir Bamford stöðugt myndbönd með hinum norska Haaland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 10:01 Erling Haaland og Patrick Bamford hafa báðir skorað mikið af mörkum á þessu tímabili. Samsett/EPA Marcelo Bielsa er enginn venjulegur knattspyrnustjóri og kröfuharðari en flestir. Hann fór sérstaka leið til að fá meira frá framherja sínum Patrick Bamford. Patrick Bamford hefur átt flott tímabil með Leeds í ensku úrvalsdeildinni en hann er kominn með átta mörk í ellefu leikjum. Þrátt fyrir þessa fínu frammistöðu þá hafa kröfurnar bara aukist frá knattspyrnustjóranum sérstaka Marcelo Bielsa. Bamford gaf fólki smá innsýn í það hvernig er að vera aðalframherjinn í liði Bielsa í viðtali á dögunum. 'Be like Haaland' Marcelo Bielsa has sent Patrick Bamford numerous analytical videos of Erling Haaland to spark an improvement in front of goal for the Leeds No 9. It appears to have done the trick, as the 27-year-old explains: https://t.co/sPiz1JZLnM— TEAMtalk (@TEAMtalk) December 10, 2020 Bamford mætti í hlaðvarpsþáttinn hjá Ornstein og Chapman og greindi frá því hvernig Marcelo Bielsa heldur sínum leikmönnum á tánum. „Alla vikuna þá sendir hann þér ýmislegt. Stundum eru það myndbönd með varnarmanninum sem þú ert að fara spila við í næsta leik,“ sagði Patrick Bamford. „Undanfarnar þrjár vikur hefur aðeins orðið breyting á þessu. Þessar þrjár vikur þá hef ég fengið tvær til þrjár klippur með Erling Haaland á hverjum degi. Hver þeirra er svona um fimmtán mínútna löng,“ sagði Bamford. Öll átta mörk Bamford hafa komið í opnum leik en aðeins Erling Haaland hefur skorað fleiri slík mörk í fimm stærstu deildum Evrópu á þessari leiktíð. „Ég þurfti að horfa á þær og reyna að finna eitthvað þar sem ég gæti nýtt mér,“ sagði Bamford. Bamford trúir því líka að Norðmaðurinn sé að hafa áhrif á hans leik. Markið hans á móti Chelsea á laugardaginn var er ekkert ólíkt mörkunum sem Haaland er að skora. „Ef ég segi alveg eins og er þá var það mark svipað einhverjum mörkunum hans. Ég get unnið með sprengikraftinn í sumum hlaupunum mínum. Stunduð tek ég hlaup án þess að vera hundrað prósent viss um að það sé rétta hlaupið,“ sagði Bamford. Erling Haaland fæddist í Leeds þegar faðir hans lék með félaginu. Erling Haaland hefur raðað inn mörkum hjá Borussia Dortmund en norski framherjinn hefur skorað 17 mörk í 14 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og alls 33 mörk í 32 leikjum með þýska félaginu þar af 23 mörk í 23 leikjum í deildinni og 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni. Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Patrick Bamford hefur átt flott tímabil með Leeds í ensku úrvalsdeildinni en hann er kominn með átta mörk í ellefu leikjum. Þrátt fyrir þessa fínu frammistöðu þá hafa kröfurnar bara aukist frá knattspyrnustjóranum sérstaka Marcelo Bielsa. Bamford gaf fólki smá innsýn í það hvernig er að vera aðalframherjinn í liði Bielsa í viðtali á dögunum. 'Be like Haaland' Marcelo Bielsa has sent Patrick Bamford numerous analytical videos of Erling Haaland to spark an improvement in front of goal for the Leeds No 9. It appears to have done the trick, as the 27-year-old explains: https://t.co/sPiz1JZLnM— TEAMtalk (@TEAMtalk) December 10, 2020 Bamford mætti í hlaðvarpsþáttinn hjá Ornstein og Chapman og greindi frá því hvernig Marcelo Bielsa heldur sínum leikmönnum á tánum. „Alla vikuna þá sendir hann þér ýmislegt. Stundum eru það myndbönd með varnarmanninum sem þú ert að fara spila við í næsta leik,“ sagði Patrick Bamford. „Undanfarnar þrjár vikur hefur aðeins orðið breyting á þessu. Þessar þrjár vikur þá hef ég fengið tvær til þrjár klippur með Erling Haaland á hverjum degi. Hver þeirra er svona um fimmtán mínútna löng,“ sagði Bamford. Öll átta mörk Bamford hafa komið í opnum leik en aðeins Erling Haaland hefur skorað fleiri slík mörk í fimm stærstu deildum Evrópu á þessari leiktíð. „Ég þurfti að horfa á þær og reyna að finna eitthvað þar sem ég gæti nýtt mér,“ sagði Bamford. Bamford trúir því líka að Norðmaðurinn sé að hafa áhrif á hans leik. Markið hans á móti Chelsea á laugardaginn var er ekkert ólíkt mörkunum sem Haaland er að skora. „Ef ég segi alveg eins og er þá var það mark svipað einhverjum mörkunum hans. Ég get unnið með sprengikraftinn í sumum hlaupunum mínum. Stunduð tek ég hlaup án þess að vera hundrað prósent viss um að það sé rétta hlaupið,“ sagði Bamford. Erling Haaland fæddist í Leeds þegar faðir hans lék með félaginu. Erling Haaland hefur raðað inn mörkum hjá Borussia Dortmund en norski framherjinn hefur skorað 17 mörk í 14 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og alls 33 mörk í 32 leikjum með þýska félaginu þar af 23 mörk í 23 leikjum í deildinni og 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira