Fótbolti

Ekkert fær AC Milan stöðvað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mílanómenn fagna fyrra markinu í kvöld.
Mílanómenn fagna fyrra markinu í kvöld. Sportinfoto/DeFodi Images

Gamla stórveldið AC Milan er að gera sig gildandi aftur í ítalska boltanum.

AC Milan er með fimm stiga forystu eftir tíu umferðir á Ítalíu. Liðið vann í kvöld 2-1 sigur á Sampdoria á útivelli.

Þrátt fyrir að vera án Zlatans Ibrahimovic heldur Mílanóliðið áfram og er með fimm stiga forystu á grannana í Inter eftir tíu leiki.

Franck Kessie kom AC yfir úr vítaspyrnu á loka andartökum fyrri hálfleiks og Samuel Castillejo tvöfaldaði forystuna á 77. mínútu.

Svíinn Albin Ekdal minnkaði muninn fyrir Sampdoria á 82. mínútu en nær komust þeir ekki og áttundi sigur liðsins í fyrstu tíu leikjunum staðreynd.

Sampdoria er í 12. sætinu með ellefu stig.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×