Opna sögu- og tæknisýningar vegna aldarafmælis rafstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2020 13:14 Á næsta ári verður öld liðin frá því að rafstöðin í Elliðaárdal var vígð. OR Orkuveita Reykjavíkur ætlar að opna sögu- og tæknisýningar undir merkjum Elliðaárstöðvar. Það verður gert í tilefni þess að á næsta ári verða liðin hundrað ár frá rafstöðin í Elliðaárdal var opnuð. Torfan við Rafstöðvarveg fær þannig nýtt hlutverk og verður saga rafstöðvarinnar sögð þar. „Við hlökkum mikið til að opna sýninguna í Elliðaárstöðinni á 100 ára afmælinu á næsta ári. Við segjum stundum að veiturnar okkar séu grunnur að lífsgæðum, sem íbúarnir búa við og byggja ofan á. Það er líka sameiginlegt veitunum að íbúarnir taka yfirleitt ekki eftir þjónustunni nema hún bregðist,“ er haft eftir Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR í tilkynningu. „Okkur langar að fræða fólk á öllum aldri, en ekki síst unga fólkið okkar, um það flókna veitukerfi sem sér húsunum og íbúunum fyrir þeirri grunnþjónustu sem við teljum nú sjálfsagðan hluta af daglegu lífi.“ Í tilkynningunni segir að skólahópar, fjölskyldur, fróðleiksþyrstir og útivistarfólk muni geta kynnt sér vísindin og tæknina sem falin sé í veggjum hvers heimilis. Einnig verði hægt að kynna sér það hvernig veiturnar umbyltu lífsgæðum í Reykjavík. Ítarlegri upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins. Það er hönnunarteymið Terta, sem sigraði opna samkeppni OR í upphafi síðasta árs sem hefur veg og vanda að hönnun sýningarinnar. Teymið skipa þau Magnea Guðmundsdóttir og Eva Huld Friðriksdóttir arkitektar, Brynhildur Pálsdóttir hönnuður, Ármann Agnarsson grafískur hönnuður og Atli Bollason verkefnastjóri. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru fyrir um öld síðan og í framhaldi opnunar rafstöðvarinar. OR OR OR OR OR Orkumál Reykjavík Söfn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Torfan við Rafstöðvarveg fær þannig nýtt hlutverk og verður saga rafstöðvarinnar sögð þar. „Við hlökkum mikið til að opna sýninguna í Elliðaárstöðinni á 100 ára afmælinu á næsta ári. Við segjum stundum að veiturnar okkar séu grunnur að lífsgæðum, sem íbúarnir búa við og byggja ofan á. Það er líka sameiginlegt veitunum að íbúarnir taka yfirleitt ekki eftir þjónustunni nema hún bregðist,“ er haft eftir Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR í tilkynningu. „Okkur langar að fræða fólk á öllum aldri, en ekki síst unga fólkið okkar, um það flókna veitukerfi sem sér húsunum og íbúunum fyrir þeirri grunnþjónustu sem við teljum nú sjálfsagðan hluta af daglegu lífi.“ Í tilkynningunni segir að skólahópar, fjölskyldur, fróðleiksþyrstir og útivistarfólk muni geta kynnt sér vísindin og tæknina sem falin sé í veggjum hvers heimilis. Einnig verði hægt að kynna sér það hvernig veiturnar umbyltu lífsgæðum í Reykjavík. Ítarlegri upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins. Það er hönnunarteymið Terta, sem sigraði opna samkeppni OR í upphafi síðasta árs sem hefur veg og vanda að hönnun sýningarinnar. Teymið skipa þau Magnea Guðmundsdóttir og Eva Huld Friðriksdóttir arkitektar, Brynhildur Pálsdóttir hönnuður, Ármann Agnarsson grafískur hönnuður og Atli Bollason verkefnastjóri. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru fyrir um öld síðan og í framhaldi opnunar rafstöðvarinar. OR OR OR OR OR
Orkumál Reykjavík Söfn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira