Körfubolti

Kjartan Atli um nýju bókina, körfu­bolta­á­hugann og inn­blásturinn á sínum yngri árum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan Atli á sínum heimaslóðum.
Kjartan Atli á sínum heimaslóðum. Stöð 2 skjáskot

Körfuboltabókin Hrein karfa kom út á dögunum en í henni er farið bæði yfir NBA körfuboltann sem og þann íslenska.

Kjartan Atli Kjartansson, fyrrum körfuboltamaður og núverandi stjórnandi Domino’s Körfuboltakvölds, gaf á dögunum út bókina Hrein karfa. Bókin fjallar um körfubolta.

Guðjón Guðmundsson, Gaupi, hitti Kjartan Atla á Álftanesi á dögunum þar sem körfuboltaferilinn hófst en þeir félagarnir fóru saman yfir víðan völl.

„Það má segja að appelsínuguli knötturinn hafi haft áhrif á mitt líf. Ég þakka íþróttinni að hafa kynnt mér fyrir konunni meðal annars. Við vorum saman í Haukum. Þetta hefur verið lífið sjálft, körfuboltinn, og þetta hófst hérna á Álftanesi,“ sagði Kjartan Atli. Hann

„Þegar ég var sautján ára þá vildi bróðir minn byrja æfa körfubolta og þá komu foreldrar mínir með þá hugmynd hvort að ég gæti ekki bara þjálfað hann. Ég hef samband við þá sem ráða hérna á Álftanesi og við stofnuðum körfuboltadeild og fórum í Íslandsmót.“

Bókin kom út á dögunum en hann segir að NBA bækurnar sem Kjartan hafi lesið á sínum yngri árum hafi vakið áhuga hans í að skrifa bók sjálfur.

„Hvaðan koma hugmyndirnar? Ég held að fyrstu pælingarnar að skrifa bók hafi orðið til hér á Álftanesi þegar ég var barn. Ég las NBA-bækur á miðjum 10. áratugnum og þau höfðu mikil áhrif á mig. Ég hugsaði alltaf með mér og hef gert það ár, að gera svona fyrir næstu kynslóð.“

„Það er í raun og veru tilgangurinn með bókinni. Að vera hlekkur í keðjunni að krakkarnir sem eru að alast upp núna fái NBA bók sem er skrifuð í þeirri tíma og rúm, svo þau þurfi ekki að lesa gömlu bækurnar. Þaðan kemur kveikjan.“

Allt innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Sportpakkinn - Kjartan Atli og bókin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×