Missti fóstur á dögunum en var hetja norska kvennalandsliðsins í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 09:31 Katrine Lunde var frábær í marki Norðmanna í gær. EPA-EFE/CLAUS FISKER Þórir Hergeirsson kallaði á reynsluboltann Katrine Lunde fyrir leik norska kvennalandsliðsins á móti Rúmeníu á EM í gærkvöldi. Hún var valin maður leiksins. Það eru margar ástæður fyrir því að Katrine Lunde ætti ekki að vera að spila með norska kvennalandsliðinu í handbolta í dag. Hún er auðvitað orðin fertug og búin að vinna allt á sínum ferli. Hún er líka nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu. Norski markvörðurinn Katrine Lunde ætlaði ekki að taka þátt í Evrópumótinu í handbolta því hún átti von á barni. Aðstæðurnar breyttust snögglega þegar hún missti fóstrið á dögunum. Katrine Lunde setti strax stefnuna á að koma sér í sitt besta handboltaform og æfði gríðarlega vel eftir að hún missti fóstrið. Lundes lange vei mot comebacket: Det har vært en tøff periode https://t.co/JhoIQ5mQ8a— VG Sporten (@vgsporten) December 7, 2020 Þórir Hergeirsson valdi Katrine Lunde ekki í upphaflega EM-hópinn sinn en hún var á bakvakt. Þórir gerði síðan breytingu á hópnum í gær og kallaði á reynsluboltann sinn. Það efast enginn um að Katrine Lunde er einn besti markvörður allra tíma og hún sýndi það í leiknum á móti Rúmeníu í gær að hún hefur engu gleymt. Katrine Lunde hefur unnið sjö gullverðlaun og alls þrettán verðlaun á stórmótum með norska landsliðinu. Landsleikurinn í gær var númer þrjú hundruð en hún spilaði þann fyrsta árið 2002. Comeback-dronningen Katrine Lunde reddet Norge til 28-20 over Romania i EM https://t.co/xHgVJ26OZG— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 7, 2020 Katrine Lunde varði 15 skot í leiknum eða 43 prósent skotanna sem á hana komu. Hún varði líka 2 af 3 vítaköstum Rúmena. Það var jafnt í hálfleik en markvarsla Lunde í seinni hálfleik átti mikinn þátt í öruggum átta marka sigri. Eftir leikinn var Katrine Lunde síðan valin maður leiksins af mótshöldurum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna. EM 2020 í handbolta Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Það eru margar ástæður fyrir því að Katrine Lunde ætti ekki að vera að spila með norska kvennalandsliðinu í handbolta í dag. Hún er auðvitað orðin fertug og búin að vinna allt á sínum ferli. Hún er líka nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu. Norski markvörðurinn Katrine Lunde ætlaði ekki að taka þátt í Evrópumótinu í handbolta því hún átti von á barni. Aðstæðurnar breyttust snögglega þegar hún missti fóstrið á dögunum. Katrine Lunde setti strax stefnuna á að koma sér í sitt besta handboltaform og æfði gríðarlega vel eftir að hún missti fóstrið. Lundes lange vei mot comebacket: Det har vært en tøff periode https://t.co/JhoIQ5mQ8a— VG Sporten (@vgsporten) December 7, 2020 Þórir Hergeirsson valdi Katrine Lunde ekki í upphaflega EM-hópinn sinn en hún var á bakvakt. Þórir gerði síðan breytingu á hópnum í gær og kallaði á reynsluboltann sinn. Það efast enginn um að Katrine Lunde er einn besti markvörður allra tíma og hún sýndi það í leiknum á móti Rúmeníu í gær að hún hefur engu gleymt. Katrine Lunde hefur unnið sjö gullverðlaun og alls þrettán verðlaun á stórmótum með norska landsliðinu. Landsleikurinn í gær var númer þrjú hundruð en hún spilaði þann fyrsta árið 2002. Comeback-dronningen Katrine Lunde reddet Norge til 28-20 over Romania i EM https://t.co/xHgVJ26OZG— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 7, 2020 Katrine Lunde varði 15 skot í leiknum eða 43 prósent skotanna sem á hana komu. Hún varði líka 2 af 3 vítaköstum Rúmena. Það var jafnt í hálfleik en markvarsla Lunde í seinni hálfleik átti mikinn þátt í öruggum átta marka sigri. Eftir leikinn var Katrine Lunde síðan valin maður leiksins af mótshöldurum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna.
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira