Missti fóstur á dögunum en var hetja norska kvennalandsliðsins í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 09:31 Katrine Lunde var frábær í marki Norðmanna í gær. EPA-EFE/CLAUS FISKER Þórir Hergeirsson kallaði á reynsluboltann Katrine Lunde fyrir leik norska kvennalandsliðsins á móti Rúmeníu á EM í gærkvöldi. Hún var valin maður leiksins. Það eru margar ástæður fyrir því að Katrine Lunde ætti ekki að vera að spila með norska kvennalandsliðinu í handbolta í dag. Hún er auðvitað orðin fertug og búin að vinna allt á sínum ferli. Hún er líka nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu. Norski markvörðurinn Katrine Lunde ætlaði ekki að taka þátt í Evrópumótinu í handbolta því hún átti von á barni. Aðstæðurnar breyttust snögglega þegar hún missti fóstrið á dögunum. Katrine Lunde setti strax stefnuna á að koma sér í sitt besta handboltaform og æfði gríðarlega vel eftir að hún missti fóstrið. Lundes lange vei mot comebacket: Det har vært en tøff periode https://t.co/JhoIQ5mQ8a— VG Sporten (@vgsporten) December 7, 2020 Þórir Hergeirsson valdi Katrine Lunde ekki í upphaflega EM-hópinn sinn en hún var á bakvakt. Þórir gerði síðan breytingu á hópnum í gær og kallaði á reynsluboltann sinn. Það efast enginn um að Katrine Lunde er einn besti markvörður allra tíma og hún sýndi það í leiknum á móti Rúmeníu í gær að hún hefur engu gleymt. Katrine Lunde hefur unnið sjö gullverðlaun og alls þrettán verðlaun á stórmótum með norska landsliðinu. Landsleikurinn í gær var númer þrjú hundruð en hún spilaði þann fyrsta árið 2002. Comeback-dronningen Katrine Lunde reddet Norge til 28-20 over Romania i EM https://t.co/xHgVJ26OZG— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 7, 2020 Katrine Lunde varði 15 skot í leiknum eða 43 prósent skotanna sem á hana komu. Hún varði líka 2 af 3 vítaköstum Rúmena. Það var jafnt í hálfleik en markvarsla Lunde í seinni hálfleik átti mikinn þátt í öruggum átta marka sigri. Eftir leikinn var Katrine Lunde síðan valin maður leiksins af mótshöldurum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna. EM 2020 í handbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Það eru margar ástæður fyrir því að Katrine Lunde ætti ekki að vera að spila með norska kvennalandsliðinu í handbolta í dag. Hún er auðvitað orðin fertug og búin að vinna allt á sínum ferli. Hún er líka nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu. Norski markvörðurinn Katrine Lunde ætlaði ekki að taka þátt í Evrópumótinu í handbolta því hún átti von á barni. Aðstæðurnar breyttust snögglega þegar hún missti fóstrið á dögunum. Katrine Lunde setti strax stefnuna á að koma sér í sitt besta handboltaform og æfði gríðarlega vel eftir að hún missti fóstrið. Lundes lange vei mot comebacket: Det har vært en tøff periode https://t.co/JhoIQ5mQ8a— VG Sporten (@vgsporten) December 7, 2020 Þórir Hergeirsson valdi Katrine Lunde ekki í upphaflega EM-hópinn sinn en hún var á bakvakt. Þórir gerði síðan breytingu á hópnum í gær og kallaði á reynsluboltann sinn. Það efast enginn um að Katrine Lunde er einn besti markvörður allra tíma og hún sýndi það í leiknum á móti Rúmeníu í gær að hún hefur engu gleymt. Katrine Lunde hefur unnið sjö gullverðlaun og alls þrettán verðlaun á stórmótum með norska landsliðinu. Landsleikurinn í gær var númer þrjú hundruð en hún spilaði þann fyrsta árið 2002. Comeback-dronningen Katrine Lunde reddet Norge til 28-20 over Romania i EM https://t.co/xHgVJ26OZG— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 7, 2020 Katrine Lunde varði 15 skot í leiknum eða 43 prósent skotanna sem á hana komu. Hún varði líka 2 af 3 vítaköstum Rúmena. Það var jafnt í hálfleik en markvarsla Lunde í seinni hálfleik átti mikinn þátt í öruggum átta marka sigri. Eftir leikinn var Katrine Lunde síðan valin maður leiksins af mótshöldurum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira