„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2020 09:06 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var til viðtals í Brennslunni á FM957 í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Í þeim felst meðal annars að sundlaugar fá að opna, íþróttaæfingar fullorðinna með og án snertingar verða heimilar í efstu deild og sviðslistir fá að hefjast að nýju með takmörkunum. Nokkuð hefur borið á gagnrýni eftir að aðgerðirnar voru kynntar í gær, meðal annars frá eigendum líkamsræktarstöðva og íþróttafélögum en hjá sumum félögum er það til dæmis þannig að karlarnir mega æfa en ekki konurnar, því karlarnir spila í efstu deild en konurnar í neðri deild. Sagði óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva Þá sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gær að það væri óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva. „Til dæmis að hleypa 350 manns á sama tíma í Laugardalslaugina, ég skil ekki hvað að baki því býr. Hvaðan fá menn þá vitneskju að þessi veira berist ekki á milli manna í sundi? Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar færa hann þetta.“ sagði Kári. Í Brennslunni í morgun vísaði Þórólfur í rakningargögn almannavarna og landlæknis í þessu samhengi. „Við höfum bæði séð það í rakningargögnunum hjá okkur að einn af stóru stöðunum sem er rótin að þessari bylgju sem við erum að eiga við núna, það eru nokkrir staðir, það eru krár, það er þessi hnefaleikastöð í Kópavogi og svo eru það líkamsræktarstöðvar. Það er nú bara þannig, þannig að þetta er bara ekki rétt sem fólk er að halda fram. Það eru mjög fá smit rakin til sundlauga hér og ef við skoðum bæði tilmæli Sóttvarnastofnunar Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvernig þau flokka áhættustaðina niður þá eru líkamsræktarstöðvar þar í efsta flokki og sundlaugarnar langt þar fyrir neðan,“ sagði Þórólfur og bætti við að þá dræpi klórinn í vatninu veiruna, hún gæti ekki lifað í sundlaugarvatninu. Hægt að sækja um undanþágu til ráðuneytisins vegna íþróttaæfinga Varðandi það hvort ekki væri um mismunun að ræða þar sem karlalið FH mættu til dæmis byrja að æfa en ekki kvennalið tók Þórólfur undir það. „Jú, allt er mismunun sem er verið að gera. Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun og við verðum að horfast í augu við það. Það er ekki hægt að vera með aðgerðir í gangi sem hefta útbreiðslu veirunnar án þess að vera með einhvers konar mismunandi á einhverjum stað í gangi, annað er eiginlega bara ómögulegt. Það er bara mjög erfitt í útfærslu hvernig við ætlum að gera það. Hins vegar er það þannig að það hefur komið mikil gagnrýni á þetta, og líka að neðri deildir gætu ekki verið með, og þá geta menn bara sótt um undanþágu til ráðuneytisins, menn þurfa bara að skoða það,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Brennslan Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Í þeim felst meðal annars að sundlaugar fá að opna, íþróttaæfingar fullorðinna með og án snertingar verða heimilar í efstu deild og sviðslistir fá að hefjast að nýju með takmörkunum. Nokkuð hefur borið á gagnrýni eftir að aðgerðirnar voru kynntar í gær, meðal annars frá eigendum líkamsræktarstöðva og íþróttafélögum en hjá sumum félögum er það til dæmis þannig að karlarnir mega æfa en ekki konurnar, því karlarnir spila í efstu deild en konurnar í neðri deild. Sagði óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva Þá sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gær að það væri óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva. „Til dæmis að hleypa 350 manns á sama tíma í Laugardalslaugina, ég skil ekki hvað að baki því býr. Hvaðan fá menn þá vitneskju að þessi veira berist ekki á milli manna í sundi? Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar færa hann þetta.“ sagði Kári. Í Brennslunni í morgun vísaði Þórólfur í rakningargögn almannavarna og landlæknis í þessu samhengi. „Við höfum bæði séð það í rakningargögnunum hjá okkur að einn af stóru stöðunum sem er rótin að þessari bylgju sem við erum að eiga við núna, það eru nokkrir staðir, það eru krár, það er þessi hnefaleikastöð í Kópavogi og svo eru það líkamsræktarstöðvar. Það er nú bara þannig, þannig að þetta er bara ekki rétt sem fólk er að halda fram. Það eru mjög fá smit rakin til sundlauga hér og ef við skoðum bæði tilmæli Sóttvarnastofnunar Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvernig þau flokka áhættustaðina niður þá eru líkamsræktarstöðvar þar í efsta flokki og sundlaugarnar langt þar fyrir neðan,“ sagði Þórólfur og bætti við að þá dræpi klórinn í vatninu veiruna, hún gæti ekki lifað í sundlaugarvatninu. Hægt að sækja um undanþágu til ráðuneytisins vegna íþróttaæfinga Varðandi það hvort ekki væri um mismunun að ræða þar sem karlalið FH mættu til dæmis byrja að æfa en ekki kvennalið tók Þórólfur undir það. „Jú, allt er mismunun sem er verið að gera. Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun og við verðum að horfast í augu við það. Það er ekki hægt að vera með aðgerðir í gangi sem hefta útbreiðslu veirunnar án þess að vera með einhvers konar mismunandi á einhverjum stað í gangi, annað er eiginlega bara ómögulegt. Það er bara mjög erfitt í útfærslu hvernig við ætlum að gera það. Hins vegar er það þannig að það hefur komið mikil gagnrýni á þetta, og líka að neðri deildir gætu ekki verið með, og þá geta menn bara sótt um undanþágu til ráðuneytisins, menn þurfa bara að skoða það,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Brennslan Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira