Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 17:18 Grandi 101 er í eigu tvíburasystranna Elínar og Jakobínu Jónsdætra og manna þeirra, Núma Snæs Katrínarsonar og Grétars Ali Khan. Jakobína er til hægri á mynd. Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan í byrjun október, með nokkurra daga hóptímaglugga í lok þess mánaðar. Með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag verður stöðvunum áfram lokað til 12. janúar hið minnsta. Þröstur Jón Sigurðsson eigandi Sporthússins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann hefði fyllst örvæntingu við fréttirnar. Jakobína Jónsdóttir einn eigenda Granda 101 tók í sama streng í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég held að við eigendur líkamsræktarstöðva getum verið sammála um það að þetta sé ansi svartur dagur hjá okkur.“ Hún kvaðst ekki endilega hafa átt von á öðru en að líkamsræktarstöðum yrði áfram gert að hafa lokað. Hún væri hætt að gera sér vonir um annað. Þá sagði hún að sér þætti einkennilegt að opna mætti sundlaugar en ekki líkamsræktarstöðvar, einkum í ljósi þess að ein mesta smithættan hafi verið sögð í búningsklefum – sem gestir sundlauga þurfi að sjálfsögðu að nota. „Í rauninni hefur eini sameiginlegi snertiflöturinn hjá okkur sem höfum verið með hóptíma verið hurðarhúnn, inn og út. Þannig að manni finnst þetta ekki sanngjarnt,“ sagði Jakobína. „Við erum tuttugu manns, eigendur líkamsræktarstöðva, í daglegum samskiptum og það veit enginn um neitt smit innan sinnar stöðvar. Mér finnst það segja mjög mikið. Líkamsræktarstöðvar hafa fylgt mjög ströngum sóttvörnum frá því í vor.“ Sýnist að aðgerðirnar séu ekki löglegar Fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu í október að 110 kórónuveirusmit hefðu verið rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar voru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. Stór hluti þessara smita er rakinn til hópsýkingar í Hnefaleikafélagi Kópavogs en tölurnar frá almannavörnum voru þó ekki sundurliðaðar. Jakobína sagði að hópur eigenda líkamsræktarstöðva væri nú að skoða réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerðanna. „Já, við erum búin að vera að skoða hana núna og höfum verið í sambandi við nokkra lögfræðinga og erum einmitt að fara að hittast á morgun á fundi. Við ætlum að fara aðeins að skoða þetta en okkur sýnist á öllu að þetta sé í rauninni ekki löglegt, þessar lokanir. Þannig að við ætlum að kafa dýpra í það,“ sagði Jakobína. „Við höfum fengið lögfræðinga til okkar sem hafa í rauninni bent okkur á að við ættum að opna, fá fólk til okkar, fá lögregluna á staðinn, fá sekt og kæra sektina og fara í mál. Sem allir hafa sagt að við myndum örugglega vinna. En auðvitað viljum við gera þetta í sátt og samlyndi með stjórnvöldum.“ Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru. 2. desember 2020 14:01 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan í byrjun október, með nokkurra daga hóptímaglugga í lok þess mánaðar. Með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag verður stöðvunum áfram lokað til 12. janúar hið minnsta. Þröstur Jón Sigurðsson eigandi Sporthússins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann hefði fyllst örvæntingu við fréttirnar. Jakobína Jónsdóttir einn eigenda Granda 101 tók í sama streng í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég held að við eigendur líkamsræktarstöðva getum verið sammála um það að þetta sé ansi svartur dagur hjá okkur.“ Hún kvaðst ekki endilega hafa átt von á öðru en að líkamsræktarstöðum yrði áfram gert að hafa lokað. Hún væri hætt að gera sér vonir um annað. Þá sagði hún að sér þætti einkennilegt að opna mætti sundlaugar en ekki líkamsræktarstöðvar, einkum í ljósi þess að ein mesta smithættan hafi verið sögð í búningsklefum – sem gestir sundlauga þurfi að sjálfsögðu að nota. „Í rauninni hefur eini sameiginlegi snertiflöturinn hjá okkur sem höfum verið með hóptíma verið hurðarhúnn, inn og út. Þannig að manni finnst þetta ekki sanngjarnt,“ sagði Jakobína. „Við erum tuttugu manns, eigendur líkamsræktarstöðva, í daglegum samskiptum og það veit enginn um neitt smit innan sinnar stöðvar. Mér finnst það segja mjög mikið. Líkamsræktarstöðvar hafa fylgt mjög ströngum sóttvörnum frá því í vor.“ Sýnist að aðgerðirnar séu ekki löglegar Fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu í október að 110 kórónuveirusmit hefðu verið rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar voru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. Stór hluti þessara smita er rakinn til hópsýkingar í Hnefaleikafélagi Kópavogs en tölurnar frá almannavörnum voru þó ekki sundurliðaðar. Jakobína sagði að hópur eigenda líkamsræktarstöðva væri nú að skoða réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerðanna. „Já, við erum búin að vera að skoða hana núna og höfum verið í sambandi við nokkra lögfræðinga og erum einmitt að fara að hittast á morgun á fundi. Við ætlum að fara aðeins að skoða þetta en okkur sýnist á öllu að þetta sé í rauninni ekki löglegt, þessar lokanir. Þannig að við ætlum að kafa dýpra í það,“ sagði Jakobína. „Við höfum fengið lögfræðinga til okkar sem hafa í rauninni bent okkur á að við ættum að opna, fá fólk til okkar, fá lögregluna á staðinn, fá sekt og kæra sektina og fara í mál. Sem allir hafa sagt að við myndum örugglega vinna. En auðvitað viljum við gera þetta í sátt og samlyndi með stjórnvöldum.“
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru. 2. desember 2020 14:01 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50
Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru. 2. desember 2020 14:01