Brynjari fannst KKÍ fara of geyst af stað: „Hefðu átt að grípa inn í og byrja að spila í janúar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. desember 2020 12:33 Brynjar Þór Björnsson var geystur í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. @Stöð 2 Sport Skjáskot Brynjar Þór Björnsson hefði viljað sjá KKÍ og ÍSÍ taka betri ákvarðanir í kórónuveirufaraldrinum og æfingabanninu sem hefur ríkt á Íslandi síðan í byrjun október. Brynjar Þór Björnsson, körfuboltamaður í KR, segir að hann hefði viljað sjá forystu ÍSÍ koma fyrr inn og hjálpa afreksíþróttafólki að fá að æfa. Þetta sagði Brynjar í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Hvorki hefur verið leikið né æfður körfubolti síðan í byrjun október en Brynjar er reynslumikill og hann heldur sér vel við. Hann æfir vel, passar hvað hann er að borða en segir að þetta komi væntanlega verr við yngri leikmennina. „Maður reynir að halda sér í góðu standi. Maður er orðinn 32 ára og er kominn með ákveðna þekkingu í hverju maður er góður. Þetta er kannski öðruvísi ef maður væri yngri og enn æstari í að æfa. Maður reynir að hugsa vel um líkamann, borða hollt og bæta ekki of mörgum kílóum á sig. Maður reynir að bæta sig í einhverju öðru heldur en körfubolta,“ sagði Brynjar. Brynjar Þór segir að KKÍ, þegar boltinn var stöðvaður í október, hefði í fyrsta lagi átt að hefja leik í janúar. Hann skildi ekki af hverju væri verið að drífa sig svona mikið. „Auðvitað er þetta leiðigjarnt en ég hugsaði í október þegar við fórum í stopp að KKÍ hefði bara átt að grípa inn í og segja að við spilum ekki fyrr en í janúar. Mér fannst það meira segja í haust að áður en við byrjuðum að spila og æfa; af hverju erum við að drífa okkur svona mikið og af hverju eru liðin að draga þrjá til fjóra leikmenn til sín þegar óvissan er svona mikil.“ „Þetta er búið að kosta körfuboltafélög gríðarlegan pening og þetta eru peningar sem fólk er að safna saman til að borga leikmönnunum laun. Það er hart í ári en mér fannst við fara of hratt af stað í Domino's deildinni en ég vona að við fáum að spila í janúar og klára tímabilið.“ Brynjar tók ákvörðun í fyrstu bylgjunni að mæta ekki í leik KR gegn Stjörnunni. Sú ákvörðun vakti mikið umtal en eftir á að hyggja sér Brynjar ekki eftir henni. „Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Það voru öll fyrirtæki að hætta með sínar samkomur. Það var verið að fresta árshátíðum og stórum viðburðum en íþróttafélögin sátu eftir,“ sagði Brynjar. Hann skorar einnig á forystuna að láta meira í sér heyra. „Við viljum heyra meira í ÍSÍ að fá að æfa. Mér finnst eins og forysta ÍSÍ sitji á hakanum með að taka ákvarðanir. Að beita sínum áhrifum á bæði íþróttalífið og Alþingismennirnir að pressa að við fáum að æfa. Við vonumst til þess að þau læri af þessu og verði fljótari til ef svipað kemur upp aftur. Vonandi þarf ÍSÍ þá ekki að treysta á að leikmennirnir pressi á þetta heldur en þeir sjálfir.“ Allt innslagið með umræðunni um æfingabannið má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar valdi fimm manna „íslenskt“ úrvalslið áratugarins og sagði Pavel þann besta Það var líf og fjör er Brynjar Þór Björnsson heimsótti Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 20:00 „2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 11:31 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, körfuboltamaður í KR, segir að hann hefði viljað sjá forystu ÍSÍ koma fyrr inn og hjálpa afreksíþróttafólki að fá að æfa. Þetta sagði Brynjar í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Hvorki hefur verið leikið né æfður körfubolti síðan í byrjun október en Brynjar er reynslumikill og hann heldur sér vel við. Hann æfir vel, passar hvað hann er að borða en segir að þetta komi væntanlega verr við yngri leikmennina. „Maður reynir að halda sér í góðu standi. Maður er orðinn 32 ára og er kominn með ákveðna þekkingu í hverju maður er góður. Þetta er kannski öðruvísi ef maður væri yngri og enn æstari í að æfa. Maður reynir að hugsa vel um líkamann, borða hollt og bæta ekki of mörgum kílóum á sig. Maður reynir að bæta sig í einhverju öðru heldur en körfubolta,“ sagði Brynjar. Brynjar Þór segir að KKÍ, þegar boltinn var stöðvaður í október, hefði í fyrsta lagi átt að hefja leik í janúar. Hann skildi ekki af hverju væri verið að drífa sig svona mikið. „Auðvitað er þetta leiðigjarnt en ég hugsaði í október þegar við fórum í stopp að KKÍ hefði bara átt að grípa inn í og segja að við spilum ekki fyrr en í janúar. Mér fannst það meira segja í haust að áður en við byrjuðum að spila og æfa; af hverju erum við að drífa okkur svona mikið og af hverju eru liðin að draga þrjá til fjóra leikmenn til sín þegar óvissan er svona mikil.“ „Þetta er búið að kosta körfuboltafélög gríðarlegan pening og þetta eru peningar sem fólk er að safna saman til að borga leikmönnunum laun. Það er hart í ári en mér fannst við fara of hratt af stað í Domino's deildinni en ég vona að við fáum að spila í janúar og klára tímabilið.“ Brynjar tók ákvörðun í fyrstu bylgjunni að mæta ekki í leik KR gegn Stjörnunni. Sú ákvörðun vakti mikið umtal en eftir á að hyggja sér Brynjar ekki eftir henni. „Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Það voru öll fyrirtæki að hætta með sínar samkomur. Það var verið að fresta árshátíðum og stórum viðburðum en íþróttafélögin sátu eftir,“ sagði Brynjar. Hann skorar einnig á forystuna að láta meira í sér heyra. „Við viljum heyra meira í ÍSÍ að fá að æfa. Mér finnst eins og forysta ÍSÍ sitji á hakanum með að taka ákvarðanir. Að beita sínum áhrifum á bæði íþróttalífið og Alþingismennirnir að pressa að við fáum að æfa. Við vonumst til þess að þau læri af þessu og verði fljótari til ef svipað kemur upp aftur. Vonandi þarf ÍSÍ þá ekki að treysta á að leikmennirnir pressi á þetta heldur en þeir sjálfir.“ Allt innslagið með umræðunni um æfingabannið má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar valdi fimm manna „íslenskt“ úrvalslið áratugarins og sagði Pavel þann besta Það var líf og fjör er Brynjar Þór Björnsson heimsótti Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 20:00 „2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 11:31 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Brynjar valdi fimm manna „íslenskt“ úrvalslið áratugarins og sagði Pavel þann besta Það var líf og fjör er Brynjar Þór Björnsson heimsótti Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 20:00
„2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 11:31